Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
✝ Bylgja Bjarnadótt-ir fæddist í
Reykjavík 20. maí
1981. Hún lést á Ak-
ureyri 24. ágúst síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
eru Bjarni B. Vil-
hjálmsson, f. 16.11.
1936, og Aðalheiður
Angantýsdóttir, f. 8.6.
1943. Bylgja eignaðist
dóttur, Anítu Heiðu
Kristinsdóttur, f.
27.12. 2008, faðir
hennar er Kristinn
Kristinsson. Systkini Bylgju í móð-
urætt eru: Matthildur Eiðsdóttir, f.
18.3. 1961, eignaðist hún tvö börn,
Helga Rafn, f. 18.12. 1976 og Heiðar
Val Bergmann, f. 10.8. 1979. Her-
Telmu Valsdóttur, f. 20.6. 1996 og
Arnór Valsson, f. 25.7. 1998. Systkini
Bylgju í föðurætt eru: Sveinrún
Bjarnadóttir, f. 17.1. 1959, gift Júl-
íusi Hólmgeirssyni, f. 7.1. 1950.
Sveinrún á fjögur börn: Elmu Dögg,
f. 2.5. 1976, Atla Má, f. 24.3. 1979,
Heiðar Pál, f. 13.9. 1982 og Maríu
Ýri, f. 1.12. 1983. Ó. Bára Bjarna-
dóttir, f. 11.9. 1960, gift Róbert E.
Hallbjörnssyni, f. 14.6. 1945. Bára á
þrjú börn: Antonio Aquilar, f. 9.6.
1978, Nenítu M. Aquilar, f. 9.6. 1980
og Raquelitu R. Aquilar, f. 7.10.
1984. Vilhjálmur P. Bjarnason, f. 6.9.
1962, giftur Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, f. 14.6. 1967. Þeirra börn eru
Auður Vilhjálmsdóttir, f. 2.10. 1984,
Bjarni B. Vilhjálmsson, f. 15.12.
1986, Róbert Vilhjálmsson, f. 6.3.
1989.
Bylgja verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5.
september og hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
mann Hinriksson, f.
11.11. 1963, kvæntur
Laufeyju Vilmund-
ardóttur, f. 3.9. 1968,
eiga þau tvö börn, þau
Hinrik Hermannsson, f.
7.1. 1993 og Öldu Her-
mannsdóttur, f. 16.4.
1994. Hermann á eitt
barn úr fyrra sambandi,
Agnar Kristin Her-
mannsson, f. 2.2. 1987.
Ægir Bergsson, f. 13.7.
1965, kvæntur Hallfríði
J. Hallsdóttur, f. 31.5.
1961, eiga þau eitt barn,
Kormák Ægisson, f. 1.7. 1996.
María Bergsdóttir, f. 12.7. 1971, í
sambúð með Óla Friðberg Kristjáns-
syni, María á þrjú börn, Daníel Ægi
Kristjánsson, f. 1.1. 1990, Margréti
Ég á svo fá orð til að lýsa sorg
minni og söknuði. Þú munt alltaf
eiga pláss í hjarta mínu og í þessu
myrkri sé ég ljós í Anítu Heiðu, dótt-
ur okkar. Hamingjuna öðlaðist ég
þegar ég kynntist þér. Við þökkum
allar gleðistundirnar sem við áttum
með þér.
Dimmar rósir eru minning þín.
Heitar nætur eru þú og ég.
Bjartir dagar eru brosið þitt,
örfá tár, ég græt þig ástin mín.
Ef ég fæ að sjá þig aftur
lífið breytir lit.
Ef þú kemur til mín aftur
ég mun tigna þig.
Minning þín þá mun bera fögur blóm.
Brosið þitt þá táknar bjartan dag.
Þú og ég þá eigum heitar nætur,
gleðibros, ég fæ þig ástin min.
Ó, mig langar til að lifa,
langar til að finna þig.
Ó, mitt líf mun ætíð verða
einlæg bið.
Því ég veit svo vel þú kemur ei,
veit svo vel að þú horfin ert,
veit svo vel að líf mitt er
einskisvert.
(Tatarar.)
Ástarkveðjur,
Kristinn og Aníta Heiða.
Elsku Bylgja.
Ást og samhygð eru okkur efst í
huga þegar við kveðjum þig á þess-
ari erfiðu stundu. Viljum við þakka
þér fyrir þann tíma sem við fengum
að kynnast þér á meðan þú varst í
sambúð með syni okkar. Ykkar ynd-
islega dóttir sem þið eigið saman
gefur von og kærleika, hennar ynd-
islega bros lýsir upp heiminn og er
huggun í sorginni og hugsum við til
þín hvern dag sem við horfum á
hana.
Megi guð geyma þig og veita þér
frið.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
:,:veki þig með sól að morgni:,:.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
:,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,:
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
:,:vekja hann með sól að morgni.:,:
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
:,:Svo vaknar hann með sól að
morgni.:,:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
:,:Svo vöknum við með sól að
morgni.:,:
(Bubbi Morthens.)
Kveðja,
Kristinn og Björk
(Kiddi og Bökka).
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja frá
systkinum.
Elsku Bylgja, nú hefur þú kvatt
þessa jarðvist sem var alltof stutt.
Megi ljósið og kærleikurinn um-
vefja sálu þína.
Svefninn laðar, líður hjá mér.
Lífið sem ég ann ég lifað hef.
Fólk og furðuverur
hugann báðar andann hvílir.
Lokbrám mínum æsi uns
vakna endurnærður.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við.
Leggst út af á mér slokknar.
Svíf um önnur svið
í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
Svefninn langi laðar til sín
lokkafulla ævi skeiðs.
Hinsta andardráttinn.
Andinn yfirgefur húsið
hefur sig til himna
við hliðið bíður drottinn.
(Björn Jörundur og Daníel Ágúst.)
Elsku Kristinn, Aníta Heiða, for-
eldrar, systkini og aðrir aðstandend-
ur, guð styrki ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Snjólaug, Óli og fjölskylda.
Elsku Bylgja
Þú komst eins og sólargeisli gleð-
innar inn í fjölskylduna mína heima á
Íslandi, og sól ástarinnar skein á
ykkur Kristin bróður þegar þið hóf-
uð sambúð á Ólafsfirði. Síðan kom
kraftaverkið, sólargeislinn ykkar,
Aníta Heiða. Litla stúlkan sem
breytti lífi ykkar, brosandi, glitrandi
gersemi sem þú elskaðir svo heitt og
hugsaðir svo vel um. En svo birtist
slægur sjúkdómr þinn í öllu sínu
veldi og svipti þig öllu.
Ég vill þakka þér fyrir þær ótal
stundir sem við áttum saman fyrir
framan tölvuna, þú, Kristinn bróðir
og Aníta Heiða, þið heima hjá
mömmu og pabba og ég á verkstæð-
inu mínu í Odense. Þið voruð svo
stolt af Anitu og ást ykkar skein eins
og fallegt málverk. Ég hlakkaði allt-
af til að heyra frá ykkur og hjarta
mitt dansaði af gleði í hvert sinn ég
sá ykkur saman. Ég veit að allir í
fjölskyldunni voru svo stoltir af ykk-
ur.
Nú ertu farin í ferðalagið og það er
eins og þú hafir vitað að sú stund
nálgaðist, stór kassi með bókum,
bænir í römmum, dót í baðið, engill á
náttborðið. Allt þetta komstu með
yfir til mömmu áður en þú fórst.
Ég sendi þér minn hlýjasta hug og
þakka þér af alhug góð en allt of
stutt kynni.
Alkóhólismi heitir hann,
sjúkdómurinn, sem mig vann.
Hann er blekking, hann er böl
hann er heljar sálarkvöl.
Hann læddist að mér nær og nær
uns viti mínu var ég fjær.
Hans ljóta hönd hún leiddi mig
um helsis myrkvalönd.
Ég átti blíðan og góðan mann
ást í faðmi hans ég fann.
En alkóhólisminn, það hann kann,
að gleðja aldrei nokkurn mann.
Mikið var ég hrædd og ein,
fannst ég öllum vinna mein.
Ljósins faðir þá kom þá inn
og honum fel ég anda minn.
(HL.)
Kveðja,
Helga Luna.
Bylgja Bjarnadóttir
Guðný
Þórðardóttir
✝ Guðný Þórð-ardóttir var fædd
þann 30. júní 1918.
Hún lést 25 ágúst
síðastliðinn. Útförin
fór fram frá Háteigs-
kirkju 1. september
sl.
Meira: mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur
verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar.
Æviágrip með þeim greinum verð-
ur birt í blaðinu og vísað í greinar
á vefnum.
Minningargreinar
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og
langamma,
MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sunnuvegi 11,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 29. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 7. september kl. 13.00.
Björn Ingvarsson,
Þorsteinn Björnsson, Anna Heiðdal,
Björn Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÞORSTEINS HJALTASON,
Glói,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn
29. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 7. september kl. 13.30.
Sigríður Steindórsdóttir,
Steindór Jónsson, Anna Þórný Jónsdóttir,
Helgi Vigfús Jónsson, Ingibjörg Jónasdóttir,
Lára Magnea Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN GUNNAR WILLIAMSSON,
áður til heimilis
Hamarstíg 27,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn
1. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 9. september kl. 13.30.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson, Mjöll Helgadóttir,
Margrét Þorsteinsdóttir, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson,
Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
VALGERÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
9. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á Heimahlynningu Landspítalans,
sími 543 1159.
Haukur Ottesen Jósafatsson,
Örn Ottesen, Þórunn Oddsdóttir,
Magnea Erla Ottesen, Guðni Kjartansson,
Haukur Ottesen, Guðlaug Þorgeirsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS KRISTINSSONAR
rakarameistara og fyrrv. forstöðumanns,
Austurbyggð 17,
áður Byggðavegi 95,
Akureyri.
Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir,
Helga Elínborg Jónsdóttir, Örnólfur Árnason,
Arnþrúður Jónsdóttir,
Margrét Örnólfsdóttir, Jón Ragnar Örnólfsson,
Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Árni Egill Örnólfsson,
Sólveig Arnarsdóttir, Þorleifur Örn Arnarsson,
Oddný Arnarsdóttir, Jón Magnús Arnarsson
og barnabarnabörn.