Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur
sibb@mbl.is
Í OKTÓBER verður byrjað að bólu-
setja þá hópa sem viðkvæmastir eru
fyrir svínaflensu. Einnig verður tek-
ið tillit til þess hvaða hópar þurfa
helst að vera starfhæfir til að halda
þjóðfélaginu gangandi.
Fram kom á blaðamannafundi
sóttvarnalæknis og almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra í gær að
það væri nú í höndum heilsugæslu-
stöðva, sjálfstætt starfandi lækna og
sjúkrahúsa að undirbúa bólusetn-
ingu fyrsta markhóps með því að
hafa uppi á þeim sjúklingum sem til-
heyra þeim hópi. Fólk sem telur sig
vera í þeim hópi er einnig hvatt til að
hafa samband við sinn lækni.
Gert er ráð fyrir að fyrsti mark-
hópur verði bólusettur fyrstu þrjár
vikurnar í október.
Vægar aukaverkanir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
sagði á fundinum að svo virtist sem
væg veikindi fylgdu oft bólusetningu
með nýja bóluefninu. Um væri að
ræða svipuð einkenni og fylgdu bólu-
setningu gegn hefðbundinni flensu.
Þá sagði hann það alltaf matsatriði
hvort bólusetja ætti viðkvæma hópa
eins og þungaðar konur. Bóluefnið
hefði hins vegar verið prófað á rúm-
lega 40 þúsund einstaklingum og
ekkert benti til þess að það skaðaði
þungaðar konur eða fóstur. Þar sem
flensan virtist leggjast þungt á þenn-
an hóp væri því talið ráðlegt að bólu-
setja hann.
Ekki er gert ráð fyrir umfangs-
miklum vinnuforföllum einstaklinga
vegna bólusetningarinnar.
Viðbragðsáætlanir mikilvægar
Vísbendingar eru um að heldur
hafi dregið úr útbreiðslu flensunnar
hér á landi en það kemur þó ekki
endanlega í ljós fyrr en á næstu vik-
um.
Slíkt væri þá í samræmi við þróun
faraldursins á suðurhveli jarðar, þar
sem flensan kom fyrst upp.
Haraldur sagði að gott væri ef svo
væri og að bólusetning gæti farið
fram á meðan faraldurinn væri í
lægð, áður en hugsanleg vetrar-
bylgja hans skellur á. Ómögulegt
væri hins vegar að spá því hver þró-
unin yrði og því væri mikilvægt að
hafa góðar viðbragðsáætlanir til að
vinna eftir. Vinna að þeim hefði
gengið vel og áætlanir væru víða til-
búnar.
Þá sagði hann þróun faraldursins
á suðurhveli síður en svo gefa til
kynna að óþarfi væri að grípa til
bólusetningar hér. Þótt það væri
dýrt gæti alvarlegur vetrarfaraldur
orðið mun dýrari fyrir þjóðfélagið.
Bólusett verð-
ur í lægðinni
Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson
Sóttvarnalæknir Haraldur Briem
kynnti fyrirhugaðar bólusetningar.
Stefnt er að því að byrjað verði
að bólusetja gegn svínaflensu
A(H1N1) í byrjun október. Bólu-
efnið kemur til landsins í fjórum
áföngum og er forgangsraðað
með tilliti til þess.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
STEFNU sína gegn Landsbankanum byggir
Syrktarsjóður hjartveikra barna á samningi
frá því í október 2005. Landsbankinn segir í
minnisblaði að ný fjárfestingarstefna hafi ver-
ið undirrituð í maí 2008. Stjórnarmenn sjóðs-
ins kannast hins vegar ekki við slíkt og krefj-
ast þess að sá samningur verði gerður opinber.
Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur far-
ið fram á það við lögmann sinn að hann óski
eftir því við Landsbankann að „meintur“
samningur frá því í maí 2008 verði lagður
fram, eins og Guðrún Pétursdóttir, formaður
sjóðsins, orðar það. Sjóðurinn hefur krafið
Landsbankann og Landsvaka um rúmlega 21
milljón króna þar sem bankinn hafi farið langt
út fyrir áhætturamma í fjárfestingum fyrir
sjóðinn.
Hún segir að enginn fulltrúa styrktarsjóðs-
ins á kynningarfundi í maí 2008 kannist við að
gerður hafi verið nýr samningur. Fulltrúar
sjóðsins á þessum kynningarfundi hafi auk
hennar verið stjórnarmennirnir Hallfríður
Kristinsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Irma
Sjöfn Óskarsdóttir og mögulega fleiri.
Á fundinum hafi verið farið yfir stöðu og
horfur og sýndar fjölmargar glærur en fulltrú-
ar sjóðsins hafi ítrekað að fjármuni sjóðsins
yrði að ávaxta með varúð frekar en hárri
ávöxtun. Í fjölmörgum tölvuskeytum á milli
sjóðsins og Landsbankans fyrir þennan fund
og eftir hann og fram yfir hrun sé hvergi
minnst á nýja fjárfestingarstefnu, hvað þá nýj-
an samning.
Engar athugasemdir gerðar
Í minnisblaði frá Landsbankanum kemur
fram að í lok maí 2008 hafi sjóðsstjórar eigna-
safnsins haldið fund með forsvarsmönnum
styrktarsjóðsins og farið ítarlega yfir samsetn-
ingu þess. Engar athugasemdir hafi verið
gerðar af hálfu stjórnar styrktarsjóðsins. Á
sama fundi hafi fjárfestingarstefnan verið end-
urskoðuð og ný undirrituð. Því hafi stjórn
sjóðsins verið vel kunnugt um fjárfestingar-
stefnuna.
Öruggasti fjárfestingarkosturinn
Í stefnu styrktarsjóðsins er vikið að þessum
fundi og segir þar að í bréfi frá Landsbank-
anum 23. desember 2008 „kemur meðal annars
fram að bankinn hafi litið svo á að Peningabréf
ISK hafi verið öruggasti fjárfestingarkost-
urinn sem í boði var á síðastliðnu ári. Er þar
einnig viðurkennt að á fundi forsvarsmanna
stefnanda og stefnda í maí 2008 hafi komið
fram skýr krafa af hálfu stefnanda að fjár-
munir hans mættu alls ekki við skerðingu.
Stefnandi byggir á því að það sé fráleitt og
óskiljanlegt að stefndi, Landsbanki Íslands hf.,
hafi litið svo á að fjárfesting í innlendum
skuldabéfasjóði þar sem undirliggjandi eignir
voru meðal annars skuldabéf útgefin af Stoð-
um hf., áður FL Group hf., Baugi Group hf.,
Samson eignarhaldsfélagi, Exista hf. og fleiri
félögum, hafi verið öruggasti fjárfesting-
arkosturinn.
Stefnandi byggir á því að þessi skilningur
stefnda sé hreinlega rangur og í ósamræmi við
þá fjárfestingarstefnu sem lögð var til grund-
vallar eignastýringarsamningi milli aðila.“
Meintur samningur verði lagður fram
Stjórnarmenn Styrktarsjóðs hjartveikra barna kannast ekki við nýjan fjárfestingarsamning
Landsbankinn segir að fjárfestingarstefnan hafi verið endurskoðuð og ný undirrituð
KÍNVERSKIR iðnaðarmenn eru byrjaðir að glerja Tónlistarhúsið í Reykja-
vík. Þetta er viðamikið verk því að ytra byrði hússins er að stórum hluta
gler. Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, segir
vinnunni miða vel áfram.
Ólafur Elíasson listamaður hannaði stuðlabergskassann sem umlykur
húsið. Glerið verður í mismunandi lit, en listamaðurinn er með því að kalla
fram áhrif sem erfitt er að lýsa með orðum. Vinna við þennan hluta hússins
hefst á næsta ári.
Segja má að það sem Kínverjarnir eru að gera núna sé auðveldasti hluti
þessa viðamikla verks, en þeir eru að glerja minni veggi sem ekki eru áber-
andi hluti hússins. Notað er hefðbundið gler.
36 Kínverjar vinna við að glerja húsið núna, en þeim fjölgar þegar vinna
við stuðlabergshjúpinn hefst. Bæði gler og stálprófílar, sem glerið hvílir í,
eru framleidd í Kína. Framleiðsla og uppsetning verksins er vandaverk og
því þótti nauðsynlegt að sá sem sér um framleiðslu glersins sæi einnig um
uppsetningu. egol@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Glerhjúpur settur
á Tónlistarhúsið
Glerja Tónlistarhúsið
ENN eru í gangi viðræður milli ís-
lenskra og brasilískra stjórnvalda
um samning um flutning dæmdra
manna á milli landanna. Ef af sam-
komulaginu verður eiga þeir Íslend-
ingar, sem eru í varðhaldi eða fang-
elsi í Brasilíu, möguleika á að ljúka
afplánun dómanna hér.
Sama samkomulag gefur íslensk-
um stjórnvöldum einnig færi á að
framselja mann til Brasilíu sem tek-
inn var nýlega í Leifsstöð með falsað
vegabréf. Var maðurinn um miðjan
ágúst sl. dæmdur í 30 daga fangelsi
fyrir skjalamisnotkun en hann
reyndist vera eftirlýstur í Brasilíu.
Samkvæmt upplýsingum úr dóms-
málaráðuneytinu liggur ekki fyrir
hvort búið er að dæma í máli Íslend-
ings sem handtekinn var á flugvelli í
Brasilíu sl. vor með sex kíló af kók-
aíni í fórum sínum. Alls munu um 16
Íslendingar vera í fangelsi eða varð-
haldi erlendis.
Fangar í Brasilíu
geti afplánað
dóma á Íslandi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
UM mánaðamótin voru greiddar
1.930.708.688 kr. í atvinnuleys-
isbætur vegna ágústmánaðar til
15.209 einstaklinga. Heildar-
greiðslur vegna júlímánaðar námu
hins vegar 1.877.951.543 kr. og var
fjöldi greiðsluþega þá 15.583.
Það sem af árinu hafa rúmlega
16,3 milljarðar verið greiddir í at-
vinnuleysisbætur. sisi@mbl.is
16,3 milljarðar í
atvinnuleysisbætur
OLÍUFÉLÖGIN
hafa lækkað verð
á bensíni og dísil-
olíu um eina
krónu á lítrann.
Eftir lækkun er
algengt verð á
bensínlítranum í
sjálfsafgreiðslu
nú 188,90 krónur
og á lítranum af
dísil 181,60 krón-
ur. Ástæða lækkunarinnar er lækk-
andi heimsmarkaðsverð.
Eldsneyti lækkar um
1 krónu á lítrann
Fylla Neytendur
fagna verðlækkun.
Hverjir verða fyrst bólusettir?
Í fyrsta markhópnum eru um sjötíu
þúsund manns en í honum eru þung-
aðar konur, heilbrigðisstarfsmenn,
sjúklingar með ákveðna undirliggj-
andi sjúkdóma, lögreglumenn,
slökkviliðsmenn og björgunarsveit-
armenn. Í öðrum markhópi verða
m.a. börn frá sex mánaða aldri til
átján ára en til stendur að skilgreina
þennan hóp betur síðar.
Hvað kostar bóluefnið?
Stjórnvöld hafa keypt 300.000
skammta af bóluefni sem koma
hingað til lands í fjórum jafnstórum
sendingum fram til áramóta.
Gert er ráð fyrir að bóluefnið kosti
um 370 milljónir íslenskra króna en
það fer þó eftir gengisþróuninni.
Þeir sem verða bólusettir munu ekki
þurfa að greiða fyrir bóluefnið.
S&S