Morgunblaðið - 05.09.2009, Side 16

Morgunblaðið - 05.09.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is STAÐA arkitekta er erfið eftir að kreppan skall á; lítið sem ekkert að gera við nýbyggingar en Valdimar Harðarson hjá ASK arkitektum hvet- ur til þess að menn noti tækifærið og líti sér nær en áður. Víða séu tæki- færi. „Staðan er einfaldlega sú að mark- aður fyrir nýbyggingar er frosinn. Það er búið að byggja mikið húsnæði, misjafnlega gott, og var farið ansi hratt í málin,“ sagði Valdimar í sam- tali við Morgunblaðið. „Nú er lag að menn horfi inn á við. Það hefur mikið verið rætt um miðbæinn í Reykjavík undanfarin ár, ekki síst að þar þurfi að koma risa- stórar einingar, en mér finnst tíma- bært að menn velti fyrir sér eldra húsnæði og smærra, nýtingu bak- svæðis og þess háttar. Að menn hugsi verkefni aðeins öðru vísi en áður og útfæri betur.“ Vel heppnaðar breytingar Valdimar talar af reynslu og nefnir nokkur dæmi. Fyrirtæki hans hefur t.d. unnið að breytingum á húsnæði Eymundsson í Austurstræti 18 og á Skólavörðustíg, í gamla Spron- húsinu, sem og verslun Pennans- Eymundssonar í gamla KEA-húsinu á Akureyri. Fyrir það fékk fyrirtækið einmitt Byggingalistaverðlaun Ak- ureyrarbæjar fyrr á árinu en Valdi- mar og Steinunn Guðmundsdóttir hönnuðu þær breytingar. „Húsið við Austurstræti 18 er gott dæmi um vel heppnaða breytingu,“ segir Valdimar. Húsið hafi hreinlega sprungið út eftir að byggt var aftan við það og tengt bakgarði til suðurs. Staðurinn sé nú gríðarlega vinsæll. Nýja verslunin við Skólavörðustíg hafi líka verið mjög vel sótt og sömu sögu sé að segja af verslun Pennans- Eymundssonar á Akureyri. „Fyrir norðan var í raun farið gegn öllum kenningum; kaffihúsið var fært á besta sölusvæðið og það hefur al- gjörlega hitt í mark,“ segir hann. Mjög hafi færst í vöxt að fólk njóti þess að geta verið á kaffihúsi og gluggað í blöð og bækur í leiðinni. „Öll þessi þrjú dæmi voru grand- skoðuð. Vel var farið í gegnum hug- myndafræðina og menn uppskera eins og þeir sá. Velgengni er ekki til- viljun.“ Mannlífið blómstrar ASK arkitektar hafa unnið að ýms- um stórum verkefnum undanfarin ár; við Smáralind og fleiri stórverslanir, fyrirtækið hefur unnið mikið fyrir N1, hannaði m.a. Staðarskálann nýja og hefur unnið að íþróttamannvirkjum. Áður en kreppan skall á voru 27 starfsmenn hjá ASK en eru nú 13. Einhverjir séu þegar farnir úr landi og hann segir slæmt ef þeir verði mjög margir. „Þá er hætta á að stof- urnar verði of litlar til að takast á við stór verkefni þegar þar að kemur. Nú er þörf á að skapa atvinnu og því nær- tækast að leita tækifæra í okkar næsta umhverfi með því að byggja upp í svipuðum anda og í þessum til- vikum sem ég nefndi. Þetta eru dæmi um verk sem gengið hafa upp, þar sem viðskipti hafa aukist til muna og mannlífið blómstrar,“ segir Valdimar Harðarson. Tímabært að huga að hinu smáa Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Frá opnun nýrrar verslunar Eymundssonar á Skólavörðustíg. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Hluta framhliðar gamla KEA-hússins var breytt verulega.  Kreppan hefur komið mjög illa við arkitekta  Nú er lag að líta sér nær og tækifærin eru næg, segir Valdimar Harðarson  Gott að huga nú að smærra húsnæði en áður og nýtingu baksvæða Í HNOTSKURN »ASK arkitektar fenguByggingalistaverðlaun Akureyrar í ár fyrir breyt- ingar á verslun Pennans- Eymundssonar við Hafn- arstræti. » „Mikið var byggt síðustuár og í sumum tilfellum farið ansi hratt í málin,“ seg- ir Valdimar Harðarson. „Vel heppnaðar, þaulhugsaðar breytingar styrkja mannlíf.“ „RANNSÓKNIR sýna að meiri- hluti para upplifir að gæði sam- bandsins dala með tilkomu barns,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjöl- skylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf. Hann stendur fyrir námskeiðinu Barnið komið heim sem er ætlað að hjálpa vænt- anlegum foreldrum og foreldrum barna allt að þriggja ára að öðlast nauðsynlega hæfileika til að takast á við þær breytingar sem verða í sam- böndum við tilkomu barns. Rannsóknir sýni að tilfinningalíf para sé hinn raunverulegi grunnur undir þroska barnsins. Óvild milli foreldra eða truflandi tilfinninga- samband foreldris við barn hafi var- anleg, neikvæð áhrif á tilfinninga- legan og vitsmunalegan þroska þess. „Það er óhugnanleg og sorgleg stað- reynd að takist foreldrum ekki að aðlagast foreldrahlutverkinu getur það haft langvarandi afleiðingar fyr- ir barnið.“ Hefur gefið góða raun Ólafur segir að síðan í nóvember hafi 120 pör sótt námskeiðið og sé góð þátttaka að þakka starfsfólki mæðra- og ungbarnaverndar og ánægðum þátttakendum. Hann seg- ir námskeiðið hafa gefið góða raun. „Stöðumat sem gert er eftir hvern tíma sýnir að þátttakendur voru mjög ánægðir og töldu gagnsemi námskeiðsins mjög mikla.“ Að sögn Ólafs hafa rannsakendur og meðferðaraðilar um áratugaskeið unnið út frá frá vitneskjunni um við- kæmni parsambandsins og mik- ilvægi fræðslu og tilfinningalegs stuðnings við fæðingu barns. Hann segir að höfundar námskeiðsins, sál- fræðingarnir og hjónin John og Julie Gottman, séu taldir helstu sérfræð- ingar á þessu sviði í öllum heiminum. Könnun hafi leitt í ljós að börn for- eldra sem hafi sótt námskeiðið brosi oftar og sé verkefnið hér heima litað af því. Stór, þverfaglegur hópur sem hafi unnið með ÓB ráðgjöf í rúm tvö ár sé afar spenntur fyrir að koma námskeiðinu af stað. Meiri samskipti milli kynslóða Ólafur segir að á Íslandi sé lægsta tíðni ungbarnadauða í heiminum og hér á landi séu meiri samskipti milli kynslóða en á hinum Norðurlönd- unum. „Námskeiðið styður okkur og styrkir sem þjóð í því sem við gerum vel,“ segir Ólafur og bendir á að for- eldrar geti fengið stuðning til að sækja námskeiðið frá stéttarfélagi sínu úr fræðslu-, sjúkra- eða styrkt- arsjóði. Í samvinnu við Moggaklúbbinn býðst áskrifendum Morgunblaðsins afsláttur af námskeiðsgjaldinu. Nán- ari upplýsingar má fá á barnid- komidheim.net. ylfa@mbl.is Sambönd dala við barneignir Fólki hjálpað að takast á við breytingar Ólafur Grétar Gunnarsson Morgunblaðið/G.Rúnar Ungabarn Samband margra for- eldra versnar við tilkomu barns. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag frá kr. 69.900 Frábær þriggja nátta helgarferð - síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Bjóðum frábær sértilboð á völdum hótelum á ótrúlegum kjörum. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Verð frá kr.69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Ilf ***. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000. Aukalega kr. 6.000 fyrir gistingu á Parkhotel Praha ****. Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000. Aukalega kr. 10.000 fyrir gistingu á Clarion Congress Centre ****. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Sértilboð 24. september. 24. - 27. september Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúleg sértilboð Ótrúlegt sértilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.