Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Sudoku Frumstig 6 1 4 2 3 5 5 2 4 8 6 7 1 8 3 8 1 7 5 4 1 5 7 8 3 8 7 1 2 2 6 7 5 7 1 7 9 8 9 3 8 3 8 5 6 1 6 5 1 3 4 7 8 8 5 2 8 1 4 3 5 6 2 4 4 3 7 9 4 2 6 8 9 1 7 5 3 8 2 1 9 6 4 8 9 6 3 5 4 1 2 7 2 4 1 7 9 6 3 8 5 5 6 7 9 4 3 8 1 2 4 3 9 1 8 2 5 7 6 1 2 8 6 7 5 4 3 9 3 7 2 5 1 9 6 4 8 9 1 4 2 6 8 7 5 3 6 8 5 4 3 7 2 9 1 5 9 6 1 2 4 8 3 7 1 4 7 8 9 3 6 5 2 8 3 2 7 6 5 1 9 4 9 5 3 2 4 8 7 6 1 2 8 1 6 5 7 9 4 3 6 7 4 3 1 9 2 8 5 4 1 5 9 8 2 3 7 6 3 6 8 5 7 1 4 2 9 7 2 9 4 3 6 5 1 8 1 5 4 7 2 9 6 3 8 2 8 7 6 4 3 9 1 5 6 3 9 1 5 8 2 4 7 7 4 1 5 8 6 3 9 2 3 9 8 2 1 4 5 7 6 5 6 2 9 3 7 1 8 4 8 1 6 4 9 5 7 2 3 9 7 3 8 6 2 4 5 1 4 2 5 3 7 1 8 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 5. september, 248. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Íslenskan er auðugt tungumál. Sembetur fer hafa Íslendingar farið þá leið að búa til ný orð í stað þess að taka upp orð úr öðrum tungumálum. En stundum verða hins vegar til ný orð að ástæðulausu. Eitt slíkt orð er orðið „óásættanlegt“. Þetta langa og óþjála orð hefur slegið í gegn á síð- ustu árum. Segja má að það hafi komist í tísku. Allir sem telja sig menn með mönnum segja „óásætt- anlegt“ í tíma og ótíma. x x x Það er orðið sjaldgæft að áhug-menn um fréttir komist í gegn- um einn dag án þess að heyra ein- hvern grípa til þessa orðs. Þingmenn notuðu orðið „óásættanlegt“ mikið þegar þeir greiddu atkvæði um Ice- save-frumvarpið. Þingmenn þurfa að vera hugmyndaríkir og þeir þurfa líka að búa yfir auðugum orðaforða. Þeir hljóta að geta notað fleiri orð til að lýsa afstöðu sinni til mála. Forystumenn samtaka á vinnu- markaði nota líka mikið orðið „óá- sættanlegt“ og líklega bera þeir mesta ábyrgð á að festa þetta leið- inlega orð í tungumálinu. Hvað er að því að nota orð eins og „slæmt“, „mjög slæmt“ „ekki hægt að sætta sig við“, „ekki gott“, „fárán- legt“, „mér er ofboðið“ eða „þetta eru mistök“? x x x Einhver kynni að halda að þettaorð sé búið að vera til í tungu- málinu í mörg ár, en það er ekki rétt. Gagnasafn Morgunblaðsins nær aft- ur til ársins 1986. Sé orðinu „óásætt- anlegt“ slegið upp í gagnasafninu kemur í ljós að það er fyrst notað í frétt um sjávarútvegsmál 22. febrúar 1990. Í fréttinni kemur fyrir setn- ingin: „Þetta telur LÍÚ óásættanlegt og krefst þess að fá að tilnefna sína tvo fulltrúa, eins og aðilar hafi þegar samið um, sín í milli.“ Á síðasta ári birtist orðið „óásætt- anlegt“ 507 sinnum á síðum Morg- unblaðsins. Það þýðir að finna mátti orðið næstum tvisvar sinnum í hverju blaði. Tilraunir stjórnenda Morgun- blaðsins til að ýta orðinu út úr blaðinu hafa greinilega ekki tekist. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 keyri, 4 krossa yfir, 7 tuskan, 8 snyfsi, 9 bekkur, 11 kvenmaður, 13 skemmtun, 14 valur, 15 raspur, 17 flík, 20 bókstafur, 22 sári, 23 ákveð, 24 blauðan, 25 heimskingi. Lóðrétt | 1 vein, 2 starf- ið, 3 beitu, 4 veiki, 5 brynna músum, 6 stétt, 10 skorturinn, 12 mátt- ur, 13 tjara, 15 hreyfir hægt, 16 óhult, 18 málms, 19 látni, 20 tölu- stafur, 21 boli. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 vannærður, 8 pabbi, 9 signa, 10 tík, 11 kuðla, 13 afræð, 15 sveif, 18 gilda, 21 áll, 22 legil, 23 ærðir, 24 vanmáttur. Lárétt: 2 aðbúð, 3 neita, 4 röska, 5 uggur, 6 spik, 7 garð, 12 lúi, 14 fái, 15 sálm, 16 eigra, 17 fálum, 18 glæst, 19 liðnu, 20 aurs. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á atskákmóti „heims- meistara“ sem lauk fyrir skömmu í Zü- rich í Sviss. Fyrrverandi heimsmeist- ari FIDE, Ruslan Ponomarjov (2727) frá Úkraínu, hafði hvítt gegn fyrrver- andi heimsmeistara unglinga, Werner Hug (2453) frá Sviss. 29. Dg7+! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 29… Bxg7 30. hxg7+ Kg8 31. gxf8=D+ Kxf8 32. Hg8+. Rússinn Vladimir Kramnik varð efstur á mótinu af átta keppendum en hann fékk 5 vinninga af sjö mögulegum og annar varð heimsmeistarinn Visw- anathan Anand (2788) frá Indlandi. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sinfóníutónleikar. Norður ♠765 ♥G105 ♦KD942 ♣85 Vestur Austur ♠D8 ♠G1042 ♥D742 ♥Á63 ♦G6 ♦10853 ♣DG974 ♣ÁK Suður ♠ÁK93 ♥K98 ♦Á7 ♣10632 Suður spilar 1G. Í Sumarbrids á mánudagskvöldið kom vestur óheppilega út með ♣D gegn einu grandi og sú byrjun gaf tón- inn fyrir komandi sinfóníu. Austur tók báða laufslagina og skipti yfir í hjarta. Sagnhafi lét lítið, vestur drap á ♥D, spilaði aftur hjarta og austur hreinsaði litinn með ás og meira. Ekki er um annað að ræða en spila tígli, en þegar gosinn kemur annar úr vestrinu er rétt að meta stöðuna upp á nýtt. Það er á móti líkum að vestur sé með ♦G10x og því freistandi að reyna innkast: spila ♠ÁK og spaða. Eins og legan er lendir austur inni og verður að spila upp í ♦D9 í lokin, en fegurðin liggur í því að þessi leið skilar líka vinningi í 3-3 spaðalegu. Ef vestur tek- ur þriðja spaðaslaginn neyðist hann til að gefa sagnhafa á ♣10 og um leið inn- komu á fríspaðann. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Veltu frekar vandamálunum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að lausn þeirra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú átt það til að eigna þér tilfinn- ingar annarra. Fólk sem er ólíkt þér verð- ur skyndilega aðlaðandi og eitthvað gæti slegið þig út af laginu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú gengur í augun á öðrum í dag. Haltu þig eins fjarri þeim og þú frekast getur, því til þín verður leitað til að lægja öldurnar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Teldu öðrum trú um að þú sért sjálfum þér nógur í dag, þá hreppirðu fyrsta vinning. Þú freistast til þess að kaupa eitthvað án umhugsunar í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er eitt og annað að gerast í kringum þig og vertu því snöggur að taka ákvarðanir. Vertu samvinnuþýður við maka og nána vini. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það getur reynzt ánægjulegt að hitta vinnufélagana annars staðar og utan vinnutímans. Sinntu líka fólkinu í kring- um þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu hendur standa fram úr ermum og gakktu djarfur á vit framtíðarinnar. Nú er kjörið tækifæri til þess að taka höndum saman við aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur hugsanlega aukið tekjur þínar með einhverjum hætti í dag. Vertu viss um að gera greinarmun á sjálf- um þér og því sem þú fæst við. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þið eruð hamhleypur til verka og það kemur sér vel nú þegar taka þarf til hendinni. Leyfðu þér umfram allt að njóta þín. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þó að einhver hafi ekki komist mjög langt áleiðis með verkefni eða í þroska skaltu samt ekki telja eftir þér að hrósa. Gakktu ótrauður til verks og mundu að hálfnað er verk þá hafið er. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástvinir þínir eru þurftafrekir en mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. En sérhlífni er líka slæm svo reyndu að þræða hinn gullna meðalveg. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú veltir fyrir þér hvers vegna enginn hefur stokkið á tækifærið til að sinna viðskiptum. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. Stjörnuspá 5. september 1942 Þýsk sprengjuflugvél af gerð- inni Focke Wulf gerði loftárás á Seyðisfjörð. Sprengja lenti skammt frá fjórum drengjum sem voru að leik og slösuðust þeir allir, einn þó mest. Þeir voru sjö og átta ára. 5. september 1968 Togarinn Surprise frá Hafn- arfirði strandaði á Landeyja- sandi. Skipverjunum 28 var bjargað í land en ekki tókst að ná skipinu á flot, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir. 5. september 1972 Varðskipið Ægir beitti tog- víraklippum á breskan land- helgisbrjót í fyrsta sinn. Þetta gerðist innan 50 sjómílna markanna norður af Horni, nokkrum dögum eftir út- færslu landhelginnar. Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra togara. 5. september 1987 Háskólinn á Akureyri var sett- ur í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju. Kennsla hófst tveimur dögum síðar, í iðnrekstrarfræði og hjúkrunarfræði. Fyrsta skóla- árið voru 47 nemendur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Guðrún Karen Valdimarsdóttir og Embla Árnadóttir héldu margar tombólur í sumar til styrktar Rauða krossinum. Samtals söfnuðu þær 4.507 krónum. Hlutavelta „ÉG ætla að halda stóra veislu í Þjóðleikhúskjall- aranum,“ segir Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður, spurður hvernig hann ætli að fagna fimmtugsafmæli sínu. „Ég held upp á afmælið á tíu ára fresti,“ segir hann og rifjar upp að þegar hann varð fertugur hélt hann upp á afmælið ásamt tveimur frændum sínum á Hótel Borg og þrítugs- afmælið hélt hann á Óðali ásamt tveimur vinum sínum. Nú heldur hann hins vegar veislu einn. Þegar blaðamaður ræddi við Ámunda í gær sagðist hann vera veikur en hafði fengið þá hug- mynd að ef hann kæmist ekki í veisluna í kvöld myndi hann fá einhvern leikara til að mæta í hlutverki Ámunda. „Ég bar þetta undir fjölskyldu mína og það komu ýmsar skrýtnar uppá- stungur,“ segir hann. Hann segir að meðal þeirra sem voru nefndir hafi verið Laddi. „Ég vil ekki nefna hina, ég var alveg miður mín að fjölskylda mín skyldi hugsa svona um mig,“ segir Ámundi og hlær. Ámundi á fjögur börn á aldrinum 15-30 ára og segist vel geta hugs- að sér að eiga fleiri. „Börn eru magnað fyrirbæri, ég er að uppgötva það betur og betur,“ segir hann og bætir við að hann vilji gjarnan fara að fá barnabörn. „Ég er sjúkur í að fá barnabörn!“ ylfa@mbl.is Ámundi Sigurðsson grafískur hönnuður 50 ára Kemst vonandi í veisluna Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.