Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Síða 6
gegnum skilningarvit sín. Þess vegna lét hún
búa til kennslutæki, sem miðuðu að því, að
börnin öðluðust reynslu með því að þreifa á
hlutunum. Með því að nota kubba, sem eru eins
í laginu, en málaðir með alla vega litum, lærir
barnið að þekkja litina bvern frá öðrum alveg
frá hinum ljósustu til hinna dekkstu.
Samkvæmt skoðun móður minnar var það
alls ekki of snemmt fyrir barn að skynja bók-
stafi, sem voru skornir út í sandpappír. Það var
eitt af hinum mörgu uppgötvunum hennar. Dag
nokkurn sat lítill drengur og teiknaði með krít-
armola og allt í einu skrifaði hann ,,mano“
(hönd). „Ég get skrifað!" hrópaði hann upp yfir
sig. Kennslukonan og börnin þyrptust utan um
hann full undrunar og hrifningar. Síðan byrj-
uðu þau einnig að skrifa eitt af öðru hrifin og
undrandi, meðan þau kölluðu: „Ég get það líka!
Ég get það líka!“ Enginn hafði kennt þeim það.
Á barnaheimili móður minnar lærðu börnin
að skrifa fjórum eða firrim mánuðum áður en
þau hófu lestrarnámið.
I skólanum kom einnig annað í Ijós: Það var
ekki ótti við refsingu, né von um verðlaun, sem
knúði börnin til að starfa, heldur gleði yfir
verkinu sjálfu. Börnin leystu úr læðingi þá hæfi-
leika, sem þau höfðu, og mesta ánægja þeirra
var sú að komast á næsta þroskastig. Eftir árið
1912, þegar fyrsta bók móður minnar um upp-
eldi „Montessori-aðferðin" kom út, voru grund-
vallarregiur hennar um kennslu smábarna tekn-
ar upp í mörgum skólum í Evrópu og Banda-
ríkjunum, en þegar nazistar og fasistar brutust
til valda, urðu þær fyrir árásum. í Þýzkalandi og
Austurríki brenndu nazistarnir mynd Maríu
Montessoris á báli, sem þeir kyntu með bókum
hennar. Mussolini reyndi að færa sér frægð
hennar í nyt, en þegar hún neitaði að styðja
áróðursstarfsemi hans, snerist hann gegn henni.
Stjórnin lokaði öllum skólum og barnaheimil-
um, sem hún hafði stofnað.
„Maríó,“ sagði hún, „við verðum að láta okk-
ur skiljast, að Guð gat ekki gert okkur það ljóst
á annan hátt, að við erum búin að framkvæma
nóg hér, og það er þörf fyrir okkur annars stað-
ar.“ Móðir mín flutti frá Italíu sextíu og fjög-
urra ára að aldri og stofnaði barnaheimili í
Barcelona.
Þegar borgarstyrjöldin brauzt út á Spáni, var
ég í Lundúnum, en mamma var ein í húsinu
okkar í Barcelona ásamt þrem börrium mínum.
Flutningsbílar stjórnarhersveitanna óku um göt-
urnar og tóku þá fasta, sem grunaðir voru um
fylgi við Franco. Mikil gremja ríkti gegn ka-
þólskum mönnum, og ekki bætti það úr skák
að vera ítali í ofanálag.
Vörubíll stanzaði fyrir utan dyrnar á húsi
okkar. Vopnaðir menn virtu húsið gaumgæfi-
lega fyrir sér. Elzti sonur minn sagði mér síðar,
að móðir mín hefði farið frá glugganum, kall-
að á börnin og sagt rólega, eins og þegar hún
skýrði mér frá jarðskjálftanum: „Einhvern tíma
verðum við öll að deyja. Sumir deyja fyrr en
aðrir. Nri skulum við biðja guð að leiða okkur,
hvert sem við eigum að fara.“
Síðan heyrðu þau, að vörubíllinn ók burt.
Sonur minn gekk niður og gægðist út um dyrn-
ar. Mennirnir voru farnir, en höfðu skilið eftir
skilti, en á því stóð: „Þetta hús er undir vernd.
Það er eign barnavinar.“
4
NÝTT KVENNABLAÐ