Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Qupperneq 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Qupperneq 6
Vefrartízkan 1967 Xil vinstri tvílitur ullarkjóll, sams konar efni, brjóststykkið dekkra, kcmur niður í odda fyrir ncðan mittið. Breið stunga beggja megin við, sem heldur sér alla leið niður, beggja mcg- in við sauminn framan á pils- inu. Þrír hnappar á hvorri ermi, yfirdckktir með sama efni og er í brjóststykkinu. Rennilás í bakið. Kjóllinn til hægri úr ljósu boucle-ullarcfni. Brcið stunga vinstra megin framan á og 4 hnappar, breitt leggingar- band úr ull fest yfir hliðar- saumana og fellda stykkið fram- an á pilsinu. Kjóllinn slcttur í bakið með rcnnilás. fannst mér hún unna mest allra íslenzkra skálda. Þeir höfðu í óra fjarlægð munað gamla landið. Ekkert var Jóhönnu fjær en að gleyma. Það var gaman að dvelja með henni við listalindir. Sjálf var hún vel hagmælt, en bar ei ljóð sín á torg út fremur en annað um sína hagi. Háöldruð fluttist Jóhanna aftur til Norður- lands vegna vanheilsu Elínar, og dvaldist síðustu árin á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Henni leið þar vel, var sátt við alla. Þangað heimsótti ég hana. Hún sat á ganginum við vest- urgluggann, tigin á svip. Ég heilsaði henni, en hún mundi ekki eftir mér. Svona var þá minnið orðið, enda komin yfir nírætt. En svo áttaði hún sig, þrýsti heitt hönd mína og fagnaði mér inni- lega eins og alltaf áður. Þegar leið mín lá til Ak- ureyrar, kom ég oftast til hennar. Samtal okkar þá snerist mest um börnin mín, aldur þeirra og störf, en frásögn mín fjaraði fljótt út úr vitund hennar. En hún mundi ávallt eftir hvað jörðin, sem ég bý á, heitir, en það var arfur frá liðna tímanum, þegar hún var ung. Síðast leit ég inn til hennar á björtum vordegi skömmu áður en hún dó. Sat hún enn við vestur- gluggann. Lítil börn höfðu raðað sér umhverfis hana, á öðru hnénu hafði hún konfektkassa og gaf á báðar hendur. Sonur minn var einn þeirra, er naut hjartahlýju hennar. Flest börnin voru fötluð eða vangefin. Á borðinu lá opin bók. Hvort tveggja þetta var táknrænt fyrir Jóhönnu — að gefa og gleðja um leið og leitað var eftir svölun af skálda vörum. Þannig var hin vitra höfðingskona. Ég benti henni á bókina. Hún hló og sagði: „Já, ég er með bók, en til hvers er það vina mín, nú man ég ekkert, er sjálfsagt alltaf að lesa sömu síðuna. Ég bíð bara eftir kalli og bið Guð um það á hverjum degi. Þetta óumflýj- anlega kall kom. Hún hvarf á fund horfinna vina níutíu og fimm ára — konan, sem bar byggð sinni bezt vitni, var sterk og traust. í hjartanu bar hún sár eftir þunga harma, en hún leitaði ekki til okkar mannanna þeirra vegna, heldur fól þeim föður allt, er nú tók í hönd hennar og leiddi hana til þess ljósa lands þar er enginn skuggi býr. Með þakklátum hug. Guðrún Jakobsdúttir. 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.