Morgunblaðið - 05.09.2009, Side 24
24 Daglegt lífVIÐTALIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Þ
orsteinn Pálsson lét af
störfum sem ritstjóri
Fréttablaðsins um miðj-
an júní síðastliðinn.
Leiðaraskrif hans í blað-
ið vöktu oft mikla athygli og til þeirra
var vitnað í öðrum fjölmiðlum. Þor-
steinn skrifar nú vikulega greinar í
Fréttablaðið um þjóðfélagsmál. Hann
er fyrst spurður hvers vegna hann
hafi hætt sem ritstjóri Fréttablaðs-
ins.
„Ég varð ritstjóri Fréttablaðsins í
ársbyrjun 2006 skömmu eftir að ég
lét af störfum sem sendiherra. Ég
gerði upphaflega þriggja ára ráðn-
ingarsamning. Þegar sá tími var ríf-
lega liðinn fannst mér einfaldlega rétt
að hætta.“
Hafði efnahagsumhverfið áhrif á
þá ákvörðun, var ekki of dýrt fyrir
Fréttablaðið að vera með tvo rit-
stjóra?
„Auðvitað geta allir sagt sér að
efnahagsumhverfið hafði sín áhrif á
þessa ákvörðun en hún hefði verið
tekin þrátt fyrir það eins og áformað
var í byrjun. Mér fannst reyndar
mikil upplifun að eiga kost á því að
koma aftur inn í blaðamennsku. Ég
hóf blaðamannsferil minn á Morg-
unblaðinu þegar ég var í háskólanámi
og 27 ára varð ég síðan ritstjóri Vísis.
Svo tók Vinnuveitendasambandið við,
síðan stjórnmálin og loks embættis-
mennska erlendis. Ritstjórnartíminn
hjá Fréttablaðinu sem kom í kjölfarið
var spennandi.
Satt best að segja var það svolítil
ögrun að byrja að vinna með svo
stórum hópi af ungu fólki. Það er
mikill munur að koma aftur í blaða-
mennsku eftir að hafa verið hér og
þar í millitíðinni. Maður býr að ákveð-
inni reynslu sem nýtist og gerir starf-
ið léttara en þegar maður var innan
við þrítugt að stíga fyrstu skrefin í
fjölmiðlaheiminum með óorðnar hug-
myndir og metnað um framtíðina.“
Í samhenginu, hefði þá ekki frem-
ur mátt búast við að þú hefðir orðið
ritstjóri Morgunblaðsins en Frétta-
blaðsins?
„Nei, ég held að á vissan hátt hafi
ég lagt Fréttablaðinu meiri lið á þess-
um tímapunkti í mínu lífi en ég hefði
gert sem ritstjóri Morgunblaðsins.
Eftir að hafa lengi verið ráðherra og
sendiherra hafði ég á mér svolítið
stofnanayfirbragð. Morgunblaðið
þurfti ekki á því yfirbragði að halda,
Fréttablaðið þeim mun frekar.“
Fréttablaðið hefur af sumum,
ekki síst mönnum í þínum flokki,
verið kallað Baugsmiðill. Skiptu eig-
endur sér af ritstjórnarstefnunni?
„Það sem skiptir máli fyrir þá sem
vinna á ritstjórn er hvort þeir hafa
ritstjórnarlegt frelsi eða ekki. Það
hafði ég óskert. Ég fann ekki fyrir af-
skiptum eigenda. Þegar Baugsrétt-
arhöldin stóðu sem hæst réðum við til
að mynda mjög færan blaðamann af
Morgunblaðinu. Hann hafði skrifað
um þau réttarhöld þar og fékk það
verkefni hjá okkur.“
Steinar úr glerhúsi
Staða þjóðarbúsins er vægast sagt
ekki góð. Voru að þínu mati gerð
mistök í aðdraganda bankahruns-
ins?
„Ég held að Einar Oddur hafi haft
næmari skilning á hættunni en flestir
aðrir. Undir áhrifum hans skrifaði ég
marga leiðara í Fréttablaðið um að
menn gættu ekki nægilega að sér
varðandi viðskiptahallann. Menn
tóku ekki nógu mikið mark á því að
tekjur ríkissjóðs, sem byggðust í rík-
um mæli á viðskiptahallanum, væru
ekki varanlegar. Ég get tekið dæmi
af fjárlögunum 2007 þegar upp-
sveiflan var á hátindi. Þá gagnrýndi
ég þáverandi ríkisstjórn fyrir að ætla
ekki að gera ráð fyrir meiri afgangi af
rekstri ríkissjóðs en hún áformaði
vegna þess að tekjurnar væru í of rík-
um mæli byggðar á viðskiptahalla og
miklu innstreymi af lánsfé. Þáverandi
stjórnarandstöðuflokkar höfðu önd-
vert sjónarmið og gagnrýndu stjórn-
ina fyrir of mikið aðhald. Þeir lögðu
formlega til að öllum afganginum
sem þáverandi ríkisstjórn áformaði
yrði varið í aukin útgjöld. Það var
sameiginleg stefna þáverandi stjórn-
arandstöðu að hafa ekkert borð fyrir
báru. Í dag eru þessir menn að kasta
steinum úr glerhúsi þegar þeir saka
aðra um að hafa ekki gætt að sér.
Þetta breytir ekki því að þeir sem
höfðu völdin báru auðvitað ábyrgðina
en stjórnarandstaðan þá sýndi ekki
að hún hefði skilning á því hvert þjóð-
félagið var að þróast.“
Gjaldmiðill landsins virðist vera
stórt vandamál. Áhrifamenn í at-
vinnulífinu sem styðja Sjálfstæðis-
flokkinn vilja kasta krónunni og
taka upp nýjan gjaldmiðil, og þá er
evran nefnd til sögu, en íhaldssam-
asti armur flokksins virðist ekki
vilja hlusta á þessar raddir. Er þessi
togstreita ekki vandamál í flokkn-
um?
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf
verið breiður flokkur og það er bæði
styrkleiki hans og veikleiki. Þessi
togstreita er til staðar og menn þurfa
að komast að niðurstöðu. Málið er of
stórt til að hægt sé að skila auðu. Sag-
an frá heimskreppunni miklu á að
kenna okkur ákveðna hluti. Upp úr
1930 er augljóst að það sem olli því að
menn sukku sífellt dýpra í fen haft-
anna var að þeir komu sér ekki sam-
an um stefnu í peningamálum. Hafta-
stefnan þá byrjaði á mjög einfaldri
reglugerð um skilaskyldu á gjaldeyri
sem síðan vatt upp á sig. Við bjugg-
um við samansaumað haftaþjóðfélag í
meira en þrjátíu ár. Ég vil ekki sjá þá
sögu endurtaka sig. Það er hins vegar
hætta á að það geti gerst.
Eins og staðan er í dag hef ég ekki
séð neinar trúverðugar vísbendingar
frá stjórnvöldum um að þetta hafta-
tímatil verði stutt. Ég held að það séu
alveg jafn miklar líkur á því að höftin
aukist og að þeim verði aflétt.“
Aðildarumsókn í uppnámi
Þú ert Evrópusambandssinni og
sjálfstæðismaður. Fá sjónarmið Evr-
ópusambandssinna að njóta sín inn-
an Sjálfstæðisflokksins?
„Umræðan hefur færst mikið í
aukana innan flokksins á síðustu
misserum. Þessi umræða er mikilvæg
og rökrétt framhald af þeirri utanrík-
isstefnu sem forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins mótuðu á sínum tíma,
fyrst með inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið, inngöngu í Fríversl-
unarsamtökin og síðan með EES-
samningnum.
Við Íslendingar lærðum í seinni
heimsstyrjöldinni að hlutleysis-
stefnan dugði ekki. Við urðum að
tryggja pólitíska stöðu okkar og við
ákváðum að verða virkir þátttak-
endur í pólitísku bandalagi þeirra
þjóða sem standa okkur næst. Atl-
antshafsbandalagið breyttist eftir lok
kalda stríðsins og hefur ekki sama
áhrifavaldið og áður. Bandaríkin eiga
sín samskipti í ríkara mæli við Evr-
ópu í gegnum Evrópusambandið en
ekki eingöngu í gegnum Atlantshafs-
bandalagið. Hernaðarleg þýðing Ís-
lands hefur minnkað og samstarfið
við Bandaríkin veikst þannig að við
þurfum að tryggja pólitíska stöðu
okkar inn í framtíðina með sama
hætti og við þurftum á sínum tíma.
Þá er innganga í Evrópusambandið
rökrétt framhald af þeirri utanrík-
isstefnu sem hefur verið hér við lýði
og Sjálfstæðisflokkurinn mótaði öðr-
um fremur. “
Nafn þitt hefur verið nefnt í sam-
bandi við í formennsku í íslensku
samninganefndinni í viðræðum við
Evrópusambandið.
„Ég er ekki á höttunum eftir opin-
beru embætti. Ég ákvað að hætta
sem sendiherra þegar mig fór að
langa til að tjá skoðanir mínar og
Þ O R S T E I N N P Á L S S O N
Enn með pólitíska
Bók væntanleg? Það hefur ýmislegt drifið á daga mína sem ég ætla að skoða nánar.
» Ég virði mjög hvernig Steingrímur J. Sigfús-son hefur gengið fram. Hann er greinilega
hinn pólitíski leiðtogi stjórnarsamstarfsins. Hann
hefur haft fullan vilja til að taka á málum af ábyrgð
og fórna stefnumálum flokks síns fyrir þjóðarhag,
en ég held að vegna veikleika í baklandinu muni
hann ekki hafa úthald í það.
» Það finnast örugglega stjórnmálamenn semgeta velt sér upp úr því ævina á enda að þeir
hafi tapað í kosningum. Ég er bara ekki þeirrar
gerðar að ég nenni því. Í stjórnmálum mæta menn
bæði sigrum og ósigrum. Það hef ég gert. Ég vona
að það teljist mannlegt að viðurkenna að ég naut
sigranna betur.