Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Það er ekki oft sem boðið erupp á dansgöngu í Reykja-vík. Ein slík leggur þó upp frá veitingahúsinu Karamba í dag kl. 14 undir leiðsögn þess er nefn- ir sig Vaðal, samkvæmt heima- síðu hátíðarinnar. Þar ávarpar hann þá sem hyggjast ganga með honum með ljóði og lofar að segja sögu.    Ef marka má viðtökurnar áfyrsta kvöldi danshátíðar- innar sl. fimmtudag, er jafnvíst að margir vilji láta segja sér slíka sögu. Hafnarfjarðarleikhúsið var troðfullt og þau þrjú dansverk sem voru frumflutt fengu hlýjar viðtökur. Kannski ekkert und- arlegt, því um langt skeið hefur dans átt vaxandi fylgi að fagna á Íslandi – varla til það stúlkubarn sem ekki fer í ballett einhvern tíma á grunnskólaaldri. Danslist hefur að sama skapi þróast mikið hér á landi undan- farin ár, eins og ferskleikinn í verkunum sem sýnd voru í Hafn- arfjarðarleikhúsinu bar gott vitni um. Tvö verkanna báru augljós merki þess niðurbrots á mærum á milli listgreina sem einkenna samtímann – voru einskonar hreyfilist sem sjónrænt séð átti ýmislegt sameiginlegt bæði með myndlistargjörningum og leik- húsi.    Sá mikli fjöldi sem lagt hefurstund á dans undanfarin ár hefur vitaskuld ekki allur skilað sér inn í listgreinina sem atvinnu- fólk. En á örfáum árum hafa samt sem áður snúið heim úr námi er- lendis fjölmargir nýir danshöf- undar sem blása nýju lífi í þá stuttu hefð sem er fyrir listdansi á Íslandi, með eftirtektarverðum hætti. Sömuleiðis er orðinn til hópur dansunnenda meðal áhorf- enda; í Hafnarfjarðarleikhúsinu var yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda ungur að árum – í raun óskahópur þeirra sem reka sviðslistahús, þar sem áhorfendur eru oft í eldra og ráðsettara lagi. Það sama má í raun segja um áhorfendur leiklistarhátíðanna tveggja sem staðið hafa undan- farið; Art Fart og LOKAL; áhorf- endur þar voru að stórum hluta ungt fólk. Menningarneysla þess aldurshóps virðist vera að aukast – í það minnsta þegar þessum hópi stendur eitthvað til boða sem hann hefur efni á. Aðstandendur danshátíðarinnar bjóða gestum sjálfdæmi um aðgangseyri sem vissulega er til fyrirmyndar í kreppunni. Vonandi verður það þó ekki til þess að ryðja þeirri til- hneigingu braut sem allof oft örl- ar á – að ætlast til þess að lista- menn gefi vinnuna sína. Þeir þurfa að eiga til hnífs og skeiðar, jafnvel þótt það sé gaman í vinnunni! fbi@mbl.is Listdans – ferskur og framsækinn heimur »En á örfáum árumhafa samt sem áður snúið heim úr námi er- lendis fjölmargir nýir danshöfundar sem blása nýju lífi í þá stuttu hefð sem er fyrir listdansi á Íslandi, með eftirtekt- arverðum hætti. Ljósmynd/Bart Griete Shake me Það var stappað og klappað og staðið upp fyrir Íslensku hreyfi- þróunarsamsteypunni í troðfullu Hafnarfjarðarleikhúsinu í fyrrakvöld. AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára Magnað og blóðugt framhald af Halloween sem Rob Zombie færði okkur fyrir tveimur árum. Hinn stórhættulegi og snargeðveiki raðmorðingi Michael Myers heldur áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt! Bráðskemmtileg heimildarmynd um mestu goðsögn tískuheimsins, Önnu Wintour, fyrirmynd persónu Meryl Streep í myndinni The Devil Wears Prada. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. TILBOÐSVERÐ550 KR Á SÝNINGAR MERKTAR RAUÐU SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 11 B.i. 16 ára The Taking of Pelham 123 kl. 6 B.i. 16 ára Time Travelers Wife kl. 8 B.i. 12 ára The Goods kl. 10 B.i. 14 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3 (300 kr.) LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 3 (600 kr.) B.i. 16 ára September issue kl. 6 - 8- 10 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Time Traveler´s Wife kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Stelpurnar okkar kl. 4 (550 kr.) LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára Night at the Museum kl. 3:30 (300 kr.) LEYFÐ Gullbrá kl. 4 (300 kr.) LEYFÐ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 4 (300 kr.) LEYFÐ G.I. Joe kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára The Goods, live hard.... kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 750 kr B.i.14 ára Night at the Museum kl. 4 300 kr LEYFÐ Taking of Pelham 123 kl. 5:30 - 8 - 10:30 750 kr B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:40 300 kr LEYFÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.