Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson LÁN Pólverja hljóðar upp á 630 milljónir pólskra slota, sem á núver- andi gengi eru um 25 milljarðar ís- lenskra króna. Lánið er til 12 ára og ber 2% vexti út árið 2015, en 1,3% eftir það. „Það er mjög mikilvægt að þetta sé í höfn,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra að und- irritun lokinni. Hann er staddur ásamt íslenskri sendinefnd í Ist- anbúl í Tyrklandi, þar sem árs- fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans fer fram í vikunni. Lánið verður greitt út í þremur jafnstórum hlutum, en ekki fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokið endurskoðun efnahagsáætl- unar fyrir Ísland. Sjóðurinn mun ekki gera það fyrr en fundin hefur verið lausn á Icesave-deilunni, svo ekki er von á greiðslum frá Pólverj- um fyrr en sú deila hefur verið leyst. Svipað er upp á teningnum varð- andi önnur lán sem Íslendingum hafa verið boðin – að láni frá Fær- eyjum undanskildu. Einungis hefur verið greiddur fyrsti hluti láns frá AGS, og virðast greiðslur næstu hluta vera háðar lyktum Icesave- deilunnar. Lán frá hinum Norður- landaþjóðunum eru aftur háð láni AGS. „Það var sérstaklega gaman að eiga í þessum samskiptum við Pól- verja,“ segir Steingrímur. „Þeir voru svo jákvæðir og hjálplegir og lögðu mikið upp úr því að þeir væru með þessu að leggja sitt af mörkum. Þetta er að mörgu leyti ný staða fyr- ir Pólverja, sem sjálfir hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika á umliðn- um áratugum og þegið mikla aðstoð. Núna má segja að þeir séu komnir hinum megin við borðið.“ Fundað með Rússum Fjármálaráðherra fundaði einnig með Dmitri Pankin, aðstoðarfjár- málaráðherra Rússlands, um mögu- legt lán Rússa til Íslendinga. „Þetta var góður fundur í vinsamlegu and- rúmslofti,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki geta sagt neitt um nið- urstöðu fundarins að svo stöddu, en rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði í gær eftir fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kudrin, að sendi- nefndir landanna hefðu ekki komist að samkomulagi um lán. Hitti Darling Til stóð að koma á sameiginlegum fundi með Hollendingum og Bretum til að reyna að finna lausn á Icesave- deilunni, en nú er ljóst að ekki verð- ur af slíkum fundi. Steingrímur hitti þó Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, og átti við hann óformlegt spjall í gær. „Þar var staðfestur sameig- inlegur áhugi á því að reyna að halda áfram að leita lausna. Darling virtist vera sæmilega vel upplýstur um stöðu [Icesave-]málsins, og sagðist auðvitað fagna því ef hreyf- ing kæmist á það á nýjan leik.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur sendinefnd Íslend- inga fengið skýr skilaboð í Istanbúl: ekkert muni gerast í málefnum Ís- lands fyrr en fundin hefur verið lausn á Icesave-deilunni. Pólverjar til aðstoðar  Fáum 25 milljarða króna lán frá Pólverjum  Útborganir eru háðar endur- skoðun AGS  Rætt við Rússa um mögulegt lán, en samkomulag náðist ekki Reuters Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur ársfund sinn að þessu sinni í Istanbúl í Tyrklandi. Sendinefnd Íslendinga hefur í nógu að snúast þar. Í HNOTSKURN »Enn hefur einungis fyrstihluti láns frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum borist. Sá hluti nemur um 850 millj- ónum dala, en í heild er lán- ið 2.100 milljónir dala. »Greiðsla númer tvö áttiað berast í febrúar síð- astliðnum, að lokinni endur- skoðun á efnahagsáætlun fyrir Ísland. »Til samanburðar nemurlánið frá Pólverjum um 200 milljónum dollara. Það er til 12 ára, en fyrstu fimm árin verða afborgunarlaus. Skrifað var undir 25 milljarða króna lánssamning milli Íslands og Póllands í gær. Útborganir eru háðar endurskoðun AGS. Lánið er til 12 ára og verða fyrstu fimm árin afborgunarlaus. „ÉG held að það mál sé nú skemmra á veg komið í Noregi en sagt var í fyrstu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um mögulegt lán frá Noregi sem verið hefur í um- ræðunni. Eins og kunnugt er hafa framsóknarmenn sagt norska miðjuflokkinn vera reiðubúinn að lána Íslendingum fé, óháð áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Auðvit- að skortir mig ekki áhuga á að vera í góðu sambandi við Norðmenn,“ segir Steingrímur. „En ég held að þetta mál sé bara á algjöru hug- myndastigi hjá einhverjum til- teknum einstaklingum í norskum stjórnmálum og ótímabært að blása það út sem einhver stórtíðindi.“ Bólar ekkert á norsku láni Steingrímur J. Sigfússon ÍSLENSK sendinefnd mun funda stíft í Istanbúl næstu daga, en árs- fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans stendur þar yfir í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hittir Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, í dag til að ræða um Icesave-deiluna. Þá mun fundur með Rússum, um mögulegt lán til Íslendinga, vænt- anlega einnig halda áfram í dag. Á morgun hittir fjármálaráðherra svo Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og fundar einnig með portúgölsku sendinefndinni. Stíf fundahöld í Istanbúl AGS Dominique Strauss-Kahn. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HUGMYNDIR stjórnvalda um að auka skatta á stóriðjufyrirtæki eru ekki að koma fram á lokaspretti fjárlagafrumvarpsins, en eins og fram hefur komið er áformaður 16 milljarða króna tekjuauki í frum- varpinu af umhverfis-, orku- og auðlindasköttum. Hefur þessum áformum verið harðlega mótmælt af álfyrirtækjunum og forsvars- mönnum Samtaka atvinnulífsins. Þó að þessi upphæð hafi komið iðnaðarráðherra á óvart hefur inn- an fjármálaráðuneytisins verið vilji til að auka álögur á álfyrirtæki og annan orkufrekan iðnað. Indriði H. Þorláksson, nú að- stoðarmaður fjármálaráðherra, lagði sem þáverandi ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu fram minnisblað á fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis í mars sl. Snerist minnisblaðið um skattaleg atriði í frumvarpi um fjárfesting- arsamning við álver Norðuráls í Helguvík. Lagði Indriði til að frumvarpið yrði endurskoðað og skattur aukinn á fyrirtækið. Einn- ig lagði hann til að samningar við álver Alcoa- Fjarðaáls í Reyðarfirði yrðu endurskoðaðir með sama hætti. Í fjárfestingarsamningnum við Norðurál var kveðið á um að fyr- irtækið greiddi aldrei hærri en 15% tekjuskatt. Í minnisblaðinu segir Indriði það óþarft að semja um skatthlutfallið og „fráleitt er að semja um hámark á það“. Í minnisblaðinu segir síðan að augljóst sé að framundan séu al- mennar hækkanir á sköttum. Með frumvarpinu sé útilokað að „nokk- ur hluti þessarar óhjákvæmilegu hækkunar“ komi niður á þeim fé- lögum í landinu sem rekin séu með hagnaði. Hækkun tekjuskattsins í 18%, sem sé möguleg með tilliti til samningsins um álver Alcoa í Reyðarfirði, myndi gefa 20% hækkun á tekjuskatti félaga sem yrðu einhverjir milljarðar króna á ári, þar af um 500 milljónir á ári af álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Framsal skattlagningarvalds „Með samningum sem þessum er landið að afsala sér valdi til að skipa skattamálum til erlendra að- ila. Ekki yrði hægt að koma að breytingum á þessum atriðum framvegis nema með samningum við hin erlendu stórfyrirtæki sem samningar hafa verið gerðir við,“ segir Indriði í minnisblaðinu og efast um að ákvörðun skatta með þessum hætti og framsal skatt- lagningarvalds standist ákvæði stjórnarskrárinnar Lagði Indriði til að skatthlut- fallið færi eftir almennum lögum hverju sinni, sú breyting ætti eng- in langtímaáhrif að hafa á hag fyr- irtækisins. „Lækkun tekjuskatta fyrirtækja almennt eða sértækt þjónar ekki hagsmunum þess fyr- irtækis sem er að fjárfesta heldur heimaríki móðurfélagsins og ættu aldrei að vera notaðir í því skyni að draga að erlenda fjárfestingu,“ segir í minnisblaðinu. Sem fyrr segir lagði þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu til að samningar við Alcoa- Fjarðaál yrðu einnig endurskoð- aðir, til samræmis við hækkun á tekjuskatti Norðuráls. Í tengslum við það segir Indriði í lok minn- isblaðsins: „Hugsanlegar bætur verða líklega minni en beint tjón af því að láta þá standa óbreytta.“ „Fráleitt að semja um hámark“ Morgunblaðið/RAX Helguvík Framkvæmdir eru hafnar við álver Norðuráls í Helguvík en fjár- festingarsamningur við stjórnvöld var undirritaður fyrr í sumar. Indriði H. Þorláksson, fv. ráðu- neytisstjóri, lagði til skattahækkun á álverin í Helguvík og Reyðarfirði Indriði H. Þorláksson                     ! " #$ %  &  '   (() * $  $ !  + , '     '     -.  '     '             $   $   $ /00 $                      2 3456 $      57 37 57 ! $    8 &! *  9 !& 344: 37 '   &!      )     ;     361  !   ,        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.