Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 2
Spegilmyndin S M A S A G A Hann stóð fyrir framan spegilinn og hnýtti hálsbindið sitt. Önugur leit hann mynd sína. Engu var líkara en þetta væri ókunnur maður, heilmikið borginmannlegur. Breytingin hlaut að hafa orðið á löngum tíma, þótt hann yrði hennar ekki var fyrr en í dag, ári seinna en hann stóð hér í þessu sama herbergi síðast og hnýtti hálsbindið frammi fyrir þessum sama spegli. Fyrir einu ári var það gelgjulegur unglingur, sem horfði til hans í speglinum, með kýli á kinninni og sítt hár. Hann hafði þá gleymt að fara til hárskerans, þangað til það var orðið of seint. En þegar hann hugs- aði til Evu breyttist spegilmyndin og fylltist gleði og eftirvæntingu. Hann fór að blístra og gaf það dauð- anum og djöflinum, þó hann væri ekki nýklipptur. Hann ætlaði út með Evu. Þau ætluðu að borða á mat- söluhúsi og fara síðan á dansleik halda þannig upp á síðasta kvöldið, sem þau yrðu saman í heilt ár. Og nú ... Herbergið hafði ekkert breytzt né spegillinn,. En í stað- inn fyrir glegjulegan ungling var það sólbrenndur og hugsandi maður, sem blasti við honum, hárið nýklippt og greitt frá enninu, munnsvipurinn ákveðinn, augun fjarræn. Líka í þetta skipti ætluðu Eva og hann út að skemmta sér. Nú til að halda upp á endurfundina. I gær tók Eva á móti honum á flugvellinum. Eitthvað var hún stoltari í hans augum, en fallegri en áður. — Hvað þú hefur breytzt, hafði hún sagt. — Og þú sjálf! Hann þakkaði henni fyrir bréfin og afsakaði, að þau hefðu ekki verið jafn vel endurgoldin. Bæði fundu þau, að eitthvað var öðruvísi milli þeirra en áður, orðin komu ekki ósjálfrátt fram á varirnar. Þau höfðu fullorðnast. Næsta kvöld skyldu þau halda upp á heimkomuna. Að vörmu spori fór hann að sækja Evu. Þau ætluðu að dansa og verða aftur gáskafullir unglingar. Foreldrar Evu mundu bjóða hann velkominn og ef til vill ráðslaga um brúðkaupið. — Eg ætla að sauma meðan þú ert burtu, sagði hún kvöldið áður en hann fór. — Meðan þú starfar og lærir sit ég og sauma. Eg veit það er gamaldags, það er ekki lengur tízka að stúlkur saumi í búið. En mér finnst það gaman — svo get ég hugsað um þig á meðan. Vitaskuld ætlaði Eva og hann að giftast. Þeim hafði ævinlega komið vel saman líka áður en þau fóru að líta hvort annað ástaraugum og gátu alltaf treyst hvort öðru. Hann setti bílinn í gang og fór til Evu. Hún kom hlaupandi í ljósum kjól. Honum þótti snöggvast sem hún væri sama glettna æskuvinan og fyrir ári síðan. Hann stundi. Hann skildi hana vel. Hún vildi ekki, að hann kæmi inn og talaði við foreldra hennar. Fyrsta kvöldið átti að vera þeirra eigið. Hann átti að vera glaður, — en stundi þó. — Ekki var ólíkt því, að hann fyndi til sársauka, er Eva settist inn í bílinn. Allt var henni til ágætis, hún var falleg og brosandi. En brosið fól í sér eitthvað fleira en áður. Meðan hann ók veitti hún honum stöðuga athygli, en sagði fátt. Hann vék að giftingarmálunum, vildi að Eva yrði hamingjusöm og hann fengi fallega og ástúðlega konu. Er þau nálguðust ákvörðunarstaðinn, lagði Eva hönd- ina á öxl hans og sagði í bænarróm: — Eg vil helzt ekki dansa í kvöld. Eg þarf að tala við þig, það er mjög mikilvægt. Hann ók inn í hliðargötu, stöðvaði bílinn og brosti til Evu. Hann bjóst við, að hún félli um háls honum og segði eitthvað fallegt. En hún hreyfði sig ekki; horfði þegjandi og alvörugefin í augu hans. Þrátt fyrir geislandi æsku sína virtist hún að sumu leyti eldri en hann. Henni lá eitthvað þungt á hjarta. Stillileg og ákveðin tók hún svo til máls: — Við höfum alltaf verið einlæg og hreinskilin. Mér þykir vænt um þig og hefur alltaf þótt — það veiztu. Hann samþykkti með höfuðhneigingu. — Við höfum alltaf þekkzt og hefur alltaf komið vel saman. Og ef við giftum okkur verður það gagnkvæmt hjónaband. Heldurðu það ekki? — Jú, það verður það áreiðanlega. — Já, sagði Eva — mjög góð sambúð. Og með þján- ingarfullri rödd hélt hún áfram: — Við yrðum tillits- söm hvort gagnvart öðru — yrðum góðu börnin. Eva leit um öxl — Okkur hefur alltaf samið, við erum næst- um alin upp saman. — En höfum við nokkurn tíma verið reglulega ást- fangin hvort af öðru? — Já, ég veit það, tók hún fram í fyrir honum, þegar hann ætlaði að mótmæla. Rödd hennar varð áköf en innileg og augnaráðið nærgöngult. — Eg veit, að þú andmælir og segir, að við höfum verið mjög hrifin hvort af öðru. En er það sannleik- urinn? Er það? — Þú ert ástfangin af öðrum karlmanni? Hún samþykkti með höfuðhneigingu — Já. Mig lang- aði til að skrifa þér um það, en gat það ekki. Ég mundi eftir þér eins og þú varst áður en þú fórst og var hrædd um að það hryggði þig. — En núna? Hann reyndi að hlæja. — Þú hefur breytzt. Ert orðinn sterkur og stór. — Ég veit ekki, hvort ég er sterkari en áður? — Ég vil ekki hryggja þig, hvíslaði Eva, — Ef þú elskar mig, ef þú elskar mig af öllu hjarta, þá verð ég hjá þér. — En hvernig liði þér? — Það yrði friðsamt hjónaband. Hvað heldur þú? Ég hneyklsa þig með hreinskilni minni. — Nei, sagði hann hæglátlega, mér er þvert á móti gleði af því, að þú sért hreinskilin. Þú hefur breytzt, og ég hef breytzt á þessu ári, sem við höfum ekki verið saman. Bæði höfum við fengið nýja innsýn í tilveruna. Við höfum elzt. — Þú vilt gefa mér eftir loforð mitt? — Já, ég krefst, að þú verðir hamingjusöm. Ég er hrærður yfir því, að þú sért fús að giftast mér þrátt fyrir allt — en aðeins mín vegna. Ég þyldi ekki slíkt. Ég finn, að það yrði mér um megn. Þá er að minnsta kosti betra að annar aðilinn höndli hamingjuna. Augu framh. á bls. 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.