Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 vera þátttakandi í þjóðfélagsumræð- unni, meðal annars til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Ég hef hins vegar áhyggjur af framgangi aðildarumsóknarinnar. Mér sýnist hún vera í nokkru upp- námi. Samningurinn á milli stjórn- arflokkanna gengur út á það að annar stjórnarflokkurinn fær umboð til að sækja um aðild að Evrópusamband- inu og hinn fær frjálsar hendur til að berjast gegn samningnum þegar hann liggur á borðinu. Enn hefur ekki verið gerð alvörutilraun til þess að fá stjórnarandstöðuflokkana með í þetta ferli. Það þarf breiðan pólitísk- an bakgrunn og breitt pólitískt bak- land eigi að ljúka málinu þannig að þjóðin fái samning sem hún getur fellt sig við. Á næstu vikum mun reyna mikið á vilja ríkisstjórnarinnar í þessum efn- um og þá kemur í ljós hvort hún vill það breiða bakland sem er nauðsyn- legt. Utanríkisráðherra talaði í vor eins og hann vildi þessa breiðu sam- stöðu. Ég tel að hann sé einlægur í því. En mér finnst að formenn stjórn- arflokkanna hafi sýnt þeirri áherslu hans lítinn skilning. Verði pólitískt bakland umsóknarinnar ekki breikk- að og styrkt gæti málið lent í blind- götu.“ Erfiðleikar Vinstri grænna Ríkisstjórnin stendur frammi fyr- ir mjög erfiðum verkefnum. Hvern- ig finnst þér hún vera að standa sig? „Þetta eru erfið verkefni og enginn er öfundsverður af því að glíma við þau. Það er líka ljóst að annar stjórn- arflokkanna þarf að gefa eftir flest sín grundvallarsjónarmið í stjórn- málum. Áður fyrr gat Alþýðu- bandalagið farið í ríkisstjórn og fórn- að utanríkispólitíkinni en staðið vörð um ríkisútgjöldin og velferðina. Núna þurfa Vinstri græn að fórna hvoru- tveggja og byggja efnahagsstefnuna á samningi sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að það eina sem Vinstri græn hafa fram að færa gagnvart kjós- endum sínum er: Við erum hér en ekki Sjálfstæðisflokkurinn að fram- kvæma í grundvallaratriðum það sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að leggja til. Þetta er örugglega pólitískt mjög erfitt. Ég tel að þetta muni leiða til þess að smám saman verði erfiðara fyrir flokkinn að rísa undir þessum byrðum gagnvart baklandinu. Ég á þess vegna eftir að sjá að Vinstri græn nái utan um ríkisfjármálin til lengri tíma eins og þarf að gera og þau hafa skuldbundið sig til. Ég tel reyndar að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að Vinstri græn víki sem mest frá grundvallarstefnu sinni. Það á að virða þau fyrir það en ekki spotta. En ég óttast að þau muni ekki hafa út- hald eins og sýnir sig núna gagnvart samningum um sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku. Fáar þjóðir í heiminum eru í meiri þörf fyrir erlent fjármagn en við Ís- lendingar. Satt best að segja eru eng- ar líkur á því að við fáum erlent fjár- magn, hvorki lánsfjármagn né fjárfestingarfjármagn, á næstu árum í frjálsum samningum. Þá grípur rík- isstjórnin til þess ráðs að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir þó ekki stærri inn- spýtingu á erlendu fjármagni en þarna er um að ræða. Málið snýst ekki um að verið sé að afhenda út- lendingum orkuauðlindirnar því að fyrri stjórn var nýbúin að setja lög- gjöf sem tryggir að auðlindirnar verði áfram í opinberri eigu. And- staðan er eingöngu bundin við er- lenda fjárfestingu. Ef framhald verð- ur á þessu viðhorfi þá er ég ekki bjartsýnn á að mönnum takist að skapa hagvöxt sem er nauðsynlegur ef þjóðin á að ná sér á strik. Ég virði mjög hvernig Steingrímur J. Sigfússon hefur gengið fram. Hann er greinilega hinn pólitíski leiðtogi stjórnarsamstarfsins. Hann hefur haft fullan vilja til að taka á málum af ábyrgð og fórna stefnumálum flokks síns fyrir þjóðarhag, en ég held að vegna veikleika í baklandinu muni hann ekki hafa úthald í það. Þetta er fyrsta stóra dæmið um það. Stóri vandinn í pólitíkinni er þessi: Ríkisstjórnin var mynduð til að skerpa átakalínur. Það var skiljanlegt eftir atburði síðasta árs. Verkefnið er hins vegar svo stórt að það verður ekki leyst án breiðrar samstöðu. Þeg- ar hefja þurfti nýsköpun atvinnulífs- ins eftir stríðið með fleytifullan gjald- eyrissjóð þurfti samstöðu. Því fremur nú í skuldasúpunni “ Naut sigranna Hvað með þig sjálfan, geturðu hugsað þér að snúa aftur í stjórn- málin? „Nei. Það er skoðun mín að þegar menn hafa tekið ákvörðun um að stíga af hinum pólitíska vettvangi eigi þeir að halda sig við þá ákvörðun.“ Truflar það þig að þegar talað er um þinn pólitíska feril kemur nafn Davíðs Oddssonar nær alltaf fyrir og tap þitt fyrir honum í formanns- slag fyrr á árum? „Nei. Örlög stjórnmálamanna eru alltaf að einhverju leyti háð því hvernig hlutir þróast í kringum þá. Það finnast örugglega stjórn- málamenn sem geta velt sér upp úr því ævina á enda að þeir hafi tapað í kosningum. Ég er bara ekki þeirrar gerðar að ég nenni því. Í stjórn- málum mæta menn bæði sigrum og ósigrum. Það hef ég gert. Ég vona að það teljist mannlegt að viðurkenna að ég naut sigranna betur. Aðalatriðið er að ég hafði mjög gaman af að vera í pólitík, naut þess frá fyrsta degi til síðasta dags. Stjórnmálaferillinn var ánægjulegur fyrir mig en svo verða aðrir að dæma um hvort hann hafi skilað einhverju. Það átti einfaldlega vel við mig að vera í pólitík. Ef rétt er að pólitík sé bakteríusýking er ég enn með smit“ Sumir hafa sagt að þú sért í reynd of mikið prúðmenni til að eiga heima í pólitík sem svo oft byggist á klækj- um. „Stjórnmálamenn, eins og allir aðr- ir, hafa kosti og galla. Stjórn- málamaður þarf að hafa hæfilega blöndu af stefnufestu, hugsjónum og klækjum. Ég hef sjálfsagt verið mis- góður í þessu.“ Það er sagt að þú sitjir við skriftir. Ertu að skrifa ævisögu þína? „Í sumar hef ég aðallega verið að taka mér frí og spila golf. Svo er kom- ið að því eftir áratugi að það þarf að taka til í bílskúrnum. Þar er ýmislegt drasl en líka heilmikið af gögnum. Það getur vel verið að ég fari að rýna í þau. Það hefur ýmislegt drifið á daga mína sem ég ætla að skoða nán- ar. Hvort það verður að endurminn- ingum eða einhverju öðru kemur í ljós með tíð og tíma.“ bakteríu Morgunblaðið/RAX Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.