Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 240. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF HÖFUM BRUGÐIST Í FJÁRMÁLAUPPELDINU «STÆRSTI ORGELKVARTETTINN Apparat trekkir upp með tónleikum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÓPUR norskra fjárfesta undir for- ystu Endre Røsjø vill setja 20 millj- arða íslenskra króna í langtímafjár- festingu í íslensku atvinnulífi. Hefur Røsjø fundað með fulltrúum lífeyris- sjóðanna með það fyrir augum að stofna sérstakan fjárfestingarsjóð sem yrði samvinnuverkefni lífeyris- sjóða og Norðmannanna. Hugmyndin er að lífeyrissjóðirnir setji 20 millj- arða á móti framlagi norsku fjárfest- anna. „Svein Harald Øygard, þáverandi seðlabankastjóri, bauð mér hingað í apríl. Ætlun hans var að leiða saman fjárfesta til að koma að fjárfestingu í íslenskum fyrirtækjum og stuðla að endurreisn íslensks efnahagslífs,“ segir Røsjø, sem hefur áratuga- reynslu af fjárfestingum og hefur komið víða við á löngum ferli. Nauðsynlegt, erlent fjármagn Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sat í gær fund með Røsjø, fulltrúum tveggja stórra lífeyrissjóða, ásamt Øygard og Ingjald Ørbeck Sørheim, sem er norskur lögfræðingur og frammámaður í norska Verkamanna- flokknum. „Við teljum að það sé mjög áhugavert að ná samvinnu við Norð- mennina um aðkomu þeirra að end- urreisnarstarfinu enda nauðsynlegt að fá erlent fjármagn inn í landið, ekki síst frá vinum okkar á Norðurlönd- unum,“ segir Hrafn. Røsjø er sjálfur að íhuga alvarlega að leggja MP banka til 50-60 milljónir nkr. í formi nýs hlutafjár, sem jafn- gildir 1-1,2 milljörðum íslenskra króna. Hann segist deila gildum með eigendum bankans sem hafi farið út í fjárfestingu á ríkisskuldabréfum snemma á síðasta ári og þannig tryggt mjúka lendingu í bankahruninu. Norðmenn vilja setja tugi milljarða í endurreisnina  Á Íslandi í boði Svein Harald Øygard  Hafa fundað með lífeyrissjóðunum og vilja stofna sérstakan fjárfestingarsjóð  Með langtímafjárfestingu í huga Í HNOTSKURN »Røsjø segist líta á sjálfansig sem varfærinn, íhalds- saman bankamann. »Forsenda fyrir fjárfest-ingu hans og viðskipta- félaga hans hér á landi er að hún verði gerð í samstarfi við trausta, íslenska aðila.  Norskir fjárfestar | 20 LANDSBYGGÐIN virðist í fínum málum fyrir seinni helming Bikarsins í golfi þar sem sveitir frá landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu eigast við. Eftir fjórleikinn og fjórmenninginn í gær hefur landsbyggðin 9 vinninga gegn 3 vinningum höfuðborgarsvæðisins. Í dag verður keppt í tvímenningi og eru tólf vinningar í boði. Hér fylgjast Guðmundur Á. Kristjánsson og Andri Þ. Björnsson með pútti frá landsbyggðinni. | Íþróttir LANDSBYGGÐIN Í GÓÐUM MÁLUM Í GOLFINU Morgunblaðið/Kristinn  LESBÓKIN í dag er að mestu helguð Bókmenntahátíð í Reykja- vík og rætt er við rithöfunda sem fram koma á hátíðinni. Pakistanski rithöfundurinn Tar- iq Ali segir að þótt ofgnóttarskeið kapítalismans sé á enda, sé það ákveðinn vandi að vinstrimenn séu pólitískt gjaldþrota, hafi ekkert fram að færa og engar lausnir á fjármálakreppunni. Keníski rithöfundurinn Ngui wa Thiong’o segir að ekki skipti máli hve margir eða fáir tali tiltekið mál, það eigi sér alltaf sinn tilvistarrétt, enda sé tungumál lager þekkingar og reynslu. » Lesbók Lesbók helguð Bók- menntahátíð í Reykjavík  ÞORSTEINN Pálsson segir að- ildarumsókn Ís- lands að Evrópu- sambandinu vera í uppnámi. „Enn hefur ekki verið gerð alvörutil- raun til þess að fá stjórnarand- stöðuflokkana með í þetta ferli. Það þarf breiðan pólitískan bakgrunn og breitt pólitískt bakland eigi að ljúka málinu þannig að þjóðin fái samning sem hún getur fellt sig við,“ segir Þorsteinn. Hann telur utanríkisráðherra vilja breiða sam- stöðu um málið en segir formenn stjórnarflokkanna hafa sýnt þeim áherslum lítinn skilning. Málið gæti því lent í blindgötu. »24 Segir aðildarumsókn að ESB vera í uppnámi  VERIÐ að kanna þann möguleika að nýtt fangelsi verði reist af einka- aðilum á höfuðborgarsvæðinu og Fangelsismálastofnun leigi það til langs tíma, t.d. 30-40 ára. Fangels- ismálastofnun muni því ekki eiga húsnæðið, heldur reka það. Hugmyndin er sú að þarna verði pláss fyrir 40 fanga, fyrst og fremst gæsluvarðhaldsfanga og fanga í skammtímaafplánun. Verði þetta að veruleika verður framkvæmdin boðin út. Fangelsi landsins eru yf- irfull og 234 einstaklingar bíða af- plánunar. »28 Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi – Línurnar í lag! L&L Þú leggur línurnar Létt & laggott!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.