Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Síða 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Síða 5
fangar í tómu herbergi. „Lítið þér á þá,“ sagði forstöðukonan með viðbjóði: „í hvert sinn, sem þeir eru búnir að borða, skríða þeir á fjórum fótum um gólfið og leita að brauðmcilum." Móðir mín virti börnin fyrir sér. Þau teygðu hendurnar eftir brauðmolunum, hnoðuðu þá og mótuðu alla vega. Það rann allt í einu upp fyrir móður minni, að börnin voru ekki einungis að leita eftir mat, heldur einnig eftir reynslu. Þessar barnahend- ur leituðu eftir sambandi við umheiminn. Ein- hver innri þörf knúði þessi börn til þess að þroska persónuleika sinn. í stað þess að loka þau inni og leggja hörnlur á þau, átti að veita þeim frelsi og örva starfslöngun þeirra. En hvern- ig átti að komast í snertingu við þau. Dr. Baccelli, sem var nú orðinn menntamála- ráðherra, bað móður mína að halda fyrirlestur um kennslu vangefinna barna. Vegna þeirrar at- hygli, sem þessi fyrirlestur vakti, stofnaði hann með ríkisstyrk tilraunaskóla fyrir vanþroska börn, og var dr. Montessori forstöðukona skól- ans. „Þarna sjáið þér,“ sagði dr. Baccelli í gamni við móður mína. „Þér eruð ennþá aðeins kona og barnfóstra!" „Elsku, litlu vangefnu börnin mín,“ kallaði móðir mín nemendur sína í dagbókinni sinni. Hún var allan daginn frá klukkan átta á morgn- ana til sjö á kvöldin með þessum börnum, sem þjóðfélagið hafði talið vonlaus. Hún fylgdist með þeim og gerði tilraunir, og glæddi hvern neista af skilningi, sem hún sá bregða fyrir í augum þeirra. Eftir tveggja ára erfitt starf, lét hún nemendur sína taka venjulegt skólapróf. „Kæru litlu vangefnu börnin“ sýndu, að þau voru ekki vonlaus þrátt fyrir allt. Sum þeirra tóku jafngott próf og eðlileg börn. Það vakti gífurlega athygli. En móðir mín sá með rósemi sinni, að hið merkilega var í taun- inni ekki það, að hin vangefnu börn höfðu náð jafngóðum árangri, heldur hitt, að hin eðlilegu börn skyldu ekki ná betri. Þegar hún heimsótti barnaskólana, sá hún, að allt miðaði að því að hindra framtak og starfslöngun barnanna. Börnin voru þvinguð til þess að sitja við borð, þar sem þau höfðu svo lítið rúm til að hreyfa sig að þau urðu að smeygja sér og troðast, til þess að komast að þeim. Álitið var, að ef þau sætu svona þröngt gætu þau ekki annað en hlustað á kennarann. Þeim var hrósað mest fyrir að sitja kyrr og refsað fyrir hverja smáhreyfingu. „Það lítur út fyrir, að siðferðið sé í bakhlutanum," sagði hún á ráðstefnu kennara og embættismanna. Þegar móðir mín var búin að stofna skólann fyrir vangefnu börnin, fór hún aftur í háskól- ann og var að lokum kjörin prófessor í rnann- fræði. Það liðu sjö ár, þar til hún fékk það hlutverk, sem átti eftir að verða lífsstarf hennar. Einkafyrirtæki hafði látið flytja nokkur hundr- uð fátækar fjölskyldur úr óhreinum og þröng- um leiguhjöllum í betri íbúðir. En meðan for- eldrarnir voru í vinnu og stálpuðu börnin í skóla, voru börnin, sem yngri voru en sex ára í reiðuleysi. Það var ákveðið að stofna barna- heimili og dr. Montessori var beðin að veita því forstöðu. Hún var strax fús til þess. Hún hafði lengi beðið eftir tækifæri til Jress að reyna uppeldisaðferðir sínar við heilbrigð börn. Barnaheimilið hennar var stofnað í hinu ill- ræmda fátækrahverfi San Lorenso. „Sextíu grát- andi og skelkuð börn, sem voru svo feimin, að Jrau voru ófáanleg til þess að segja nokkuð. Þau voru kjarklaus, vanrækt, föl og vannærð, höfðu alizt upp í skúmaskotum og aldrei fengið neina andlega hvatningu.“ Þannig lýsti móðir mín skjólstæðingum sínum fyrsta daginn, sem hún var með þeim. Á næstu tveirn árum hjálpuðu Jressi börn móður minni til þess að gera byltingu í smá- barnakennslunni. í stað Jress að setja þeim alls konar reglur og berja þekkingu inn í kollinn á Jreim, reyndi hún aðferðir til þess að leysa sjálf- stæðishvöt þeirra úr læðingi. Fyrsta skref hennar til þess að gefa börnunum frelsi, var að veita þeim dálitla tilsögn. „Kenn- ið þeim, hve mikils virði það er að vanda sig við allt, jafnvel við það minnsta,“ sagði móðir mín við kennslukonur sínar. Montessoribörnin lærðu að hafa lágt, þegar þau snýttu sér, Jrau lærðu að bursta og reima skóna sína, þvo sér um hendurnar, spenna að sér beltin og skenkja rnjólk og vatn án þess að hella niður. „Sjálfstraust og sjálfsagi er merki um innra jafnvægi.“ Freud lét svo ummælt eitt sinn, að börn, sem væru alin upp í anda Montessoris, mundu ekki þurfa að leita ráða hjá sálfræðingum seinna á ævinni. Móðir mín skildi, að barn þroskar greind sína NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.