Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 42
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið/Ómar
Tónlistarhúsið Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan verða bæði til heimilis í Tónlistarhúsinu við höfnina.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÍSLENSKA óperan mun eignast
heimili í tónlistarhúsinu við höfnina.
Þetta staðfesti Stefán Baldursson í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Eigendur hússins óskuðu eftir
því í vor að við skoðuðum þann
möguleika að flytja í húsið, og í ljósi
kringumstæðna vorum við mjög já-
kvæð, þótt húsið væri ekki beinlínis
hannað fyrir sviðslistir. Stjórn Ís-
lensku óperunnar samþykkti í sum-
ar að ganga að þessu, og nú í haust
er unnið að samningi við Austur-
höfn.“
Að undanförnu hafa Stefán og
stjórn Óperunnar unnið að því með
Stefáni Hermannssyni fram-
kvæmdastjóra Austurhafnar og
arkitekt tónlistarhússins að skoða
vistarverur tónlistarhússins með
það í huga var heppilegast væri að
staðsetja starfsemi Óperunnar.
Sinfó og Óperan deila salnum
Í stóra salnum er hljómsveitar-
gryfja, sem þörf er á við óperusýn-
ingar og munu því hljómsveitin og
Óperan deila dögum í salnum, en að
sögn Stefáns, kemur líka til greina
að setja upp sýningar í öðrum sölum
hússins.
„Við höfum verið hógvær í okk-
ar kröfum, en það eru þó lág-
markskröfur sem þarf að upp-
fylla. Sem betur fer var gert ráð
fyrir hljómsveitargryfjunni, en
það þarf einhvern veginn að
fjölga inngöngum á sviðið, því
það er æskilegt fyrir sýningar að
hafa fleiri innkomumöguleika en
gert var ráð fyrir, fyrir hljóm-
sveitina.
Í okkar þröngu og erfiðu að-
stæðum í núverandi húsnæði er
þetta ekkert nema skref framá-
við; við viljum gera það besta úr
þessu og við erum mjög ánægð,“
segir Stefán Baldursson.
Íslenska óperan mun eignast heimili í tónlistarhúsinu
Þetta er skref framávið
MIREYA Samper opnar
myndlistasýninguna Vættir
í DaLí Gallery á Akureyri í
dag kl.14. Hún sýnir skúlp-
túra og myndverk unnin
með blandaðri tækni og eru
öll verkin unnin fyrir sýn-
inguna. Mireya fjallar um
íslenskar vættir og verur,
en með þeim leynist einn
japanskur shaman. Mireya
heldur til Abiko í Japan með vættir sínar í
október til sýningar. Hún tók líka þeirri áskor-
un að vinna inn í litla rýmið Kom inn á vinnu-
stofu DaLí sem er sagt vera eitt minnsta sýn-
ingarrými landsins. Allir eru velkomnir.
Myndlist
Vættir með jap-
önskum shaman
Mireya Samper
KVIKMYNDASAFN Ís-
lands sýnir myndina Stra-
tegia del ragno eða Her-
kænska köngulóarinnar í
Bæjarbíói í Hafnarfirði kl.
16 í dag. Myndin er til-
brigði við smásögu argent-
íska rithöfundarins Jorge
Luis Borges. Þar segir frá
eftirgrennslan ungs manns
um afdrif föður síns í valda-
tíð fasista á Ítalíu, en fað-
irinn var andstæðingur Mussolinis. Höfundur
myndarinnar er Bernardo Bertolucci en töku-
maður var Vittorio Storaro sem kynntur var
sérstaklega á afmæli safnsins í fyrra.
Kvikmyndir
Borges og Berto-
lucci í Bæjarbíói
Bernardo
Bertolucci
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KOLBEINN Bjarnason flautuleik-
ari og japanska tónskáldið Toshio
Hosokawa hafa gert samning við
Naxos-útgáfuna um að gefa út öll
flautuverk tónskáldsins í flutningi
Kolbeins. Naxos er stærsta plötuút-
gáfufyrirtækið í klassískri tónlist í
dag.
„Ég tók upp sjö verk eftir Hoso-
kawa frá júní til desember í fyrra,
þar af tvo flautukonserta, annan
sem ég spila með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands undir stjórn Hoso-
kawa og hinn með Caput. Hoso-
kawa var þá með það í huga að
fara með upptökurnar til Naxos.“
Það var ekki búið að fullklippa
upptökurnar þegar Kolbeinn sendi
Hosokawa afrit og hann var svo
ánægður að hann fór strax á fund
Naxos-manna sem samþykktu á
staðnum að gefa þær út.
„Þetta er of mikið fyrir einn
disk, þannig að sennilega verður
þetta gefið út á tveimur diskum og
Hosokawa semur þá ný verk fyrir
mig til að bæta við á seinni disk-
inn.“
Þegar Kolbeinn er spurður um
hvað útgáfusamningurinn þýði fyr-
ir hann og hvað hann færi honum
kveðst hann ekki vilja hugsa dæm-
ið þannig, heldur snúa því við. „Ég
vil spyrja hvers vegna ég geri þetta
og hvað það þýði fyrir aðra. Þetta
þýðir það að það verða fleiri en ella
sem fá tækifæri til að njóta þess-
arar tónlistar. Ég geri þetta til þess
að aðrir fái að njóta. Þess vegna
gleðst ég yfir því að tónlist Hoso-
kawa eigi eftir að fara svo víða og
svo ódýrt því Naxos-útgáfan selur
sína diska ódýrar en önnur útgáfu-
fyrirtæki. Þetta er tónlist sem mér
finnst eiga gríðarmikið erindi.“
Kolbeinn segir að fjölmargir hafi
hljóðritað og gefið út verk Hoso-
kawa. Hvað er það þá sem gerir
hans útgáfu sérstaka? „Mín hugsun
var að öll flautuverkin hans væru
aðgengileg á sama stað því í öðrum
útgáfum hafa þau verið í bland við
önnur verk og önnur hljóðfæri.
Þá hafa aðrar útgáfur á þessum
verkum ekki verið unnar í jafn
nánu samstarfi við tónskáldið.
Þetta hefur verið okkar samvinnu-
verkefni gegnum tíðina.“
Auk Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og Caput leikur Valgerður
Andrésdóttir píanóleikari með Kol-
beini.
Til þess að aðrir
fái að njóta
Kolbeinn Bjarnason gefur út hjá Naxos
Kolbeinn Spilar japönsk verk.
LÍFRÓÐUR? málþing um
hafið og sjálfsmynd þjóð-
arinnar verður haldið í dag
frá kl. 13-15.30 í Hafn-
arborg, í tengslum við sam-
nefnda sýningu í safninu.
Það er Þjóðfræðistofa sem
stendur fyrir málþinginu og
efni þess er hafið í orðræðu
og sjálfsmynd Íslendinga.
Þar munu fræði- og lista-
menn koma saman og ræða
inntak sýningarinnar ásamt aðstandendum
hennar. Þá verður velt upp spurningum um
skynjun okkar á ytri veruleika hafsins sem og
merkingu þess í huga fólks og menningarlífi.
Hugvísindi
Hafið og sjálfs-
mynd þjóðarinnar
Silfursjór eftir
Helga Þorgils
SLÁTUR, Samtök listrænt
ágengra tónsmiða umhverf-
is Reykjavík, lýkur tón-
leikaferð sinni um Norð-
urlöndin með tónleikum í
Norræna húsinu kl. 20.30.
Flutt verða verk eftir Áka
Ásgeirsson, Davíð Brynjar
Franzson, Guðmund Stein
Gunnarsson, Hlyn A. Vilm-
arsson, Inga Garðar Er-
lendsson, Jesper Pedersen, Pál Ivan Pálsson
og Þráin Hjálmarsson. Með Sláturfélögum
leikur Frank Aarnink á slagverk. Verkin á tón-
leikunum voru sérstaklega samin fyrir þessa
ferð samtakanna. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Slátur í Norræna
húsinu í kvöld
Áki Ásgeirsson
Myndlist í skini Ljósanætur
Myndlist Ljósanótt stendur nú yfir í Reykjanesbæ með margháttaðri dagskrá. Meðal myndlistarsýninga sem opnaðar voru í tilefni Ljósanætur eru sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur í Listasafni
Reykjanesbæjar og sýning Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Gallerí Suðsuðvestur. Inga Þórey kallar sýningu sína Flökkuæðar - Loftfar / Vessels, þar sem hún skoðar farangur og farartæki í þrí-
víðum málverkum, máluðum skúlptúrum og hljóð- og ljósaverki sem stillt er upp þannig að úr verður nokkurs konar umferðarmiðstöð. Libia og Ólafur sýna myndbandsverkið Caregivers, sem tekið er
í Trentino á Ítalíu og dregur upp mynd af tveimur konum, innflytjendum frá Rúmeníu og Úkraínu, sem fluttust til Ítalíu til að vinna við umönnun aldraðra í heimahúsum. Tónlistin í verkinu, sem samin
er við blaðagrein er fjallar um sama viðfangsefni, er samin af Karólínu Eiríksdóttur og flutt af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu, Matthíasi Nardeau óbóleikara og Kvennakór Garðabæjar.