Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Vilja óháðan dómstól  Hollenskir Icesave-innistæðueigendur vilja höfða mál gegn Seðlabanka og FME  Segja stranda á því að dómstólar og lögmenn séu of tengdir inn í Icesave-málin Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is HOLLENSKIR innistæðueigendur vilja höfða skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, Fjármála- eftirlitinu og jafnvel hollenska seðlabankanum. Gerard van Vliet, talsmaður samtaka hollenskra Icesave-innistæðueigenda, sagði í samtali við Morg- unblaðið að óskastaðan væri að geta höfðað skaða- bótamál hér á landi gegn bæði seðlabanka og FME. Van Vliet segir að hægt sé að horfa á málshöfðun út frá tveimur hliðum. Annars vegar hafi FME og Seðlabanki Íslands vanrækt eftirlitsskyldu sína. Hins vegar bendir Van Vliet á reglugerð Evrópu- sambandsins um mismunun en eitt lykilatriða ESB samningsins er að ekki megi mismuna á grundvelli þjóðernis og vísar þar til umræðu um að hinn ís- lenski tryggingasjóður innistæðueigenda eigi jafn- vel forgangskröfu í bú Landsbankans. Þá skapi það vandamál að erfitt sé að finna bæði óhlutdræga dómara og lögmenn sem ekki séu á einn eða annan hátt tengdir fjármálahruninu. Telur hollenska seðlabankann líka ábyrgan Van Vliet segir að ekki megi gleyma því að hol- lenski seðlabankinn beri einnig ábyrgð og tekur sem dæmi skýrslu vinnuhóps seðlabanka, þar kom fram varðandi innistæður að ekki aðeins þyrfti að horfa á greiðsluhæfi þess banka sem fyrir er í land- inu, heldur þyrfti einnig að horfa til greiðsluhæfis móðurbankans og seðlabanka þess banka. „Hollenski seðlabankinn vissi marga hluti sem hann segist nú ekki hafa vitað og við fáum ekki upp- lýsingar um samskipti hans við FME. Við báðum um þessar upplýsingar en þeir höfnuðu því. Við vonum að FME leggi þessi samskipti fram fyrir Al- þingi þannig að við getum séð samskipti þeirra við hollenska seðlabankann.“ Van Vliet vísar þar í skýrslu sem hann segir að verði lögð fyrir Alþingi í lok þessa mánaðar. Um 200 manns eru í samtökunum og segjast þau eiga samtals 25 milljónir evra inni vegna Icesave. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is GUNNAR Ármannsson, fram- kvæmdastjóri PrimaCare, segir und- irbúning í fullum gangi, inntur eftir því hvort eitthvað standi í vegi fyrir því að hægt sé að hefjast handa strax, varð- andi fyrirhugaða byggingu einka- sjúkrahúss og hótels á vegum fyrir- tækisins í Mosfellsbæ. Hvað afstöðu stjórnvalda til fram- kvæmdarinnar, segir Gunnar hana ekki hafa neina sér- staka þýðingu í þessu samhengi, þar sem það sé Land- læknir sem gefi leyfi fyrir svona starfsemi. „Það er einfaldlega að byggja spítalann og byggja hótelið. Síðan biðjum við hann um að taka þetta út.“ Matthías Halldórsson landlæknir segir leyfilegt að stofna einkasjúkrahús á Íslandi. Hann hafi átt óform- legar viðræður við Gunnar og það líti út fyrir að áreið- anlegir aðilar standi að baki Prima- Care. Það verði einfaldlega að leggja mat á starfsemina þegar allt sé komið og veita þá starfsleyfi ef allt reynist í lagi. Nýja starfsemin mun skapa um 600 til 1.000 varanleg störf og segir Gunn- ar að fyrst og fremst verði ráðnir inn Íslendingar. Þegar sé byrjað að tala við lykilstarfsfólk en ferlið sé rétt að byrja og ráðið verði í almennari störf á næsta ári. Gunnar segir allan undirbúning fyrir bygginguna fara af stað á næstu vikum. Skoða þurfi skipulagsmál á um- ræddu svæði en búið sé að deiliskipuleggja það og það eigi ekki að tefja verkið. Hvað fjármögnun varðar segir Gunnar að einnig sé verið að vinna í því af fyrirtæki sem sjái um fjármögnunina. Fyrstu sjúklingar eru sagðir væntanlegir í lok árs 2011 ef allt gengur upp. Allt að þúsund störf í boði  Unnið að hönnun og undirbúningi einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ  Byrjað að ráða lykilstarfsfólk í starfsemina Gunnar Ármannsson Matthías Halldórsson „ÞAÐ var ým- islegt þarna áhugavert sem bráðabirgðafang- elsi en ekki til þess að leysa þennan vanda í tengslum við vöntun á örygg- isfangelsi og gæsluvarðhalds- fangelsi,“ segir Páll Winkel for- stjóri Fangelsismálastofnunar, en ellefu formleg tilboð bárust þegar Ríkiskaup auglýstu eftir aðstöðu fyrir bráðabirgðafangelsi. Páll segir að farið verði yfir til- boðin í vikunni með dómsmálaráðu- neyti og þá þurfi að tryggja fjár- magn til þess að fara í þessa aðgerð. Inntur eftir því hvort fjármögnun sé þá ekki trygg segir Páll að gefið hafi verið grænt ljós á leitina en fjár- mögnun sé ekki frágengin, enda liggi ekki fyrir hversu mikið hús- næðið muni kosta. Páll segir bráðabirgðafangelsi nauðsynlegt til að taka af mesta kúf- inn og um sé að ræða fangelsi fyrir fanga sem hægt sé að treysta til þess að vera vistaðir við opnar aðstæður. Í útboðinu var gerð krafa um að staðsetningin væri í um hálftíma akstursfjarlægð frá Litla-Hrauni og segir Páll það gert þar sem fag- menntaðir fangaverðir séu flestir þar. Tilboðin koma alls staðar að af landinu og það frumlegasta er boð um ísbrjót. sigrunrosa@mbl.is Ellefu til- boð um fangelsi Páll Winkel, for- stjóri Fangels- ismálastofnunar. Ákvörðun í vikunni LÖGREGLA handtók síðdegis í gær fjóra menn í tengslum víð hníf- stunguárás á Spítalastíg í Reykjavík í fyrrinótt. Meintir árásarmenn, sem allir hafa áður komið við sögu lög- reglu, eru af erlendu bergi brotnir. Þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á erlendan karlmann og stungið hann með hnífi um þrjúleytið í fyrri- nótt. Sá sem varð fyrir árásinni er ekki talinn alvarlega særður. Ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort mennirnir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Víða voru ryskingar á Reykjavík- ursvæðinu í fyrrinótt. Fjórar líkams- árásir komu til kasta lögreglu og á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi var maður handtekinn eftir að hafa sparkað í liggjandi mann. Þá var ráðist á dyravörð í Laugardals- höll og Glaumbar við Tryggvagötu. sbs@mbl.is Hnífamenn handteknir Í HAUST hefur verið mikil þátttaka í starfi sunnudagaskólans í Lindasókn í Kópavogi sem vísast er raunin í fleiri sóknum landsins. Í gær mættu alls 240 börn í sunnudagaskólann í Lind- um sem til þessa hefur verið jafnhliða messu- haldi. Aðsóknin veldur því, að héðan í frá verða æskulýðsstarfið og messan hvort á sínum tíma sunnudagsins. „Þetta er barnmargt hverfi sem skýrir mikla aðsókn að nokkru. Einnig erum við hér með fjölbreytta dagskrá; söng, fræðslu og brúðuleikhús,“ segir sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson sóknarprestur. Hann telur ógerlegt að tengja góða aðsókn við efnahagsástandið, stað- reyndin sé einfaldlega sú að kirkjustarf höfði til fólks og þar hverfi kynslóðabilið. Börnin biðjast fyrir í sunnudagaskólanum Líflegt kirkjustarf í Lindasókn Morgunblaðið/hag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.