Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hafi alvarahrunsinsfarið fram
hjá einhverjum
ættu fréttir gær-
dagsins af vænt-
anlegum niðurskurði á Land-
spítalanum að taka af allan
vafa um ástandið.
Spara þarf 400 milljónir
króna það sem eftir er af
árinu og verður hallinn á
rekstri spítalans þá 1.200
milljónir króna. Þetta verður
gert með því að breyta sólar-
hringsdeildum í dagdeildir,
loka skurðstofum, draga úr
kostnaði við kaup á lyfjum og
endur- og símenntun, end-
urnýja ekki tímabundnar
ráðningar og ráða ekki í stað
þeirra, sem láta af störfum
vegna aldurs.
Vegna hruns krónunnar
hafa afborganir af lánum étið
upp sjóði, sem ætlaðir eru til
tækjakaupa, og án sérstakra
fjárveitinga mun endurnýjun
á tækjakosti ekki eiga sér stað
á spítalanum á næstunni.
Reyna á að koma í veg fyrir
uppsagnir fastráðins starfs-
fólks, en engu að síður er ljóst
að þetta mun hafa mikil áhrif
á heilbrigðisstéttir landsins
og ekki síst starfsfólk Land-
spítalans.
Almenningur mun ekki fara
varhluta af þessum aðgerðum.
Þær þýða að aðeins verða
gerðar mikilvægustu aðgerð-
ir. Tilfelli, sem geta beðið,
munu bíða. Gera má ráð fyrir
að nú muni biðlist-
ar lengjast á ný.
Heilbrigð-
isþjónustan á Ís-
landi hefur iðu-
lega verið
gagnrýnd, en hún er engu að
síður með því besta sem gerist
í heiminum. Allt kapp verður
að leggja á að missa þá stöðu
ekki niður en fréttir gærdags-
ins sýna hversu erfitt það
verður og full ástæða til að
spyrja hvort það sé ekki úti-
lokað.
Sömuleiðis er staða íslensks
menntakerfis mikið áhyggju-
efni. Framtíð þessa lands
liggur í menntun. Hvernig á
að koma í veg fyrir að nið-
urskurður leiði til hnignunar
skólakerfisins?
Augljóst er að skattahækk-
anir munu ekki duga til að
borga kostnaðinn af hruninu,
hvort sem um er að ræða Ice-
save eða aðrar skuldir sem
lenda á ríkinu og þar með al-
mennum skattborgurum.
Þetta er sá veruleiki, sem nú
þarf að takast á við, og verk-
efnið er ekki öfundsvert.
Á Íslandi ríkir nokkurs kon-
ar þjóðfélagssáttmáli um það
að allir skuli hafa jafnan að-
gang að heilbrigðisþjónustu
og menntun. Hvort tveggja er
hluti af lífskjörum almenn-
ings. Nú sjá Íslendingar ekki
bara fram á skert lífskjör
vegna skerðingar ráðstöf-
unartekna heldur hriktir í
stoðum samfélagsins.
Vegna hrunsins
hriktir í stoðum
samfélagsins. }
Raunveruleikinn
Mikill skorturer á fagfólki
til starfa á sam-
býlum fatlaðra.
Því er ekki um að
kenna, að sérmenntað fólk
sæki ekki í þessi störf, heldur
geta færri menntað sig til
þeirra en vilja.
Sigríður Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Svæðis-
skrifstofu fatlaðra á Reykja-
nesi, skýrði frá því í samtali
við Morgunblaðið á fimmtu-
dag, að mun færri kæmust að í
þroskaþjálfanámi í Háskóla
Íslands en vildu og mörgum
hefði verið vísað frá undan-
farin ár. Hún vísar til þess, að
fyrir 30 árum hafi nær allir
starfsmenn vistheimila verið
menntaðir þroskaþjálfar. Þörf
fyrir starfsfólk, sem er mennt-
að á þessu sviði, hafi aukist
mikið eftir að fatlaðir fluttu í
auknum mæli af stofnunum á
heimili úti í bæ, um leið og
þörfin innan skólakerfisins
hafi aukist mjög. Í sumum til-
fellum sé aðeins einn faglærð-
ur starfsmaður inni á heim-
ilum fatlaðra, en ófaglærðir
um einn tugur.
Sigríður segir
réttilega, að þetta
sé grafalvarlegt
mál og brýnt sé að
bæta þar úr.
Illskiljanlegt er hvernig
þessi augljósa afturför var lát-
in viðgangast. Á sama tíma og
gerðar voru auknar kröfur um
betri aðbúnað fatlaðra og lögð
áhersla á að þeim yrði gert
kleift að búa á sambýlum var
litið framhjá þeirri staðreynd
að fagfólki fækkaði jafnt og
þétt. Háskóli Íslands gat ekki
sinnt menntun allra þeirra,
sem leituðu eftir að komast
þar í þroskaþjálfanám. Nú hef-
ur Háskólinn að vísu brugðist
við með því að bjóða upp á
fjarkennslu, sem hefur fjölgað
nemendum nokkuð, en ljóst er
að langur tími mun líða þar til
ástandið verður orðið við-
unandi. Það er ólíðandi, að fólk
hafi ekki tök á að mennta sig
til þessara mikilvægu starfa.
Nú þegar mikið er rætt um
uppstokkun og forgangsröðun
gilda, er vert að hafa í huga
hvaða þjóðfélagsþegnar þurfa
mest á stuðningi samfélagsins
að halda.
Þörfin jókst, en
fagfólki fækkaði}Menntun og störf
V
andinn er bara sá að Ingólfstorg
er sirkabát ljótasta torg í heimi,
enda þrífst þar lítið og lélegt
mannlíf.“ Svo mælti Egill Helga-
son á bloggi sínu í gær, en þar
felldi hann dóm um torgið vegna fyrirætlana
hóps sem berst gegn því að fimm hæða hótel
verði byggt rétt við það. Verði af áformunum
þarf að flytja tvö gömul hús af sínum stað og
inn á torgið. Líka á að fórna tónleika- og sam-
komuaðstöðunni í Nasa, eða gamla sjálfstæð-
ishúsinu.
Hópurinn sem mótmælir þessum áformum
bendir m.a. á að rétt sé að gömlu húsin fái að
vera í friði á sínum stað. Þá verði mikill skuggi
yfir Ingólfstorgi eftir breytingarnar. „Björg-
um Ingólfstorgi og Nasa,“ er slagorð hópsins,
sem ætlar að standa fyrir tónleikum á torginu
í dag.
Á bloggi sínu fór Egill mikinn og sagði að til þess að
bjarga Ingólfstorgi þyrfti engar smáaðgerðir, heldur rífa
ýmis hús, t.d. húsið sem hýsti TM og hugsanlega gamla
Morgunblaðshúsið líka.
Ingólfstorg mun seint teljast fallegt torg. Það er grátt
yfirlitum og stundum fremur kuldalegt á að líta. Segja
má að því hafi ekki verið gefið mikið í vöggugjöf þegar
það var búið til fyrir hátt í tveimur áratugum.
Þrátt fyrir þetta hefur skapast heilmikið mannlíf á
torginu. Þetta veit ég því ég fer þar reglulega um. Á dag-
inn má þar sjá krakka á hjólum og hjólabrettum, sem
gaman er að fylgjast með. Þá sækir vél-
hjólafólk á torgið með fáka sína.
Á Ingólfstorgi hef ég líka séð ýmsar uppá-
komur. Ég hef séð áhugafólk um línudans
stíga dansspor, hljómsveitir spila og bar-
áttufólk halda samkomur. Á sumrin stendur
fólk í röð í ísbúðinni við torgið og sest svo á
tröppurnar í sólinni og gæðir sér á kræsing-
unum (raunar verður torgið þá oft all klístr-
að). Vetur einn fyrir nokkrum árum var starf-
rækt skautasvell á torginu í nokkrar vikur og
var það vel til fundið.
Sjálfsagt má bæta úr ýmsu á Ingólfstorgi
og gera það huggulegra, en ekki með því að
skemma aðstöðu sem krakkar hafa haft þar.
Það þurfa ekki öll torg að hafa gras og gos-
brunn til þess að vera fín. Það er raunar
áreiðanlega hægt að hressa upp á torgið og
umhverfi þess, án þess að grípa til stórfellds niðurrifs.
T.d. mætti íhuga að minnka bílaumferð um svæðið og
stækka þannig enn frekar svæði gangandi vegfarenda.
Núna eru Íslendingar blankir og þurfa á ferðamönn-
um að halda. En þarf endilega að hola niður hótelum á
hverri þúfu í hjarta bæjarins til þess að koma þeim fyrir?
Viljum við endalausa umferð rútubíla við elstu hús bæj-
arins? Og viljum við að miðborgin verði nær eingöngu
staður fyrir ferðamenn? Hvað um að reyna að stuðla að
fjölbreyttu mannlífi meðal íbúa miðbæjarins?
Um þá hugmynd að rífa Nasa þarf ekki að fjölyrða –
hún er einfaldlega fáránleg. elva@mbl.is
Elva Björk
Sverrisdóttir
Pistill
Lífið á ljótasta torgi í heimi
Unnið að úrbótum
í fangelsismálum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
F
angelsi landsins eru yf-
irfull og langir biðlistar
eftir afplánun. Rannsókn
er hafin á bankahruninu
og hún mun vafalaust
leiða til saksóknar og síðan sakfell-
ingar, þótt enginn viti á þessari stundu
hvert umfangið verður. En eitt er ljóst:
Íslensku fangelsin verða að óbreyttu
ekki undir það búin að taka við þeim
fjölda sakborninga, sem sá málarekstur
kann að skila inn í fangelsin.
Að sögn Rögnu Árnadóttur, dóms-
málaráðherra, er nú innan ráðuneytis
hennar unnið að tillögum sem lúta bæði
að lagabreytingum, m.a. um ný úrræði í
refsivörslukerfinu (rafrænt eftirlit og
samfélagsþjónustu í auknum mæli), og
að fjárhagslegum rekstri Fangels-
ismálastofnunar. Að sögn Rögnu er
meðal annars verið að athuga hvort
unnt sé að fjölga fangaplássum með því
að leggja niður starfsemi á ákveðnum
stöðum, þar sem fangaplássin eru dýr,
og bæta þá frekar við þar sem fulln-
ustan er hagkvæmari. Þessar tillögur
verða kynntar nú í vetur, að sögn
Rögnu.
Að sögn hennar er rekstur Hegning-
arhússins á Skólavörðustíg og kvenna-
fangelsisins í Kópavogi dýrari en ann-
arra fangelsa, og er skýringin sú að þau
rúma mun færri fanga en flest önnur
fangelsi. Því liggi beinast við að kanna
hvort hægt er að leggja niður fanga-
pláss á þessum stöðum og færa þau
annað, þar sem reksturinn yrði hag-
kvæmari. Þá bendir Ragna á að þótt
rekstur Hegningarhússins gangi vel
hafi aðbúnaður fanga í húsinu verið
gagnrýndur í gegnum árin.
Páll Egill Winkel, fangelsis-
málastjóri, vinnur með ráðuneytinu að
mótun tillagna til lausnar á þessum
vanda. Páll segir að m.a. sé verið að
kanna þann möguleika að nýtt fangelsi
verði reist af einkaaðilum á höfuðborg-
arsvæðinu og Fangelsismálsofnun
leigi það til langs tíma, t.d. 30-40 ára.
Fangelsismálastofnun muni því ekki
eiga húsnæðið heldur reka það. Hugs-
unin er sú að þarna verði pláss fyrir 40
fanga, fyrst og fremst gæslu-
varðhaldsfanga og fanga í skamm-
tímaafplánun.
Athugun sé komin býsna langt, en
engar ákvarðanir hafa verið teknar
enn. Það yrði pólitísk ákvörðun hvort
ráðist yrði í þetta eða ekki. Verði þetta
samþykkt þá verði byggingin boðin út.
Ekki liggur fyrir hvar á höfuðborg-
arsvæðinu fangelsið myndi rísa. „Ég
yrði mjög ánægður ef af þessu yrði.
Nýtt fangelsi hefur ekki verið reist í 40
ár og þörfin er mjög mikil,“ segir Páll.
Hann segir að Ragna Árnadóttir,
dómsmálaráðherra, hafi sýnt mál-
efnum Fangelsismálastofnunar mik-
inn skilning og verið mjög áhugasöm
um að beita sér í málinu.
Fangelsismálastofnun rekur nú
fimm fangelsi; á Litla-Hrauni, sem er
langstærst, á Kvíabryggju við Grund-
arfjörð, á Akureyri, kvennafangelsið í
Kópavogi og Hegningarhúsið í
Reykjavík. Meðalfjöldi fanga í fang-
elsum landsins hefur verið að aukast
jafnt og þétt. Nú eru 147 fangar í þeim
133 plássum, sem Fangelsismálastofn-
un ræður yfir. Núna bíða 234 eftir að
geta hafið afplánun, eða næstum
helmingi fleiri en fangelsi landsins
rúma.
Morgunblaðið/RAX
Litla-Hraun Í stærsta fangelsi landsins eru fangar sem afplána langa dóma
og þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi. Þar hafa verið gífurleg þrengsli.
Hjá dómsmálaráðuneytinu er
unnið að lausn á vanda Fangels-
ismálastofnunar. Meðal þess
sem er til skoðunar er að nýtt
fangelsi verði reist í einka-
framkvæmd og ríkið muni svo
leigja það til langs tíma.
EF sú ákvörðun verður tekin að
leggja niður Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg verða mikil tíma-
mót í fangelsissögu landsins.
Hegningarhúsið var tekið í notk-
un árið 1874 og er elsta fangelsið á
landinu. Eftirlitsstofnanir hafa
ítrekað gert athugasemdir við að-
búnað fanga, sem ekki þykir boð-
legur. Enda er erfitt að koma þar
fyrir ýmsu því sem í dag þykir til-
heyra nútíma fangelsisrekstri. Þar
er engin vinnuaðstaða fyrir fanga,
enginn matsalur, fábreytileg
íþróttaaðstaða og nánast engin
tómstunda- eða sameiginleg að-
staða. Erfitt er að gera breytingar
á húsinu, enda er stór hluti þess
friðaður af Húsafriðunarnefnd rík-
isins. Á árum áður var pláss fyrir
mun fleiri fanga í húsinu enda voru
sumir klefanna fyrir allt að fjóra
fanga í senn. Núna eru fangarýmin
samtals 16.
GAMALT
FANGELSI
››