Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
✝ Kristín Anna
fæddist á Týsgötu í
Reykjavík 20. ágúst
1938. Hún lést 26.
ágúst sl.
Hún var dóttir Guð-
finnu Jónasdóttur og
Baldvins Þórðarsonar.
Kristín eignaðist sjö
börn. Þau eru: 1)
Sveinn Guðfinnur
Ragnarsson, f.
4.1.1956, d. 25.2. 2003.
Börn Sveins eru: a)
Sigrún, f. 1981, móðir
hennar er Jóhanna Ósk Kristjáns-
dóttir, b) Steindór Smári, f. 1986, móð-
ir hans er Sjöfn Garðarsdóttir, c) Dav-
íð, f. 1994, d) Eydís, f. 1995, móðir
þeirra heitir Bergdís. 2) Valur Smári
Geirsson, f. 18.9.1957, d.11.3. 1984.
Börn Vals Smára og Lindu Að-
albjörnsdóttur eru: a) Aðalbjörn Þor-
geir, f. 1977, b) Anna Dóra, f. 1981,
sonur hennar er Örnólfur Smári, f.
2000. 3) Grétar Pétur Geirsson, f. 24.9.
1958. Barn Grétars Péturs og Guð-
rúnar Guðfinnsdóttur er Guðríður, f.
og Jóhönnu B. Halldórsdóttur er
Sonja Rut, f. 1996. Sævar og Jóhanna
slitu samvistum. 7) Anna Lea Geirs-
dóttir, f. 13.2. 1980. Barn Önnu Leu er
Linda. Sjöfn, f. 1998. Barnsfaðir henn-
ar er Alex Þorsteinsson.
Kristín ólst ein upp hjá móður sinni
sem vann víða sem ráðskona, m.a. í
Keflavík og Vestmannaeyjum. Kristín
Anna missti móður sína ung og þurfti
að fara sem kaupakona aðeins 13 ára
gömul í Grænhól í Ölfusi til þeirra
heiðurshjóna Guðbjargar Gunnars-
dóttur og Steindórs Ísleifssonar sem
reyndust henni vel. Þar var hún í
nokkur ár. Flutti hún síðan til Reykja-
víkur þar sem hún m.a. vann sem ráðs-
kona hjá Árna Björnssyni lýtalækni.
1957 kynntist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Geir Grétari Péturs-
syni. Þau byrjuðu búskap sinn í
Reykjavík en fluttust til Vest-
mannaeyja árið 1963. Þar bjuggu þau
fram að gosi. Þau bjuggu á Stokkseyri
í tvö ár, en fluttust aftur til Vest-
mannaeyja. Árið 1980 fluttu þau á Sel-
foss að undanskildum nokkrum árum í
Þorlákshöfn. Kristín Anna vann lengst
af við fiskvinnslu en einnig vann hún
hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og var
þar yfir kjövinnslunni. Síðasta starf
Kristínar Önnu var sem dagmamma.
Útför Kristínar Önnu verður gerð
frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn
5. sept., og hefst athöfnin kl. 13,30.
1981. Börn hennar eru
Hörður Frans Pét-
ursson, f. 1999 og Guð-
finnur Flóki Guðmunds-
son, f. 2006. Börn
Grétars Péturs og Lauf-
eyjar Þ. Ólafsdóttur
eru: a) Eva, f. 1986, b)
Kristín, f. 1989, c) Geir
Grétar, f. 1992, d)
Dagný, f. 1992, e)
Díana, f. 1992. Grétar
og Laufey slitu sam-
vistum. Núverandi unn-
usta er Brynhildur
Fjölnisdóttir. 4) Steindór Guðberg
Geirsson, f. 26.12.1961, d. 1.10. 1978.
5) Heimir Freyr Geirsson, f. 1.6. 1963.
Börn Heimis og Eyglóar Guðmunds-
dóttur: a) Valur Smári, f. 1988, b) Sæ-
þór Freyr, f. 1991. Erling Adolf
Ágústsson, f. 1974, fósturbarn Heimis,
og Halldóra Kristín Ágústsdóttir, f.
1978, fósturdóttir Heimis, börn Eygló-
ar. Heimir og Eygló slitu samvistum.
Núverandi unnusta Heimis er Margrét
Þ. Sverrisdóttir. 6) Sævar Helgi Geirs-
son, f. 18.10. 1966. Barn Sævars Helga
Móðir mín dó skyndilega er hún var
í bíl hjá yngsta bróður mínum, Sævari.
Það er erfitt að gera sér í hugarlund
hvílík lífsreynsla það hefur verið en
hann stóð sig eins og hetja í því ferli
sem fylgdi á eftir. Fyrir það verð ég
honum ævinlega þakklátur.
Móðir mín var verkakona og vann
lengst af við fiskvinnslu. Þá var enginn
kvóti og öll frystihús full af fiski. Not-
ast var við hið alræmda bónuskerfi þar
sem konur unnu í akkorði frá morgni
til kvölds, standandi á hörðu steingólfi.
Vinnudagarnir voru oft langir og
strangir og gátu hæglega farið upp í 14
tíma. Er heim kom tóku heimilisstörfin
við, eldamennska og stórþvottar af
fimm tápmiklum gaurum.
Það er ekki hægt að segja að lífið
hafi leikið við þessa ágætis fjölskyldu.
Hún upplifði þá martröð að missa þrjá
syni. Steindór drukknaði árið 1978, að-
eins 16 ára gamall er hann tók út af
togaranum Klakki. Valur Smári
drukknaði árið 1984, 26 ára að aldri,
þegar Hellisey sökk. Sveinn Guðfinnur
lést árið 2003, 47 ára gamall, úr hjarta-
áfalli.
Þetta setti mark sitt á fjölskylduna.
Á þeim tíma þegar bræður mínir tveir
drukknuðu var ekkert sem hét áfalla-
hjálp. Hver og einn bar með sér harm-
inn og reyndi að harka af sér og það
gerði hún móðir mín. Hún var sterkust
af okkur öllum og var kletturinn í fjöl-
skyldunni sem hélt hlutunum gang-
andi.
Fyrir um tíu árum síðan fór heilsa
móður minnar að gefa sig. Líkaminn
var undirlagður af gigt af of mikilli erf-
iðisvinnu og stoðkerfið gaf sig alger-
lega. Að auki barðist hún við hjarta-
sjúkdóm og magavandamál. Seinustu
þrjú árin voru móður minni mjög erfið
og enginn dagur án verkja. Hún var oft
búin að tala um að hana langaði til að
fara. Hún var þó búin að vera með
betra móti undanfarið, var komin á ný
lyf og það gaf okkur von um betri daga.
En nú hefur hún fengið þá hvíld sem
hún þráði, laus við allar þjáningar.
Söknuðurinn og eftirsjáin hjá okkur
sem eftir lifum er mikil. Við hefðum öll
viljað hafa hana svo miklu lengur hjá
okkur og að hún hefði náð að sjá litla
nýja barnabarnið sem er á leiðinni. Það
má kalla það eigingirni, því móðir mín
var orðin södd lífdaga. Ég vil trúa því
að hún sé hjá sonum sínum þremur
núna og að við munum öll hittast aftur
síðar. Á meðan er ómetanlegt að geta
yljað sér við minningarnar, því þær
eru margar og góðar. Einugis fjórum
dögum áður en hún dó hittumst við
börn, tengdabörn og barnabörn heima
hjá foreldrum mínum í tilefni af 71 árs
afmæli hennar. Það var slegið upp
veislu, gömul myndaalbúm dregin
fram og mikið hlegið.
Ég vil þakka pabba fyrir hans þátt í
að gera líf hennar mömmu eins gott og
hægt var síðustu árin og bið Guð að
styrkja hann í þessari miklu sorg.
Ég lít yfir farinn veg fullur þakk-
lætis til móður minnar. Fyrir allar
stundirnar sem ég átti með henni einni
þar sem við ræddum um allt milli him-
ins og jarðar. Fyrir allar utanlandsferð-
irnar og það sem við upplifðum þar
saman. Fyrir að hafa verið til staðar
þegar ég og börnin mín þurftum á að
halda og léð okkur eyra þegar þess var
þörf.
Blessuð sé minning Kristínar Önnu.
Grétar Pétur Geirsson.
Sannleikur fegurðar og vits, sann-
leikur sorgar og strits eru setningar
sem mér finnst lýsa fallegu yndislegu
móður minni best. Allir sem þekktu
móður mína vita hvað felst í þessum
setningum. Móðir mín var fallegasta sál
sem ég kynntist. Móðir mín var stærsti
klettur í ólgusjó sorgarinnar þegar hún
skall á með ógnarafli. Móðir mín var
hetjan mín. Móðir mín var trú mín,
traust og kjarni. Móðir mín var skjöld-
ur minn og hlíf. Móðir mín var raungóð
kona. Móðir mín var besti vinur minn.
Móðir mín er komin á vit almættisins,
og ég veit með vissu að englarnir fagna
hennar nærveru meðan við sem eftir
lifum syrgjum þessa merku, stórkost-
legu konu. Bræður mínir á himnum fá
mömmu aftur til sín. Smári, Steindór
og Svenni, nú er mamma komin til ykk-
ar með fallega brosið sitt, fallega röddin
hennar hljómar á ný í eyrum ykkar
sem og smitandi hláturinn hennar.
Mömmuilmurinn er nú í vitum ykkar,
elsku bræður mínir. Fallega, yndislega
móðir okkar vefur ykkur ást, kærleika
og hlýju í silkimjúkum faðmi sínum.
Móður minni líður vel núna. Nú er allur
sársaukinn sem þú þurftir að bera svo
lengi horfinn, elsku mamma mín. Ég
verð þér ævinlega þakklátur fyrir
hverja stund sem ég átti með þér, elsku
mamma mín, og hvert orð sem fór á
milli okkar er ég þakklátur fyrir. Þakk-
látur og lánsamur fyrir allt sem þú
kenndir mér, mamma mín. Þú varst
alltaf friðarsinni og vildir farsæla lausn
á öllu, hvað sem á gekk. Bara að allir
væru vinir var þér kærast. Ég bý að
ómetanlegum fróðleik sem þú deildir úr
huga þér til mín. Heimsins besta móðir
mín, ég er svo þakklátur að hafa fengið
að halda í hönd þína þegar þú kvaddir
þessa tilvist. Höndina sem strauk
vanga minn þegar þú lagðir mig til
svefns hvert kvöld sem barn. Hönd sem
þurrkaði tárin úr augum mínum ef ég
átti um sárt að binda, og hönd sem hélt
á mér nýfæddum í kjöltu þinni.
Ég kveð þig með fallega ljóðinu okk-
ar, elsku besta mamma mín.
Hún er björg mín og skjól
byrgi mitt og ból,
trú mín traust og kjarni
móðir sem verndar barnið
Ég er bara barn
barn sem elskar móður
Sannleikur fegurðar og vits
sannleikur sorgar og strits
úr huga sér deilir mér
öllu úr veröld hér
Ég er bara barn
barn sem elskar móður
Þú ert móðir mín eina
sem ég aldrei mun gleyma
Þú ert heimsins besta móðir
Þú ert heimsins besta móðir.
Guð geymi þig og varðveiti.
Þinn sonur,
Sævar Helgi.
Elsku mamma, eins og ég var vanur
að ávarpa þig, mér þótti svo sárt að
horfa upp á þig þjást dag eftir dag í
veikindum þínum. Þú kvartaðir aldrei
yfir veikindum þínum. Alltaf þegar ég
spurði þig hvernig þér liði, þá var svarið
ávallt: ég hef það ágætt bara, því þú
vildir ekki leggja áhyggjur á okkur,
börnin þín. Þú lifðir þrjú börnin þín og
varst klettur í stórsjó þeirra sorgar sem
flökti yfir okkur allt of mikið. Þú hugg-
aðir okkur börnin í sorgarferlinu, og
það léstu ganga fyrir skilyrðislaust. Þú
vafðir faðmi þínum um okkur og hugg-
aðir. Þú sagðir við mig: Þeir deyja ungir
sem guðirnir elska, og uppskar ég vega-
nesti frá öllum innihaldsríkum huggun-
arorðum þínum til að vinna úr í minni
erfiðu sorg á þeim tíma. Þó sárin grói
aldrei þá heldur lífið áfram og falleg
minning þín lifir um alla eilífð. Þú varst
sannkölluð hetja, mamma mín, og bar
ég gríðarlega mikla virðingu fyrir þér.
Ég er er svo þakklátur fyrir að hafa hitt
þig svo oft síðustu tvö árin sem þú lifðir
eftir að ég flutti upp á land frá Eyjum.
Símtölin sem ég átti við þig nánast
upp á hvern dag voru alltaf minnisstæð.
Þegar ég hringdi og þú svaraðir, þá
svaraðir þú alltaf virðulega: Já, Anna.
Já, er þetta hún Kristín Anna? spurði
ég að bragði. Já, þetta er hún, en er
þetta hann Heimir Freyr? spurðir þú,
og þá skall á hlátur undantekningar-
laust því þetta var bara okkar húmor í
upphafi hvers símtals sem átti sér stað
dag hvern. Húmorinn var aldrei langt
undan, og á ég svo margar góðar og
skemmtilegar minningar um þig, elsku
mamma mín, sem tæki heila eilífð að
skrifa hér. Nú ertu í Guðs höndum,
elsku mamma, og bræður mínir njóta
nærveru þinnar og englar á himnum
fagna meðan við hin syrgjum þig.
Mamma mín, þú varst alltaf til staðar ef
ég þurfti að leita til þín.
Elsku mamma mín, ég vil þakka þér
fyrir allar þær stundir sem við áttum
saman allt til hinsta dags þíns. Nú líður
þér betur, mamma mín, það veit ég með
vissu. Smitandi og einstakur hlátur
þinn mun hljóma um allt himnaríki svo
allir heyri og taki undir. Minning þín
mun lifa um alla tíð eins og áður hefur
komið fram, og má koma fram aftur, því
þú varst einstök kona sem ég er stoltur
af að hafa átt sem móður og líka sem
besta vin. Ég mun geyma þig í hjarta
mínu og biðja til þín, elsku mamma,
hvert kvöld sem ég lifi sem og til
bræðra minna líka.
Bræður mínir og synir þínir og við öll
fjölskyldan erum alltaf saman í anda.
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
mamma.
Elskandi sonur þinn,
Heimir Freyr.
Elsku mamma mín. Ég upplifði til-
finningu sem ég fæ ekki fest í orð þegar
ég sá Sævar bróður koma inn um dyrn-
ar og presturinn við hlið hans. Vissi ég
hvað hafði gerst en höggið var þungt.
Þakklát samt fyrir að fá að halda í hönd-
ina á þér stuttu seinna. Það eru ekki all-
ir eins heppnir og ég að fá að hafa átt
svona yndislega mömmu. Þú vafðir mig
ást og umhyggju, varst allt sem ég
þurfti og svo miklu meira. Man þegar
við héldumst í hendur þegar ég var lítil,
þá straukstu mér með þumlinum yfir
handarbakið.
Ég kom langsíðust af stórum stráka-
hóp í þessa brotnu en sterku fjölskyldu
og mikið búið að ganga á. Ég var bara
ung þegar Smári heitinn fórst og ég
skildi ekki hvað gekk á en þú varst alltaf
svo sterk, búin að missa annan son áð-
ur, Steindór. Þú varst stúlkan sem
starðir á hafið. 2002 fékkstu annað áfall
og misstir Svenna. Þú hélst uppi minn-
ingum þeirra eins og klettur og margt
flaug í gegnum huga mér. Ég furðaði
mig alltaf á því hvernig þú fórst að þeg-
ar ég varð eldri. Nú loksins ertu komin
til þeirra.
Þú ert manneskja sem ég svo sann-
arlega lít upp til og það er margt sem
ég mun taka með mér á lífsleið minni
sem þú kenndir mér. Þýðir ekkert að
leggjast í gólfið og gefast upp m.a. Þú
ert hjá mér og ég mun halda áfram.
Þakka Guði fyrir það sem ég á. Pabba,
bræður, Lindu Sjöfn mína sem ég veit
að þú varst stolt af. Á meðan þú hafðir
heilsu þá varstu alltaf til í að koma og
kíkja eitthvað út og lífsgleðin skein
þrátt fyrir allt.
Linda saknar þín mikið og ég er til
staðar á löngum nóttum fyrir hana og
hún fyrir mig. Ég man alltaf þegar ég
sagði: „O, mamma, mig langar svo í lít-
ið barn núna.“ þá sagðir þú: „Farðu þá
að finna þér kall, stelpa,“ og við djók-
uðum um þetta fram og til baka. Allt
sem fór fram við eldhúsborðið á Foss-
heiðinni er efni í góða gamanseríu. Og
alltaf klukkan 16.35 var sjónvarpið
upptekið, Leiðarljós í gangi. Sakna þín
svo mikið, elsku mamma. Ég upplifði
tímann sem þú varst svo veik en ég
veit að þú ert komin á betri stað núna
og líður betur. Þjáist ekki lengur. Sem
veitir mér mikinn styrk í gegnum
þessa erfiðu tíma. Söknuður í minn
garð en léttir í þinn garð. Frelsið er
yndislegt, elsku mamma mín. Laus, og
niður með axlirnar, þú veist hvað ég á
við. Kveð í bili.
Drottinn er hlutskipti mitt og minn
afmældi bikar;
þú heldur uppi hlut mínum.
Mér féllu að erfðahlut indælir staðir,
og arfleifð mín líkar mér vel.
Ég lofa Drottin, er mér hefir ráð gefið,
jafnvel um nætur er ég áminntur hið
innra.
Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum,
þegar hann er mér til hægri handar,
skriðnar mér ekki fótur.
Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín
gleðst,
og líkami minn hvílist í friði,
því að þú ofurselur helju eigi líf mitt,
leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina.
Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleði-
gnótt er fyrir augliti þínu,
yndi í hægri hendi þinni að eilífu.
(Sálmur.)
Þín dóttir,
Anna Lea Geirsdóttir.
Kristín Anna
Baldvinsdóttir
Fleiri minningargreinar um Krist-
íu Önnu Baldvinsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarþel við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR MARINÓSSONAR,
Hrísmóum 1,
Garðabæ.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gísli Blöndal,
Guðrún Guðmundsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson,
Christian Marinó, Arnar Már, Guðmundur Ragnar,
Ísak Einar og Þorri Geir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FRIÐRIKA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR,
Dalbæ,
Dalvík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 1. september, verður jarðsungin frá
Dalvíkurkirkju föstudaginn 11. september kl. 13.30.
Anna Jóna Friberg,
Elsa Björg Friðjónsdóttir, Bjarni Oddsson,
Sveinbjörn Friðjónsson, Sigrún Árnadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
GÍSLA ALBERTSSONAR
húsasmíðameistara,
Engihjalla 17,
Kópavogi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 14. ágúst.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Fríðuhúsi og hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð.
Vilborg Guðrún Víglundsdóttir,
Arndís Gísladóttir, Ingvi Þór Ástþórsson,
Viglundur Gíslason, Yuka Yamamoto,
Albert Gíslason, Ólöf Erna Ólafsdóttir,
Birgir Gíslason, Kristjana Schmidt,
Guðrún Ósk Gísladóttir, Jóhann S. Ólafsson,
Þórhildur Gísladóttir, Hallur Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.