Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Jón Pétur Jónsson og Björn Jóhann Björnsson FLÓAHREPPI var óheimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar við skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar í Neðri-Þjórsá, samkvæmt úrskurði samgönguráðuneytisins. Skeiða- og Gnúpverjahreppur gerði einnig sams konar samning við Landsvirkjun, eins og fram hefur komið í fréttum, og tal- ið er líklegt að þessi sveitarfélög verði að endurgreiða Landsvirkjun þann kostnað sem um ræðir. Hjá Flóa- hreppi gætu þetta verið um 6,5 millj- ónir króna og hátt í ellefu milljónir hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vegna úrskurðarins ákvað um- hverfisráðherra í gær að kalla eftir frekari upplýsingum um skipulagstil- lögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem ráðherra hefur til skoðunar. Úrskurðurinn er kveðinn upp vegna stjórnsýslukæru íbúa í Flóa- hreppi þar sem þess var krafist að samkomulag sveitarstjórnar við Landsvirkjun frá árinu 2007 yrði ógilt og til vara að samkomulagið yrði lýst ólögmætt. Ráðuneytið telur sam- komulagið lögmætt, með þeirri und- antekningu er snýr að kostnaði. Landsvirkjun hafi ekki verið heimilt samkvæmt skipulags- og byggingar- lögum að bera allan kostnað af gerð deili- og aðalskipulags á virkjunar- svæðinu, ásamt tilheyrandi greinar- gerðum vegna skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfis. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir niðurstöðu sam- gönguráðuneytisins koma sér á óvart. Hann var síðdegis í gær ekki búinn að kynna sér úrskurðinn ná- kvæmlega og átti eftir að ráðfæra sig við lögfræðing hreppsins. Hann segir ráðuneytið klárlega hafa tekið u-beygju í málinu og komið með nýja túlkun á gildandi lögum. Aðalsteinn segir aðalskipulags- vinnuna hjá Flóahreppi ekki frá- gengna. Hún hafi snúist um meira en Urriðafossvirkjun og Landsvirkjun aðeins innt af hendi hluta af tilfall- andi kostnaði. Hreppurinn hafi einn- ig fengið framlög úr skipulagssjóði, eins og honum ber samkvæmt skipu- lags- og byggingarlögum, en við breytingar á aðalskipulagi geti sveit- arfélagið fengið greiddan allt að helming kostnaðar úr skipulagssjóði, sem er í umsjá Skipulagsstofnunar. Ólögmætar greiðslur Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gætu þurft að endurgreiða Lands- virkjun milljónir í kjölfar úrskurðar samgönguráðuneytisins um skipulagsmál » Landsvirkjun mátti ekki bera allan kostnaðinn » Ný túlkun á lögunum, segir oddviti Flóahrepps » Flóahreppur gæti þurft að skila 6,5 milljónum » Umhverfisráðherra kallar eftir upplýsingum ÞEIR eru glaðir drengirnir á leið í fótbolta, þar sem þeir koma upp úr ræsi sem liggur undir Vesturlandsveginn, nálægt Klébergsskóla á Kjalarnesi. Vegagerðin greip til þess ráðs að fá heimamann til að smíða trégólf í ræsið og laga aðkomuna í því skyni að auka öryggi skólabarna. Þetta er bráðabirgðalausn og nú er verið að ljúka hönnun á upplýstum undirgöngum, sem munu koma þarna skammt frá. sisi@mbl.is KJALNESINGAR HAFA FENGIÐ „UNDIRGÖNG“ Morgunblaðið/RAX SKJÁREINN mun síðar í þessum mánuði hefja útsendingar á fréttum í sjónvarpi sem unnar eru af Morg- unblaðinu. Fréttirnar verða sýndar kl. 18.50 og endursýndar kl. 21.50 alla virka daga. „Fréttir Morgunblaðsins, bæði í blaðinu og á mbl.is, njóta yfirburða- trausts í þjóðfélaginu og það eru mikil verðmæti fólgin í þeirri vinnu sem þar er búið að vinna,“ segir Ósk- ar Magnússon, útgefandi Morg- unblaðsins. Bendir hann á að fréttir séu mjög vinsælt efni á öðrum sjón- varpsstöðvum. „Við væntum þess að auglýsendur hafi áhuga á að tengjast þessum útsendingum og að það geti skilað arði. Þannig má segja að við séum að reyna að renna fleiri stoðum undir rekstur Árvakurs án þess að leggja í umtalsverðan kostnað við það,“ segir Óskar. „Við teljum að fréttir Morgun- blaðsins eigi erindi í sjónvarpið. Með þessum samstarfssamningi erum við að láta reyna á nýjar leiðir í íslensku sjónvarpi. Við höfum þau markmið að leiðarljósi að þetta sé verkefni sem skili viðskiptalegum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin,“ segir Sigríð- ur Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skjá miðla. Að sögn Sigríðar er hér um tilraun að ræða sem til að byrja með verður metin vikulega en síðan mánaðarlega. Seg- ir hún rafrænar sjónvarpsáhorfs- mælingar gera það að verkum að viðtökur áhorfenda ættu að liggja mjög fljótlega fyrir. silja@mbl.is „Láta reyna á nýjar leiðir í íslensku sjónvarpi“ SkjárEinn sendir út sjónvarpsfréttir Morgunblaðsins Sigríður Margrét Oddsdóttir Óskar Magnússon VIÐ fögnum því ef fundin verður leið til þess að ríkið komi að greiðslu kostn- aðar við skipu- lagsvinnu, en fögnum því ekki ef lítil sveitar- félög verða látin borga brúsann,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um úrskurð sam- gönguráðuneytisins. Hann segir Landsvirkjun hafa gert þessa samninga til að tryggja að sveitar- félögin séu jafnsett, og þau þurfi ekki leggja í kostnað vegna breyt- inga á skipulagi einvörðungu vegna mannvirkja á vegum Landsvirkj- unar. Að öðru leyti beri að fagna lögmæti samningsins og nú geti nýtt aðalskipulag Flóahrepps, sem geri ráð fyrir Urriðafossvirkjun, hlotið staðfestingu umhverfisráðu- neytisins. bjb@mbl.is Fagnaðarefni ef rík- ið vill borga kostnað Þorsteinn Hilmarsson SHÍ mótmælir niðurskurði „VIÐ ERUM mjög ósátt við þetta og sérstaklega núna þegar er gíf- urleg fjölgun í Háskólanum,“ seg- ir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, um boðaðan niðurskurð til Háskóla Íslands. „Stjórnvöld eru einmitt að beina atvinnulausu fólki í Háskólann og þá er mjög óeðlilegt að skera nið- ur í stað þess að veita meira fjár- magni til háskólastarfseminnar.“ Í ályktun sem Stúdentaráð sendi frá sér í gær segir að nið- urskurðurinn muni koma hart niður á háskólasamfélaginu og fela í sér verulega skerta þjón- ustu og lakari menntun. „Það er ógjörningur að mennta þá tæp- lega 15.000 stúdenta sem nú eru skráðir til náms í Háskólann ef þeim fylgir ekkert fjármagn frá ríkinu,“ segir í ályktuninni og er Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hvött til að endur- skoða ákvörðunina. ben@mbl.is ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 MIKLAR sviptingar áttu sér stað í fjórðu umferð Íslandsmótsins í skák í gærkvöldi. Tveir efstu keppendur mótsins, þeir Henrik Danielsen og Jón Viktor Gunnarsson, töpuðu báðir. Henrik fyrir Braga Þorfinns- syni og Jón Viktor fyrir Guðmundi Gíslasyni. Henrik, Guðmundur og Bragi eru nú efstir með 3 vinninga. Henrik, Guðmundur og Bragi efstir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.