Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 ? Haraldur Guðni Bragason fædd- ist 22. apríl 1947 á Vopnafirði. Hann lést á heimili sínu Sælingsdalstungu 22. september síð- astliðinn. Foreldrar Har- aldar voru Bragi Haraldsson, fæddur á Borgafirði eystra 1918, og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, fædd á Húsavík við Borgarfjörð eystra 1926. Bæði eru þau látin. Systkini Haraldar eru Svanur Bragason og Unnur Sólrún Bragadóttir. með núverandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Björnsdóttur 1989. Börn þeirra eru Auðunn Haralds- son, Helga Haraldsdóttir og Mar- grét Haraldsdóttir. Haraldur byrjaði snemma að spila á gítar í hljómsveitum á Austurlandi og spilaði lengi með hljómsveitinni Örnum í Reykja- vík. Haraldur nam píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Síðar nam hann orgelleik hjá prófess- ornum Gerald Dickel í Hamborg í Þýskalandi, en einnig var hann lengi til sjós. Frá 1980 starfaði Haraldur samfleytt sem skóla- stjóri og kennari við tónlistar- skóla víða um land, og var þá jafnframt organisti og kórstjóri, hann samdi einnig mikið af lög- um. Útför Haraldar Guðna fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dala- byggð, í dag, 5. október, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Haraldur kvæntist Sesselju Antonsdótt- ur. Þau eignuðust soninn Braga Har- aldsson sem er kvæntur Lilju Jóns- dóttur og eiga þau synina Daníel Leví og Lars Erik. Haraldur var um tíma í sambúð með Else Marie Jensen og eignuðust þau soninn Bjarna Jen- sen, unnusta hans er Rikke Østergaard. Þá kvæntist Haraldur Elínborgu Jónsdóttur en þau slitu síðar samvistir. Haraldur hóf sambúð Haraldur Bragason, skólastjóri og organisti er horfinn af þessum heimi langt um aldur fram. ? Engin tilviljun var það þegar HKL setti fram svo klárt og kvitt í Para- dísarheimt hvað það kostaði einn mann að ganga til liðs við listagyðj- una; að yfirgefa allt og halda út á eyðimörkina. Haraldur nam við skör hins mikla meistara Gerhard Dickel við höfuðkirkju heilags Mikjáls í Ham- borg í Þýzkalandi en Dickel var að- alstjórnandi, kantor og organisti við kirkjuna, auk þess að gegna stöðu prófessors og fræðara. Ævinlega talaði Halli af mikilli virðingu um þennan meistara sinn og þá ekki síður um þá fjölmörgu sem höfðu stutt hann með einum hætti eða öðrum til að ganga þessa braut. Skal fyrstan nefna föður hans, einstakan velvilja fólks á Djúpavogi og fyrrverandi söng- málastjóra þjóðkirkjunnar, Hauk Guðlaugsson. Það vill svo til að ég man vel þá tíð er Haukur fór til náms og hversu mikil lyftistöng það var í menningarlegu tilliti fyrir allt sam- félagið að fá að fylgjast með því og að taka þátt í því. Allt er það sem gerst hefði í gær og segir það meira en mörg orð. Því höfðu þessir tveir menn sem og aðrir frumkvöðlar er lögðu á djúpið fyrir margt löngu miklu meiri áhrif á sitt samfélag en þeir nokkru sinni sjálfir vissu. En Halli talaði ekki síður af virð- ingu um þá sem aldrei snéru til sama lands, þar sem hillingar eða formyrkvan hafði gert allt að engu og sannast þar enn einu sinni að sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. ? Þetta stef gengur sem rauður þráð- ur í gegnum Brekkukotsannál e. HKL. Veröldin innan krosshliðs og utan, Kristín í Hringjarabænum og nær að lokum fágætum hæðum í leikstjórn Rolf Hädrich og túlkun Jóns Laxdal á Garðari Hólm í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. ? Ég hygg að Halli hafi verið fyrstur til að nýta sér tónlist á rafrænu formi frá upp- hafi starfsferils hvort heldur var til kennslu eða til eigin tónsmíða. ? Halli var tær uppspretta mann- gæsku og góðvildar, hann viðhafði virðingu mesta við hið smæsta en það sem sjálft hafði stallsett sig staursetti hann snarlega. Því var hann farsæll í störfum sínum. Halli hafði slíka útgeislun að hann hreif allt og alla með sér; eld- hugi sem lét verkin tala. Hann var trúr uppruna sínum og fylgdist með því sem nýjast var í greininni hverju sinni. Sameinaðist þetta tvennt í elfi sem rann fram stríð, dunandi og dansandi. ? Dr. Benjamín H. J. Eiríksson minnir á 8. dag vikunnar, sjálfan upprisu- daginn, í stórkostlegri bók sinni, Ég er. Það stenst fyllilega söguskoðun; staðreynd frá fyrri öldum. Öll rök hníga að því að öll stig tilverunnar í alheimi gjörvöllum lúti sama æða- slætti; hvíthol mynda byggingarefni stjarnanna. Því er endurnýjun, upp- risan sjálf, eilíft birtingarform alls efnis, alls sem lifir. ? Að lokum set ég fram þá eigingjörnu ósk að við Halli munum hittast kl. 6 í sjálfum Bikarnum en þessa veitingastaðar er getið við lok sögunnar um Góða dátann Svejk. Og þann dag munu flestir það mæla að sjaldan hafi sést til manna er hafi skemmt sér svo hjartanlega og það af kranablávatni einu saman. Guð veri með ykkur. Guðbjörg, ættingjar og vinir. Til þín, elsku Halli. Kveðju sendi með vindinum vinur og vona að þér hana færi, það gerist að heimurinn andartak hrynur, Halli, bróðir minn kæri. En þannig er lífið og það er best að þrátta ekki um það, almættið líklega ætlar þetta einskonar viðkomustað. Margt hefur víst á dagana drifið, dásamlegt sumt það er, erfiða tinda þú oft hefur klifið, eins og vera ber. Tugina sex og tvo að auki þér tókst að stoppa hér, symfóníu þú fallega samdir sú er í hjarta mér. Þegar ástvinir okkar kveðja, áfram sem minning þeir lifa, og hljómlistin þín mun gjöful gleðja geisla í bækurnar skrifa. Þó farinn sértu þá fléttarðu enn fegurstu tóna og leikur, situr við orgelið í okkar huga ótvírætt lífsgæðin eykur. Unnur Sólrún Bragadóttir. Kær samstarfsmaður og félagi Haraldur Bragason er látinn. And- lát hans var skyndilegt og frétt um það barst sem reiðarslag um byggð- ir í Dölum að morgni 23. september síðastliðins. Kynni okkar Haraldar ná aftur til ársins 1993 þegar fjölskyldur okkar bjuggu saman í þrjú ár að Laugum í Sælingsdal. Það voru góð ár þar sem börn okkar beggja léku sér saman frá morgni til kvölds. Svo liðu allmörg ár þangað til leiðir okkar lágu aftur saman vorið 2009 þegar ég var ráðinn skólastjóri í nýrri skólastofnun í Dölum; Auð- arskóla. Haraldur var tónlistarkennari í tónlistardeild skólans og lykilmaður í mótun þessarar deildar. Hann haf- ið mikla reynslu sem tónlistarkenn- ari og sem skólastjóri í tónlistar- skólum og miðlaði þeirri þekkingu af miklu örlæti til mín, sem enga reynslu hafði á tónlistarsviðinu. Hann var fljótur til verka og mikl- aði aldrei fyrir sér það sem fram- undan var. Haraldur var fjölhæfur kennari og kenndi á fjölmörg hljóð- færi. Þannig gátu litlir tónlistar- skólar sem hann kenndi við boðið upp á ótrúlega fjölbreytta hljóð- færakennslu. Haraldur átti afar gott með að umgangast börn. Þau treystu hon- um og mynduðust oft náin sambönd á milli hans og barna sem hann kenndi. Það sást best á því áfalli sem börn skólans upplifðu við frá- fall kennara síns og þeirra eftir- mæla sem þau hafa haft uppi eftir andlát hans. Í þeirra augum var hann glaðvær kennari sem jafnan tók á móti nemendum sínum með bros á vör og jákvæðum athuga- semdum og kvaddi þau að tíma loknum með hlýju og hvatningar- orðum. Haraldur hafði einlægan áhuga á tónlist og tónlistarkennslu. Hann virtist stundum gleyma stað og stund þegar málefni sem honum voru hugfólgin voru rædd. Hann gat talað lengi af lifandi áhuga og eldmóði um þessi áhugamál sín. Og þeim sem á hlýddu varð fljótt ljóst að það var ekki komið að tómum kofunum enda Haraldur ákaflega vel að sér í málum er varðaði tónlist yfirleitt. Því er ekki að leyna að það er mér döpur tilhugsun að hafa Har- ald ekki við hlið mér áfram í störf- um Auðarskóla. Það tengist bæði því hvernig persóna og starfsmaður hann var. Elskulegt viðmót, kaffi með einstaklega góðu þurrmjólk- urdufti og áhugavert spjall með honum er að baki. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig skarð hans í Auðarskóla verður fyllt. Missir okk- ar í Auðarskóla og Dölum öllum er mikill. Guðbjörg, Auðunn, Helga og Margrét og aðrir aðstandendur, megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Eyjólfur Sturlaugsson. Það var haustið 1994 sem Har- aldur Bragason (eða Halli Braga eins og hann var kallaður) kom til starfa á Reykhólum en fjölskyldan bjó þann vetur á Laugum í Sæ- lingsdal. Þessi vetur var ákaflega snjó- þungur og erfiður á þessum slóðum, en Halli fór á milli með mjólk- urbílnum og fleirum þar sem hann var bíllaus. Hann var ráðinn sem organisti, tónlistarkennari og kórstjórí í Reykhólahreppi. Strax við komuna hér tók hann föstum tökum allt sem laut að kirkjutónlist og kenndi okk- ur allt mögulegt sem því tilheyrði. Halli var mjög duglegur að út- setja lög, bæði gömul og ný og æfð- um við þetta seint og snemma og var það mjög skemmtilegt. Oft gekk Halla hálfilla að ná athygli kórfélaganna þegar æfingar hófust eftir langt hlé, þá settist hann við hljóðfærið og spilaði af miklum krafti til að yfirgnæfa skvaldrið og sagði: ?Jæja krakkar, á ekki að fara að gera eitthvað?? Eftir tíu ár hér flutti Halli sig um set og fór til Þórshafnar og var þar í nokkur ár, á síðasta ári kom hann til Búðardals og snemma á þessu ári var hann ráðinn organisti í Reykhólaprestakalli. Það var gaman að fylgjast með hvað hann var glaður að vera kom- inn aftur, sestur við orgelið sem honum fannst svo fallegur hljómur í. Við þökkum Halla samstarfið gegnum árin. Elsku Gugga og börn, ykkar missir er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd kórfélaga í Reykhóla- hreppi, Halldóra Játvarð- ardóttir, Ása Björg Stefánsdóttir. Haraldur Guðni Bragason Afi minn sem fékk mikla lífsfyll- ingu þegar fjölskyldan sameinaðist á góðum stundum. Sumarbústaðaferð- ir, jeppaferðir og útilegur með afa eru ógleymanlegar gæðastundir. Afi minn sem fór fyrir afkomendahjörð- inni á áramótabrennum, þá var ?cowboy? hatturinn settur upp, brjóstbirtu í fleyg stungið í frakka- vasann og minn maður var hrókur alls fagnaðar. Hann var afi minn sem miðlaði til mín visku sinni og reynslu til hinsta dags, afi minn sem sagði mér sögur og lék við mig sem barn og svo í takt við minn þroska, talaði við mig á jafningjagrunni og ræddust þá við tveir fullorðnir menn um hin ýmsu málefni. Atli Þór Sigurðsson. Elsku afi Lalli. Í dag kveðjum við þig. Margar minningar koma upp í hugann og okkur langar að skrifa nokkrar línur til þín. Þegar við hugsum til baka eru okk- ur mjög minnisstæðar útilegurnar og ferðirnar sem við fórum saman í öll fjölskyldan. Þið amma, börnin ykkar og barnabörn. Við vorum dugleg að fara eitthvað út fyrir borgina fjöl- skyldan og meira að segja til útlanda. Þá var skemmtilegt að koma inn í húsvagninn ykkar og alltaf fékk mað- ur eitthvað gott frá ykkur ömmu. Það var alltaf hlýja og gleði sem tók á móti okkur þegar við heimsótt- um ykkur á Ásveginn og svo seinna á Skúlagötuna þar sem þið amma vor- uð svo ánægð að vera. Þú hafðir gaman af því að segja stuttar skondnar sögur og brandara. Eins og þegar við komum til þín á spítalann og allir voru svo leiðir yfir að þú værir ekki hraustur. Þá sagð- irðu okkur söguna af manninum í ára- bátnum sem komst ekki á klósett og merkti bátinn númer hundrað og ell- efu. Þú veist hvað við erum að tala um. Svo fór maður og sagði einhverj- um brandarann en hló mest sjálfur því maður sá þig ennþá fyrir sér segja hann og hlæja með þínum ein- staka kitlandi hlátri og prakkaralega brosi. Minningarnar eru margar og ylja okkur um hjartaræturnar. Þú varst til dæmis bestur í bóndabeygjum. Þegar við barnabörnin vorum flest það lítil að hægt var að taka okkur í fangið og halda í kleinu í hláturskasti. Þá fannst öllum gaman. Þú varst dýravinur og alltaf svo góður við hana Kolu okkar. Þú áttir til að segja ým- islegt sniðugt sem við eigum alltaf eftir að muna og fær okkur til að brosa. Maður átti að borða vel til að verða ?feitur og pattaralegur?, svarið við spurningunni ?Afi viltu spila? var jafnan ?Já, kanntu Marías?? og svona gætum við talið áfram. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Þín barnabörn, Berglind, Eiríkur og Nína Katrín. Lárus var rétt ófermdur þegar lítill systursonur hans fæddist. Sá er hér skrifar gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en löngu seinna að hann væri óvenju heppinn með móðursystkini sín þau Ingibjörgu og Lárus Sigurð- arbörn. Urðu þau mín stoð og stytta sem og systur minni Ernu langt fram eftir aldri. Systkinin voru alla tíð mjög samrýnd enda tóku þær móðir mín Guðrún og Ingibjörg litla bróður sínum fagnandi, þá báðar orðnar stálpaðar ungar dömur. Lárus fellur nú frá síðastur þeirra systkina frá Kvennabrekku í Miðdölum. Eftir að Lárus óx úr grasi fluttist hann til Reykjavíkur og lærði raf- virkjun sem hann starfaði við lengst af en var bankastarfsmaður seinni part starfsævi sinnar. Í höfuðstaðn- um varð síðar á vegi hans ung og fal- leg Reykjavíkurmær, hún Nína, og felldu þau hugi saman. Efalaust steig hann mörg gæfuspor um ævina en þetta var þeirra stærst. Væntum- þykja og samheldni þeirra var aðdá- unarverð og erfitt er að ímynda sér hamingjusamara heimilislíf en hjá þeim hjónum. Fjögur mannvænleg börn eignuðust þau og eftir að tengdasynir og -dætur bættust í hóp- inn og síðar barnabörnin er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið glatt á hjalla í fjölskylduboðum á Ásvegin- um. Þau fluttu svo fyrir nokkrum ár- um í íbúð aldraðra við Skúlagötu og þar var líka gestkvæmt því að þau voru alla tíð höfðingjar heim að sækja og þar undu þau sér líka mjög vel við góðar aðstæður. Lárus var alla tíð hafsjór af fróðleik og hafði gaman af að segja frá því sem á daga þeirra hafði drifið en þau ferðuðust mjög víða, jafnt innanlands sem utan. Hann hélt alla tíð tryggð við Dalina, æskuslóðir sínar, og í minningunni finnst mér sem hann hafa farið þang- að flest sumur enda ekki líku saman að jafna er hann var að alast upp og Brattabrekka var erfiður farartálmi, ekki síst á vetrum. Hann var sterk- byggður og hraustur alla tíð þar til vágesturinn kom og lagði hann sem svo marga aðra að velli. Barðist hann af miklum kjarki og æðruleysi við meinið og til dæmis brugðu þau hjón- in sér oft saman í golf þótt hann væri sárþjáður. Að leiðarlokum sendum við systkinin og fjölskyldur okkar Nínu og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Eigi Lárus þökk fyrir samfylgdina og minningin um góðan dreng lifir áfram hjá öllum sem hann þekktu og voru honum samferða. Sigurður og Erna Björg. Mig langar í örfáum orðum að minnast móðurbróður míns, Lárusar L. Sigurðssonar, sem nú er látinn. Lárus fæddist vorið 1931 á Kvenna- brekku í Dölum þar sem foreldrar hans, Ágústína Sigurðardóttir og Sigurður Ólafsson, stunduðu búskap. Lárus var yngstur þriggja barna þeirra en systurnar, Ingibjörg og Guðrún, eru báðar látnar. Þá tóku Ágústína og Sigurður að sér tvo drengi, Harald Ragnarsson og Þor- vald Jóhannesson, sem einnig eru látnir. Lárus sleit barnsskónum á Kvennabrekku en heimilinu deildu foreldrar hans með séra Ólafi Ólafs- syni sem var ókvæntur. Iðulega var margt manna á staðnum og heimilis- lífið fjörlegt. Snemma lá leið Lárusar til Reykja- víkur þar sem hann lagði stund á raf- virkjun. Á námsárunum bjó Lárus á heimili systur sinnar og mágs, þeirra Ingibjargar og Sigurðar, í Stangar- holtinu. Með þeim ríkti ætíð mikil og góð vinátta sem og þeirra systkina þriggja. Á þessum árum kynntist Lárus eftirlifandi konu sinni, Jónínu Þorsteinsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn, Sigríði Ástu (Siggu), Ágústu, Þorstein og Sigurð. Mikill samgangur var milli heimila systkinanna þegar við börnin ólumst upp og urðum við Sigga því fljótt góð- ar vinkonur enda jafnöldrur. Ég minnist þess hve alltaf var gaman þegar Lárus og Nína komu í heim- sókn í Stangarholtið og ekki spillti fyrir ef Gunna frænka var komin líka. Óhætt er að segja að þá hafi verið glatt á hjalla, sagðar voru sögur úr sveitinni en systurnar voru óþreyt- andi að segja frá skemmtilegum uppátækjum bróður síns og hnyttn- um tilsvörum hans við hin og þessi tækifæri. Eitt af því sem einkenndi Lárus alla tíð var leiftrandi augnaráð hans og rík kímnigáfa, hann sá iðu- lega hinar spaugilegu hliðar tilver- unnar. Sjálfur var Lárus hafsjór af sög- um, minnugur á gamla tímann, og það var gott að leita til hans þegar rifja þurfti upp liðnar stundir í lífi ömmu og afa fyrir fyrsta ættarmót stórfjölskyldunnar sem haldið var fyrir nokkrum árum. Lárus og Nína hafa ávallt verið höfðingjar heim að sækja og heimili þeirra staðið opið gestum og gang- andi. Þar var ég hálfgerður heimaln- ingur sem barn og þegar við Sigga komumst til vits og ára var ekki síður tekið vel á móti vinum okkar, allir voru velkomnir. En nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum góðan dreng. Ég þakka Lárusi frænda mínum góða og skemmtilega samfylgd. Guð blessi minningu hans og gefi Nínu og börnum, tengdabörnum og barna- börnum styrk í sorg þeirra. Ólöf Sigurðardóttir. L50098 Fleiri minningargreinar um Lárus L Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.