Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Side 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Side 7
samferðafólki í þessari nýju spönsku Iest, sem haltraði og skokkaðist á sporinu, svo að ég hafði aldrei fundið neitt því h'kt fyrr. En sætin voru dúnmjúk með tvöföldum púð- um og það dró heldur úr skakstrinum á skrokknum. — Þegar við komum suður fyrir Pyreneafjöllin var sem við værum komin í annan heim, sólin umvafði okkur svo fast með sínum ylríku geislum. — Sunnan í hlíðum fjallanna voru tjaldborgir og sýndist það ekki myndi amalegt að sóla sig þar og njóta sumarsins. — En þama var ströndin klettótt og virtist ekki aðgengileg, nema á stöku stað í vikum og skörðum. — Lestin þræddi leið sína meðfram ströndinni og á nokkrum stöðum smó hún gegnum stutt göng, þar sem klettaranar gengu ósveigjanlegir í sjó fram. Þama trúi ég að sé hin rómaða strönd Costa-Brava. Ströndin fer þó brátt að lækka og breiða úr sér á pört- um og fómm við gegnum hvern baðstaðinn öðrum að- gengilegri, til dæmis San Pálo á Costa-Brava. Sunnan við Brava-ströndina tekur Lcvantina ströndin við (Costa Levantina) og er þar hver baðstaðurinn af öðrum alla leið til Barcelona. Eg var búin að sjá svo marga, sem mér leizt vel á, að ég var hálfgcrt að hugsa um að fara aftur norður á ströndina, þegar ég væri búin að spóka mig lítið eitt í Barcelona. Um klukkan 12 kom lestin til Barcelona. Ég flýtti mér nú hægt og leit vel í kringum mig, ef verða mætti að ég sæi eða heyrði eitthvað, sem benti mér á góðan verustað. Ég skipti 5 <£ í bankanum og talaði þar næst við stúlku í upplýsingaskrifstofunni. Hún sagði að vel gæti komið til mála að ég gæti fengið herbergi í einhverju hótelinu þama hinum megin við götuna. Ég var búin að komast í tæri við einn liótelagent, sem kom á vit okkar, er komum með lestinni, að spyrja um hvort þar væri ekki einhver, sem vantaði herbergi, en þar var þá enginn nema ég, sem svo var ástatt fyrir. En þegar ég heyrði um verðið, 350 peseta, þá stakk ég hann af í mannþrönginni, því hann gerði sig líklegan til að elta mig. Ég hafði mestan áhuga fyrir herbergi, þar sem ég væri ekki frekar bundin við fæði. Nú arka ég af stað yfir götuna, sem er ein mcsta umferðargata borgarinnar, þar hljóðnaði umferðarysinn aldrei, hvorki á nóttu eða degi. Ég byrjaði að húsvitja hótelin, en hvergi reyndist vera til pláss fyrir mig. Líklega hefur mér þá sézt yfir það eina, sem mér var ætlaður staður á. Ég varð dálítið heit og sveitt að bisa aftur og fram með dótið mitt ber- andi. Mér lá heldur ekki neitt á, þar sem allur eftirmið- dagurinn var framundan, svo að ég ákvað að setjast að á einu gangstéttar veitingahúsinu og hressa mig á sóda- vatni, sem er aðaldrykkur almúgans. Kom ég þá auga á mann klæddan einhvcrjum fagbúningi hrcinum og þokka- legum, hann sat þarna við eitt borðið ásamt fleirum og drakk sódavatn. Mér leizt svo vel á hann og það var eins og því væri stungið að mér, að þarna væri maður, sem ég gæti treyst og mundi vilja hjálpa mér. Ég settist þá við næsta borð beint á móti honum. Mér varð ekki til skammar með hugboð mitt, því einmitt þessi maður fór strax að grcnnslast eftir, hvaðan ég kæmi og hvers mér væri vant, þótt hann talaði aðeins spönsku, þá gat ég samt látið hann skilja, að ég væri að koma beina leið frá fslandi með lest gegnum London, París og að mig vantaði nú rúm til þess að geta sofið og hvflt mig. Hann fékk strax áhuga á að taka málið að sér og þegar ég hafði rennt niður vatninu mínu, tók hann töskuna mína í hönd sér og hóf að leita fyrir sér um húsnæði handa mér. Hann lenti fyrst á þeim stöðum þar sem ég var búin að leita fyrir mér og hann fékk alveg sömu svör og ég. Loks fór hann með mig upp á aðra hæð í einu hótelinu, þar hittum við fyrir mikið göfugmannlegan roskinn mann. Förunautur minn byrjaði nú strax að heita á hann, að láta mig fá herbergi, því að ég væri svo langt að komin, að ég yrði að fá að sofa tafarlaust. Gestgjafinn sagði, að hann hefði aðeins tvöfalt rúm og mætti ég fá það, ef ég vildi borga það,. Ég vildi fá að heyra hvað það væri mikið, það reyndist þá vera 70 pesetar. Gott hefði mér þótt í London og ég gekk glöð að kaupunum, þetta var ekki einn fjórði af því, sem ég liafði mátt borga þar. Það sem ég fékk til baka úr 100 pesetum, rétti ég að hjálparhellu minni og varð hann glaður við, en ég sá að gestgjafa mínum þótti nóg um ag skipaði hann honum að bera þó dótið mitt upp, sem hann gerði fúslega. Þetta var lítið ekki ósnoturt herbergi með glugga út að mcstu hávaðagötunni. En það gerði mér ekki neitt til, ég svaf þar eins og engill þær 4 nætur, sem ég gisti Barce- lona. Barcelona er indæl borg og fólkið fannst mér líkast því, sem það væru himinfallnar verur, einkum þó karlmcnn- irnir. Mér var alls staðar tekið með vinsemd og fögnuði, þar sem ég var komin alein alla leið norðan úr Dumbs- hafi að sækja mér sólskin, sem Guð hafði gefið þeim í svo ríkum mæli, að þeir gátu vel séð af ofurlitlu handa kulda- stráum norðan að. En það sannast á Spánverjum, sem góða fólkið sagði í mínu ungdæmi, að það yrði alltaf drýgst, sem margir fengju af. Þeir brostu þess sætara, þess meira sem ég gleypti af sólskininu þeirra. Ég hafði aldrei fundið eins sárt til eins og nú, hvílíkur skuggi Spánverjavígin voru á þjóðarsál íslendinga og ég var oft eins og stungin í hjartað, þegar ég hugsaði til þeirra þær vikur, sem ég umgekkst þetta hugljúfa fólk. Ég lifði svo ódýrt í Barcelona, að ég hefði vel getað dregið þar fram lífið til jóla, með mína peninga. En ég mátti ckki láta það eftir mér, þar sem ég fór cinmitt til þess að styrkja auman og lemstraðan skrokk í sjónum. Ég varð að kveðja þann dásamlega dýragarð og listasöfn, sem voru rétt snertispöl þaðan, sem ég átti heima. Þá þótti mér unaðslegt að vera við messu í Dómkirkjunni, er var sú einasta kirkja, sem ég fann í borginni. Það var eins og yfirnáttúrlegt að heyra, hvernig einn prestur og orgelið fylltu þessa háu hvelfingu með unaðslegum tónum. Presturinn stóð rétt framan við altarið og söng með upp- lyftum höndum. Ég gat ekki gert mér grein fyrir hvort það var presturinn, sem stjórnaði músíkinni eða þá að orgelhljómurinn stjómaði handahreyfingum hans, en sam- ræmið var unaðslegt. Þessi syngjandi messa fór fram í aðalrúmi kirkjunnar á sunnudegi fyrir troðfullu húsi, en svo var líka önnur minni kapclla, þar sem ég held að Iíka hafi verið messað alla daga, en það var hljóð messa, sem cndaði með brotningu brauðsins. Þessi syngjandi stóra messa endaði einnig með kvöldmáltíðarsakramentinu. Ég spurði stúlku á ferðaskrifstofunni, hvert mér væri bezt að fara út á ströndina og hún vísaði mér til Sitges, sagði að það væri víst mjög skemmtilegur bær. Líka fékk Framh. á 10. síðu. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.