Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
Stikla úr heimildarmynd Helga
Felixsonar, Guð blessi Ísland,
vakti gríðarlega athygli þegar hún
var frumsýnd á mbl.is á fimmtudag-
inn. Svo mikill var áhuginn að rétt
tæplega 30.000 manns horfðu á
stikluna og var mikið bloggað í
kjölfarið. Einn bloggaranna sagðist
hreinlega ekki hafa ráðið við sig,
og farið að gráta við það eitt að
horfa á stikluna. Fyrst auglýsing
fyrir myndina vekur slík viðbrögð,
hvað skyldi myndin sjálf þá gera?
Tárfelldi yfir stiklu úr
Guð blessi Ísland
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ er langt stórra högga á milli í tilfelli Orgelkv-
artettsins Apparats. Þessi stærsti orgelkvartett heims
lék síðast fyrir Frónverja á Ljósanótt 2006 og víst
að margir eru orðnir langeyrðir eftir hrynríkri dá-
semdinni. Því skal það tilkynnt hér að kvartettinn
mun halda hljómleika á næstunni, nánar tiltekið á
tónlistarhátíðinni Réttum, sem fram fer 23.-26.
september. Úlfur Eldjárn, einn liðsmanna, stað-
festi þessar fréttir með mikilli ánægju. Hann
sagði að fyrir tveimur árum hefði kvartettinn
hætt spilamennsku til að geta einbeitt sér að
næstu plötu en sú fyrsta – og eina til þessa – kom út
2002.
„Við erum búnir að lofa nýrri plötu á hverju einasta ári síðan
sú fyrsta kom út. Á endanum hættum við því svo. En ... núna er-
um við í ALVÖRUNNI farnir að sjá fyrir endann á þessu.
Það má eiginlega segja að við séum að trekkja upp vél-
ina með þessum tónleikum. Það verður því eitthvað
um dýrðir, ætli við reynum ekki að gera við sápukúlu-
vélina af þessu tilefni? Er ekki síðan málið að taka
gigg í Offiseraklúbbnum? Við höfum a.m.k. mikla
unun af því að spila í Keflavík.“
Úlfur segir þá félaga vera orðna langþreytta á
tafsi og hangsi, það sé komin smá Spinal Tap fíl-
ingur í sveitina – sem sé reyndar svolítið kúl.
„Við höfum allir verið uppteknir, hver í sínu
horni. En erum nú farnir að hittast aftur yfir
Bragakaffi og lóðboltum. Það er allt að hendast í
gang, sei sei já...“
Orgelkvartettinn Apparat snýr aftur!
Það var mikið fjör í Íslensku óp-
erunni á fimmtudagskvöldið þegar
einleikurinn Hellisbúinn var frum-
sýndur. Þar kitlaði Jóhannes
Haukur Jóhannesson hlátur-
taugar prúðbúinna leikhúsgesta
svo um munaði, og var stemningin
slík að leikarinn sjálfur sprakk
meira að segja úr hlátri á einum
stað í verkinu.
Ljóst er að hin nýja uppsetning á
þessu gríðarlega vinsæla verki hef-
ur heppnast mjög vel, jafnvel enn
betur en uppsetning Bjarna Hauks
Þórssonar fyrir áratug. Hvort
80.000 Íslendingar sjái verkið nú
líkt og þá getur hins vegar tíminn
einn leitt í ljós.
Jóhannes Haukur
sprakk úr hlátri á sviði
Í vikunni birtist spjall við tónlist-
armanninn Helga Val þar sem hann
var kallaður fyrsti „trapparinn“,
vegna samsuðu hans á rappi og trú-
badúrstónlist. Nú hefur Valgeir
nokkur Gestsson, gítarleikari og
söngvari hinnar stórgóðu sveitar
Jan Mayen, stigið fram og leiðrétt
þessa fullyrðingu. Heldur hann því
fram fullum fetum að Helgi Valur
eigi ekki tilkall til þessa titils, þvert
á móti séu hann og samstarfsmaður
hans og vinur, hinn geðþekki út-
varpsmaður Ágúst Bogason,
fyrstu „trapparar“ landsins en þeir
stofnuðu sveitina Da Trappaz fyrir
heilum ellefu árum. Tóndæmi hafa
reyndar ekki borist hingað inn á
skrifstofuna en það væri óneit-
anlega forvitnilegt að fá að heyra
dimman og flauelsmjúkan barítón
Ágústs í þessu samhengi …
Nei, Ágúst Bogason
var fyrsti „trapparinn“!
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞESSI mynd kemur í beinu fram-
haldi af samstarfinu við Sveita-
brúðkaup, Valdís virðist ekki hafa
fengið ógeð á okkur þegar við vor-
um að gera hana,“ segir Gísli Örn
Garðarsson, leikari og forsprakki
Vesturports, um kvikmyndina
Kóngaveg 7 sem Valdís Ósk-
arsdóttir er með í bígerð í sam-
starfi við leikhópinn. Fjölmargir
leikarar Vesturports fóru með hlut-
verk í síðustu mynd Valdísar,
Sveitabrúðkaupi, en að þessu sinni
verður leikhópurinn einnig í hlut-
verki meðframleiðanda.
„Valdís skrifar handritið sjálf en
við munum koma að því eins og
alltaf, með okkar athugasemdir og
skoðanir. Þannig að við verðum
mjög virk í samstarfinu, en hún
tekur auðvitað bara það sem henni
finnst gott og hitt ekki. En grunn-
urinn að handritinu er alfarið henn-
ar að þessu sinni,“ segir Gísli en í
tilfelli Sveitabrúðkaups kom leik-
hópurinn allur að gerð handrits,
sem var að hluta til spunnið.
Í hjólhýsahverfi
Aðspurður segir Gísli að Kónga-
vegur 7 sé einhvers staðar mitt á
milli þess að vera gamanmynd og
drama.
„Myndin gerist í ótrúlega
skemmtilegu umhverfi, í hjólhýsa-
hverfi á Íslandi. Það er mjög
áhugaverður heimur sem býður
upp á margt enda er þetta heilt
samfélag á einu litlu svæði, öll flór-
an af fólki í þrjátíu hjólhýsum,“
segir leikarinn sem fer með aðal-
hlutverkið – hlutverk manns sem
snýr aftur heim til Íslands eftir
þriggja ára fjarveru erlendis og er
með hin ýmsu vandamál í fartesk-
inu. „Hann og vinur hans eru ut-
anaðkomandi og eru þeir einu sem
búa ekki þarna, og maður upplifir
söguna svolítið í gegnum þá. En
svo eru allskonar persónur í hjól-
hýsahverfinu, persónur sem eru að
takast á við hin ýmsu vandamál.“
Gísli segir að verkefnið leggist
afar vel í sig og leikhópinn allan,
enda hafi þau góða reynslu af sam-
starfinu við Valdísi.
„Það er ótrúlega gaman og gef-
andi að vinna með Valdísi, enda
draumaumhverfi allra leikara að fá
að vera með í sköpun verksins frá
upphafi og hafa áhrif á það sem
gerist,“ útskýrir hann.
Tvær myndir í þróun
Vesturport hefur hingað til verið
hvað þekktast fyrir uppsetningu á
verkum fyrir leikhús, og nægir að
nefna Hamskiptin, Woyzeck og
Rómeó og Júlíu í því sambandi.
Hópurinn hefur þó fengist við kvik-
myndagerð áður, en hann kom að
framleiðslu Barna og Foreldra, auk
Brims sem væntanleg er í kvik-
myndahús á næstunni.
„Við myndum örugglega gera
fleiri myndir ef þetta væri ekki
svona þungt í vöfum. Það tekur
alltaf langan tíma að þróa og vinna
handrit, og fjármagna,“ segir Gísli
en bætir því þó við að hópurinn sé
með tvær myndir í þróun.
„Sjón er að skrifa eina mynd fyr-
ir okkur sem ber vinnuheitið Klara
miðill og svo er Björn Hlynur að
skrifa handrit að mynd sem heitir
Bæjarins verstu og byggist á sögu
útigangsmanns í Reykjavík.“
Tökur á Kóngavegi 7 hefjast um
miðjan október og stefnt er að
frumsýningu um páskana á næsta
ári.
Vesturport með Valdísi
Morgunblaðið/Kristinn
Gísli, Ingvar og Valdís „Myndin gerist í ótrúlega skemmtilegu umhverfi, í hjólhýsahverfi á Íslandi,“ segir Gísli meðal annars um kvikmyndina Kóngaveg 7.
Meðlimir leikhópsins fara með stærstu hlutverkin í kvikmyndinni Kóngavegur 7
Á meðal þeirra eru Gísli Örn Garðarsson og Ingvar E. Sigurðsson
Það eru engar
smá kanónur
sem fara með
aðalhlutverkin í
Kóngavegi 7, en
þar á meðal eru
Nína Dögg Fil-
ippusdóttir,
Gísli Örn Garð-
arsson, Björn
Hlynur Har-
aldsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri
Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson,
Rúnar Freyr Gíslason, Hanna
María Karlsdóttir, Þröstur Leó
Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Sig-
urður Sigurjónsson, Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Ólafur Egilsson og
Elva Ósk
Ólafsdóttir.
Þá þarf vart
að kynna leik-
stjórann, Val-
dísi Ósk-
arsdóttur, sem
hlaut BAFTA-
verðlaunin fyr-
ir klippingu
við kvikmynd-
ina Eternal
Sunshine of the Spotless Mind.
Kóngavegur 7 er hennar önnur
kvikmynd í stóli leikstjóra, en
Sveitabrúðkaup var sú fyrsta.
Framleiðendur myndarinnar eru
þeir Árni Filippusson, Davíð Óskar
Ólafsson og Hreinn Beck.
Engir aukvisar í aðalhlutverkum
Björn
Hlynur
Ólafur
Darri
Nína
Dögg
Ómennskir Liðsmenn Apparatsins stilla sér upp.
Ballett
Byrjendur (yngst 3ja ára)
og framhaldsnemendur.
Innritun í síma
567 8965
Ballettskóli
Sigríðar Ármann
Reykjavík,
Kópavogi.