Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MARGVÍSLEG tækifæri opnast fyrir Þör- ungaverksmiðjuna með kaupum á nýju skipi. Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri, segir að á næstunni verði miklar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækisins. „Með Fossánni fáum við skip sem getur annað tvöfaldri afkastagetu verksmiðjunnar,“ segir Atli Georg. „Við stefnum á aukna þara- öflun, sem er ekki eins takmarkandi frá nátt- úrunnar hendi og þangið.“ Mjöl úr þangi og þara er verðmæt afurð, en þaramjölið er þó enn verðmeira. Með þanginu hefur Þörungaverksmiðjan unnið talsvert af hrossaþara, sem er sóttur á svipaðar slóðir og þangið. Nú verður í auknum mæli sótt í stór- þara í Breiðafirðinum, sem er dýpra auk þess sem meira er af honum þannig að náttúran setur síður takmarkanir. „Núna er verið að vinna í verksmiðjunni um 200 tonn af blautum þara, sem skilar 40- 50 tonnum af þurrefni,“ segir Atli Georg. „Tilraunasending frá okkur fer á næstunni til Frakklands, en Frakkarnir eru komnir langt með að vinna náttúruleg sýklalyf úr þaranum. Þarna getur orðið gríðarlega verðmætur markaður. Við höfum þegar samið um veru- legt magn sem ég vona að aukist enn á næsta ári. Þá erum við að vinna að því að opna nýja markaði í Asíu og Evrópu fyrir þarann.“ Nú tengjast 32 stöðugildi beint starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Gangi áætlanir upp þarf að bæta 15-20 störfum við í verksmiðj- unni sem er stærsti vinnuveitandinn í Reyk- hólasveit. Þá þarf líka að tryggja fleiri atriði, sem ekki eru á borði Þörungaverksmiðj- unnar. Byggja þarf varnargarð við höfnina, sem er lífæð starfseminnar. Huga þarf að fjölgun íbúða, en mikill skortur er á íbúðahúsnæði á svæðinu og bygging iðngarða, sem um tíma hefur verið á teikniborðinu, myndi auka mjög fjölbreytni í atvinnulfinu. Skipið og höfnin snúningsásar „Það þarf að gera fólki kleift að koma á svæðið,“ segir Atli Georg. „Það er alveg ljóst að nýtt skip og höfnin eru snúningsásinn hér og ég efast um að margir geri sér grein fyrir hversu mikið af verðmætum útflutningi fer héðan frá Reykhólum beint til útlanda. Ég hef í marga mánuði barist fyrir því að byggingu varnargarðs sem er á áætlun á næsta ári verði alls ekki slegið á frest. Með garðinum verður hér lífleg og blómleg höfn. og héðan gætu farið innan ekki svo langs tíma um tíu þúsund tonn af þurru mjöli,“ seg- ir Atli Georg Árnason. Afköst aukin á öllum sviðum Fjölgun starfsfólks framundan á Reykhólum Þaramjöl í sýklalyf Varnargarði má ekki fresta Nýtt skip og nýir markaðir eru viðfangs- efni Þörungaverksmiðjunnar á Reykhól- um. Samhliða þessu væntanlega fleira starfsfólk. Fleiri þurfa þó að leggjast á ár- ar til að tryggja öryggi og fjölbreytni at- vinnulífs í byggðarlaginu. FOSSÁ ÞH 362 er nýtt skip þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum og leysir af hólmi Karlseyna, sem komin er til ára sinna. Ísfélag Vestmannaeyja og verksmiðjan á Reykhólum gengu nýverið frá samningum um skipið, en kaupverðið fæst ekki gefið upp. Fossáin, sem nú fær nýtt hlutverk við þara- og þangöflun, var gerð út frá Þórshöfn á Langanesi til kúfisksveiða. Breyta þarf skipinu mikið til að uppfylla sértækar þarfir þör- ungaverksmiðjunnar. „Skipið verður skrælað að innan, við myndum segja að það yrði gert fokhelt ef við værum að tala um íbúðarhús,“ segir Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri. Tilboð í breytingar voru opnuð 29. sept- ember og bárust sjö tilboð, þar af voru fimm frá innlendum fyrirtækjum og tvö frá Evrópu. Atli segist vona að hægt verði að semja við inn- lenda aðila, en verið er að fara yfir tilboðin. Í raun var þörungaverksmiðjan að tryggja sér skrokk skipsins og þurfa lestar að vera stórar. Þá þarf skipið að geta unnið á miklum grynn- ingum. Fyrr á árinu var leitað tilboða í nýsmíði á skipi fyrir þörungaverksmiðjuna. Tólf tilboð bárust og reyndust þau öll öll mun hærri en hugmyndir verksmiðjunnar. Karlseyin verður áfram í rekstri á meðan Fossánni er breytt að sérstökum þörfum verk- smiðjunnar. Að því loknu verður Fossáin að hinni nýju Karlsey og leysir þá gömlu af hólmi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða hlutverk gamla Karlseyin fær, en ýmislegt er til skoðunar. Morgunblaðið/Líney Fossá aflar þara og þangs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.