Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 22
Reuters Einmanalegt líf Þessi þriggja ára gamla stúlka, Matina Shakya, var útvalin Kumari-gyðja í Katmandú í október síðastliðnum. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞEGAR hún var barn var Rashmila Shakya dýrkuð sem „lifandi gyðja“ í Nepal eftir að hafa sannað hugrekki sitt fjögurra ára gömul með því að gráta ekki þegar hún sá höfuð fórn- ardýra. Shakya er nú 29 ára og eftir að hafa lengst af lifað í algerri ein- angrun í bernsku varð hún fyrsta fyrrverandi Kumari-gyðjan í Nepal til að ljúka háskólanámi. Hún starfar nú við forritun hjá tölvufyrirtæki. Hefð er fyrir því í Katmandú-dal að velja Kumari-gyðju úr röðum ungra stúlkna. Kumari þýðir „hrein mey“ og stúlkan sem verður fyrir valinu er álitin holdtekja gyðjunnar Taleju þar til hún byrjar að hafa tíð- ir. Þá er gyðjan talin fara úr líkama stúlkunnar og ný Kumari-gyðja er valin. Kumari-gyðjan þarf að vera með „flekklausan líkama, bringu eins og ljón og læri eins og hjartardýr“. Þótt stúlka full- nægi þessu skil- yrði er ekki víst að hún verði fyrir valinu, því hún mun einnig þurfa að sanna hug- rekki sitt með því að dvelja eina nótt í herbergi með höfðum fórnardýra án þess að gráta. Shakya var útvalin gyðja þegar hún var fjögurra ára og bjó í átta ár í lítilli höll í miðborg Katmandú. Hún segir að líf stúlkna í gyðjuhlutverk- inu sé ákaflega einmanalegt. Hún var í nær algerri einangrun í höllinni og fékk aðeins að fara út á hátíðisdögum þegar hún var höfð til sýnis í vagni sínum á götum Kat- mandú, með þykkan farða og í skrautbúningi. „Hindúaprestarnir tilbáðu mig á hverjum morgni og á daginn lék ég mér að dúkkum sem fólk gaf mér,“ sagði Shakya. „Þarna var sérstakt eldhús þar sem matur var eldaður handa mér sérstaklega og ég þurfti að borða ein. Stundum var mér leyft að sitja við gluggann og horfa á fólk- ið úti en mér fannst skrýtið að sjá fólkið og bílana fara framhjá.“ Shakya viðurkennir að það hafi verið erfitt að venjast lífi venjulegra kvenna eftir þetta einmanalega gyðjulíf. Hún er ógift og vonast til þess að ganga út en margar fyrrver- andi Kumari-gyðjur giftast aldrei vegna hindurvitna um að þeir sem kvænist þeim deyi ungir. Kumari-gyðjur eru enn valdar í þremur bæjum í Katmandú-dal en gyðjan í höfuðborginni nýtur mestr- ar virðingar. Konungar Nepals leit- uðu eftir blessun hennar á hverju ári og forseti landsins hefur haldið þeirri hefð. Erfitt að venjast því að vera ekki lengur gyðja Ungar stúlkur í Nepal dýrkaðar sem holdtekjur gyðju Rashmila Shakya 22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 FYRSTA vistheimilið fyrir netfíkla í Bandaríkjunum hefur nú verið stofnað í borginni Seattle og fíkl- arnir geta dvalið þar í allt að 45 daga í einu til að reyna að venja sig af fíkninni. Dvölin kostar rúmar 14.000 doll- ara, sem svarar 1,8 milljónum króna, og sex vistmenn geta dvalið þar í senn. Þeir fá ráðgjöf sérfræðinga í tölvu- og netfíkn og sálfræðilega meðferð, auk þess sem áhersla er lögð á hópefli, gönguferðir og lík- amsrækt. Meðferðarsérfræðingurinn Hil- arie Cash stofnaði vistheimilið eftir að hafa sérhæft sig í aðstoð við net- fíkla frá árinu 1994 þegar hún hjálp- aði manni sem hafði misst eiginkonu sína og tvö störf vegna fíknarinnar. Morgunblaðið/Golli Ánetjaðir Fíklarnir eru í allt að 16- 17 tíma á dag á netinu. Netfíklar fá vist- heimili Eru í allt að 45 daga að venja sig af netinu RÁÐHERRA ut- anríkismála á Ír- landi, Micheal Martin, varaði í gær við því að stjórnin myndi þurfa að berjast af miklum krafti til að tryggja að meirihluti kjós- enda samþykkti Lissabon-sáttmálann í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem fer fram í næsta mánuði. Í nýrri skoð- anakönnun sem var birt í gær í Irish Times sést að stuðningurinn hefur minnkað um átta prósentu- stig og mælist hann nú vera 46%. Um 29% eru á móti. Óákveðnum hefur fjölgað um sjö prósentustig, mælast nú vera 25%. Írar höfnuðu Lissabon-sáttmál- anum, sem kveður á um breytt skipulag og vinnulag í Evrópusam- bandinu, í þjóðaratkvæðagreiðslu 12. júní í fyrra. 53,4% kjósendanna greiddu þá atkvæði gegn honum. Öll ríki ESB þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti öðlast gildi. Írska stjórnin samþykkti að efna til annarrar atkvæðagreiðslu eftir að hafa knúið fram tilslakanir. Írar fá m.a. að halda sæti sínu í framkvæmdastjórninni. kjon@mbl.is Fleiri gegn Lissabon-sátt- málanum Micheal Martin ur verið borgarastyrjöld í nær tvo áratugi. Hér er bíll sem venjulega MENN nýta vel farartækin í Afr- íkuríkinu Sómalíu þar sem háð hef- flytur mjólk og annan varning til staða í höfuðborginni Mogadishu. Á LEIÐ Í BÆINN Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ALLT að 90 manns eru sagðir hafa fallið aðfaranótt föstudags að staðar- tíma þegar herþotur Atlantshafs- bandalagsins, NATO, gerðu loftárás í Kunduz-héraði á á tankbíla með elds- neyti. Talíbanar höfðu rænt vögnun- um. Fullyrt var að 40 hinna föllnu hefðu verið óbreyttir borgarar sem hefðu farið á staðinn til að ná sér í elds- neyti úr vögnunum. Sagði talsmaður þýska varnarmálaráðuneytisins í Berl- ín að þær frásagnir væru rangar en Þjóðverjar eru með nokkurt lið í Kun- duz. „Við teljum núna að yfir 50 upp- reisnarmenn hafi fallið,“ sagði tals- maðurinn, Christian Dienst. „Við álít- um ekki að neinir óbreyttir borgarar hafi fallið,“ bætti hann við. Um algerar „getgátur og áróður fjandmannanna“ væri að ræða þegar sagt væri að tugir óbreyttra borgara hefðu týnt lífi. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, hét því að fram færi vandleg rannsókn á sprengjurárás- inni. Efasemdir um stefnu NATO Efasemdir um stefnu ríkja Atlants- hafsbandalagsins og bandamanna þess í Afganistan fara nú vaxandi. Ekki hafa frásagnir af meintu kosn- ingasvindli Hamids Karzais og manna hans í forsetakosningunum nýverið dregið úr óánægjunni. Eric Joyce, einn nánasti samstarfsmaður varnar- málaráðherra Bretlands, Bob Ains- worths, sagði af sér embætti í vikunni og sakaði ráðamenn um að styðja ekki nógu vel við bakið á breskum her- mönnum í Afganistan. Kvartað hefur verið undan því að búnaður þeirra sé bæði lítill og stundum lélegur. Rúmlega 200 Bretar hafa fallið í landinu frá 2002, Þjóðverjar hafa misst 35 manns, þar af 18 í átökum. Joyce sagðist halda að breskur almenningur myndi ekki mikið lengur sætta sig við mannfallið. „Bretar berjast, Þjóðverj- ar borga, Frakkar reikna, Ítalir koma sér undan þessu,“ sagði Joyce. Tugir manna féllu í loftárás Þýska varnarmálaráðuneytið segir frásagnir um mikið mannfall í röðum óbreyttra borgara í árás NATO á tankbíla í Kunduz vera „getgátur og áróður“ Í HNOTSKURN »Þjóðverjar eru með um4.200 manns í Afganistan, þar af 900 í Kunduz. Sáralítið hefur verið um átök í Kunduz þar til fyrir fáeinum mán- uðum er kom til snarprar orr- ustu við talíbana. »Bandaríkjamenn hafalangfjölmennasta liðið í landinu. Auk þeirra hafa Bretar, Kanadamenn, Hol- lendingar og Danir sent lið til hættulegustu svæðanna, í suð- ur- og austurhluta landsins. Peking. AFP. | Sex ára gömul stúlka varð eftirlæti kínverskra fjölmiðla á fyrsta skóladegi sínum þegar hún kom sjónvarpsmanni í opna skjöldu með hreinskilnu svari við því hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. „Ég vil verða spilltur embætt- ismaður vegna þess að spilltir emb- ættismenn eiga svo marga hluti,“ svaraði stúlkan. Mörgum þykir svarið sýna hversu rótgróin spillingin sé orðin í kínverska stjórnkerfinu. Spillingin eftirsótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.