Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
STAÐA mín er
óbreytt hvað sem
verður,“ segir
Guðjón Arnar
Kristjánsson,
formaður Frjáls-
lynda flokksins.
Eins og skýrt var
frá í vikunni hef-
ur landbúnaðar-
og sjávarútvegs-
ráðherra fengið
Guðjón til starfa í ráðuneyti sínu til
að sinna undirbúningi breytinga á
fiskveiðilöggjöf.
Frjálslyndi flokkurinnn galt af-
hroð og fékk engan mann kjörinn í
alþingiskosningum í apríl. Flokk-
urinn er þó áfram starfandi og hafa
stofnanir hans og félög sent frá sér
ályktanir og gagnrýni á mál, meðal
annars um aðgerðir ríkisstjórnar-
innar á hverjum tíma.
Guðjón Arnar telur það ekki
hefta sig sem formann í stjórn-
málaflokki þó hann hafi ráðið sig til
trúnaðarstarfa í ráðuneyti. Fjöldi
starfsmanna Stjórnarráðs Íslands
sé flokksbundinn, hafi gegnt póli-
tískum trúnaðarstörfum en eigi að
síður gagnrýnt menn og málefni
eftir atvikum.
„Ég mun ekki blanda mínum við-
horfum inn í þau störf sem mér
verða falin í ráðuneytinu. Ég er
áfram formaður Frjálslynda flokks-
ins en verði ýfingar vegna þess
verður gert út um mál með um-
ræðum eins og gerist í lýðræðis-
legum flokki. Enginn er eilífur og
við höfum auðvitað varaformann,“
segir Guðjón Arnar. sbs@mbl.is
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Telur starfið ekki
hefta sig í embætti
formannsins
MEÐ nýrri sókn ætla stjórnendur
Íslenska gámafélagsins að skapa
200 störf á næstu þremur árum.
„Græni geirinn er í sókn og nú
hyggjumst við fjölga starfsmönnum
okkar um helming,“ segir Jón Þórir
Frantzson framkvæmdastjóri.
Haldið er upp á tíu ára afmæli fyr-
irtækisins um helgina.
Verkstæði fyrir tvinnbíla
Stjórnendur Íslenska gáma-
félagsins og Líforku undirrituðu
fyrir nokkrum dögum samninga um
kaup á allri framleiðslu síðarnefnda
fyrirtækisins á lífdísil næsta árið.
Í flota Íslenska gámafélagsins
eru um 500 bílar og ökutæki og er
stöðugt stærri hluti þeirra knúinn
lífdísil, sem unninn er til dæmis úr
steikingarolíu, slori og dýrafitu.
„Við eigum mikla auðlind. Ef rétt
er á málum haldið má knýja annan
hvern bíl á Íslandi með innlendum
orkugjöfum eins og lífdísil eða met-
angasi. Tíminn vinnur með okkur
og nú stefnum við að því að koma á
laggirnar hér í Gufunesi verkstæði
þar sem bílum er breytt og í þá
settar tvinnvélar; sem nýta met-
angas en nota hefðbundna orku-
gjafa eins og bensín sem aukagetu.
Á þessu verkstæði fá 50 manns at-
vinnu,“ segir Jón Þórir og bætir við
að með vinnslu á lífdísil dragi úr
urðun og umhverfisspjöll verði
minni en ella væri.
Tvöfalda tekjurnar
Í sorphirðu víða um land gildir
nú svonefnt þriggja tunna kerfi.
Þar er uppleggið að heimili flokki
sorp í þrjár tunnur, þar sem ein er
fyrir endurvinnanleg efni, sú næsta
fyrir matarleifar og sú þriðja fyrir
efni sem ekki eru endurnýtanleg. Í
dag er þessi háttur hafður á í
Stykkishólmi, Skaftárhreppi, Flóa-
hreppi og á Nónhæð í Kópavogi svo
nokkrir staðir séu nefndir. Fleiri
byggðir, svo sem Fljótsdalshérað
og Fjallabyggð bætast í hópinn á
næstunni.
„Flokkun gerir okkur kleift að
vinna úr sorpinu og skapa úr því
verðmæti og fjölda nýrra starfa,“
segir Jón Þórir Frantzson. Hann
bendir á að járn sem fellur til sé í
dag gjarnan flutt út til Bretlands
og endurunnið þar, pappír og
mjólkurfernur fara til Svíþjóðar og
svo má áfram telja. Í dag skili þessi
starfsemi fyrirtækinu um 150 til
200 millj. kr. í gjaldeyristekjur og
þær séu hægt að tvöfalda á fáum
árum. sbs@mbl.is
Flokka sorp og breyta bílum
Íslenska gámafélagið í sókn Nýta
auðlindir og ætla að skapa 200 ný störf
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdastjórinn Jón Þórir Frantzson hjá Íslenska gámafélaginu segir
græna geirann vera í sókn, bæði bílamenninguna og endurvinnslu á sorpi.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti
í gær slasaða konu að Gígjökli við
Lónið á Þórsmerkurleið eftir að
hún fékk grjót í höfuðið og hlaut
talsverða áverka. Var talið að hún
væri höfuðkúpubrotin.
Konan, sem er 26 ára Breti, var í
skoðunarferð í hópi háskólanema í
jarðfræði. Var fólkið að tína grjót
til að skoða en slysið varð þegar
einn úr hópnum henti grjóti sem
lenti á höfðinu á henni. Að sögn lög-
reglunnar á Hvolsvelli var um
óviljaverk að ræða.
Var björgunarsveitin Dagrenn-
ing á Hvolsvelli kölluð til ásamt lög-
reglu og þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar og gekk greiðlega að koma
konunni af slysstað að sögn lög-
reglu.
Konan var flutt á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi með þyrl-
unni. Að sögn læknis þar reyndist
konan óbrotin og ekki hættulega
slösuð. Fékk hún að fara heim af
spítalanum í gær.
ben@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Við vaðið Gígjökull er við Lónið
sem ekið er yfir á leið í Þórsmörk.
Fékk grjót
í höfuðið við
Gígjökul
Þyrla sótti 26 ára
breska konu í gær
„VIÐ hvetjum alla til að kíkja í kaffi og vöfflur í
dag og styrkja krakkana í leiðinni,“ segir Guð-
mundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari sund-
deildar KR og íþróttafræðingur. Krakkarnir í
sunddeild KR, sem eru á aldrinum 11-18 ára,
hófu síðdegis í gær sólarhringsmaraþonsund í
formi boðsunds. Að sögn Guðmundar er mark-
miðið að synda alls um 90 km og safna þannig
áheitum svo hópurinn geti nk. vor farið í æf-
ingabúðir til Flórída. Spurður hvort ekki verði
erfitt fyrir krakkana að halda sér vakandi í heil-
an sólarhring svarar Guðmundur því neitandi og
segir líklegast að adrenalínið muni sjá til þess.
„Hins vegar er við því að búast að þeir komi til
með að sofa vel og lengi á eftir, því svona boð-
sund tekur verulega á.“ Þeim sem vilja styrkja
hópinn er bent á reikninginn: 0101-26-94700 en
kennitalan er: 66191-1209. silja@mbl.is
Maraþonsund í Vesturbæjarlauginni til að safna fyrir æfingabúðum
Morgunblaðið/Kristinn
„Munu sofa vel og lengi á eftir“
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
SKÓVERSLANIRNAR Steinar Waage, Skór.is
og Ecco hafa verið keyptar út úr eignarhaldsfélag-
inu Sporbaugi og færðar undir nýja kennitölu. Eft-
ir stendur fjárfestingarskuld í gamla fyrirtækinu.
Eigendur Sporbaugs eru skv. fyrirtækjaskrá
fyrirtækið SevenMiles ehf. sem á 38% hlut. Aðrir
hluthafar eru að sögn Péturs Halldórssonar fram-
kvæmdastjóra meira og minna gjaldþrota, s.s.
Milestone, Vægi og Shoelife. „Búðirnar voru
keyptar út úr félaginu og það verður bara ein fjár-
festingarskuld eftir,“ segir Pétur en vill ekki gefa
upp upphæð skuldarinnar sem Sparisjóðabanki Ís-
lands á. Um sé að ræða „töluverða peninga“.
„Félagið sem átti þetta er mjög skuldsett og með
erlend lán. Það er búið að reyna að semja við bank-
ana í sjö mánuði án árangurs. Þarna eru 70-100
störf í hættu og engin svör sem fengust þannig að
það komu bara nýir fjárfestar að þessu.“
Að hluta með samþykki kröfuhafa
Hann vill ekki segja hverjir hinir nýju eigendur
séu en undirstrikar að þeir séu ekki hinir sömu og
standa að Sporbaugi. Inntur eftir því hvort kaupin
hafi verið gerð með vitund og samþykki kröfuhafa,
segir hann svo vera að hluta. „Lagerinn er veðsett-
ur hjá Byr og þetta er í góðu samkomulagi við þá en
innréttingar og slíkt var keypt út.“
Steinar Waage, Skór.is og
Ecco undir nýja kennitölu
Fjárfestingarskuld hjá Sparisjóðabanka Íslands eftir í gamla eignarhaldsfélaginu
Í HNOTSKURN
»Pétur segir að ekki hafi verið greittfyrir nöfn verslananna, enda hafi við-
skiptavild verið afskrifuð auk þess sem
nöfnin hafi ekki verið skráð sem einkaleyfi.
»Sporbaugur rak einnig skóbúðina Val-miki en sú verslun hætti rekstri í des-
ember síðastliðnum.
»Verslanirnar eru í Kringlunni, Smára-lind og á Laugavegi.