Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 39
Velvakandi 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Bórisfrísa Myndasagan Bórisfrísa eftir Þorgrím Kára Snævarr hefur nú göngu sína á síðum Morgunblaðsins. Bórisfrísa er framhalds- saga og næstu mánuði munu tvær síður birtast hverju sinni í sunnudagsblaðinu. Höfundurinn er að leggja síðustu hönd á söguna en við síðustu talningu voru síðurnar orðnar rúmlega fimmtíu. Sagan fjallar um Robba rottu, eða Rómúlus Rotberg eins og hann vill ekki kalla sig. Hann er kallaður til lands sem heitir Bórisfrísa og neyddur til að hjálpa til við rannsókn á tilraun til að myrða drottninguna þar sem heitir Kamilla. Þorgrímur er 15 ára og hefur sótt mörg myndasögunámskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Í júní hreppti hann sigur- verðlaunin fyrir hluta Bórisfrísu í myndasögukeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans Eftir: Þorgrím Kára Snævarr HENNI Kylie, sex ára stúlku frá Boston í Bandaríkjunum, brá heldur í brún þegar hún ýtti á takka á sýningunni „Miðbærinn brennur!“ á Árbæj- arsafni. Skyndilega kviknaði „eldur“ og bærinn fuðraði upp. Sýningin um miðbæjarbrunann er ein af nokkrum sýningum á Árbæj- arsafni. Á síðasta ári sóttu safnið samtals nærri 39 þúsund manns. Góð að- sókn hefur verið að safninu í sumar. Morgunblaðið/Ómar Miðborgin brennur Í tilefni af frétt um bílkeyrslu í svefni frá Húsafelli til Keflavíkur Í FRÉTTUM undan- farið hefur nokkuð ver- ið rætt um svefngöng- ur og það hvort fólk geti gert ýmsa furðu- lega hluti undir slíkum kringumstæðum. Ég vil hér segja frá einu slíku atviki sem móðurafi minn Jón Einarsson sagði mér frá er ég var unglingur. Afi var fæddur í Breiðuvík í Borgarfirði eystra 1865 og átti þar heima á sín- um unglingsárum. Hann átti bróður sem hét Þórarinn. Þórarinn átti sem unglingur vanda til að ganga í svefni og gerði hann þá stundum hina ótrú- legustu hluti. Eitt haust lentu nokkrar kindur í sjálfheldu í klettum í fjalli þar í grenndinni og hafði ekki tekist að bjarga þeim þaðan því að komið var frost og hálka svo ekki þótti hættu- laust að reyna það. Einn morguninn snemma urðu foreldrar Þórarins vör við að hann var farinn á fætur og út og er að var gáð sást hann stefna til fjallsins. Var honum veitt eftirför en er nær var komið var hann kominn í klettana og áleiðis þangað sem kindurnar voru. Horfði fólkið óttaslegið á hann fikra sig eftir syllunum og koma kindunum niður. Þorði það ekki að gera vart við sig eða trufla hann á neinn hátt til að vekja hann ekki, því að þá væri voðinn vís. Að þessu loknu hélt hann heim og vaknaði ekki fyrr en þangað var komið og vissi þá ógjörla hvað hafði gerst . Þetta er aðeins dæmi um hvað gerst getur í svefngöngu. Ingimar Sveinsson, Hvanneyri.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag , ,ímorgungjöf?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.