Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 279. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «FYRSTI Í AIRWAVES PASCAL PINON SPILAR Í KVÖLD «SÝNING OG TÓNLEIKAVEISLA Skemmtilegt að mynda hljómsveitir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is BANKAHRUNIÐ hefur haft afger- andi áhrif hjá lögmönnum sem margir vinna nú lengri vinnudag, undir meira álagi og fyrir minni laun en áður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Lögmanna- félags Íslands og er birt í nýjasta hefti Lögmannablaðsins. Efnahagshrunið hefur haft áhrif á starfsumhverfi ríflega 56% lög- manna, samkvæmt könnuninni. Alls 66% innanhúslögmanna, þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnun- um, hafa þurft að kenna á hruninu en aðeins helmingur þeirra sem vinna hjá málflutningsstofum. Helmingur innanhúslögmanna hef- ur lækkað í launum. Alls 482 lögmenn tóku þátt í könnun Lögmannafélagsins, þar af 239 sem störfuðu á lögmannsstof- um. Um fjórðungur þeirra sagði starf sitt hafa breyst, 19% sögðu vinnustundum hafa fjölgað og fjórð- ungur að álag væri meira. Hjá 17% lögmanna hafa laun lækkað en 6% bera meira úr býtum nú en fyrir bankahrunið. „Hjá þeim sem starfa á lög- mannsstofum er mikið að gera, þó verr gangi að fá greitt en áður. Hvað umsvifin á stofunum haldast fylgir öðru í þjóðfélaginu,“ segir Borgar Þór Einarsson ritstjóri Lög- mannablaðsins. „Fjármálafyrirtækin hafa ráðið inn lögfræðinga að undanförnu. Hins vegar er atvinnuleysi lögfræð- inga staðreynd og ungu fólki sem er að ljúka laganámi bjóðast ekki sömu tækifæri og áður þegar góð- ærið stóð sem hæst.“ Lengri vinnudagur og auk- ið álag hjá lögfræðingum » Hrunið hefur breytt starfi 56% lögmanna » 6% bera meira úr býtum en áður » Gengur verr að fá greitt en áður » Atvinnuleysi lögfræðinga er staðreynd ÍSLENSKT efnahagslíf stendur nokkuð vel að vígi miðað við umfang efnahagshrunsins að mati bandaríska Nóbelshagfræðingsins Josephs Stig- litz. Hann telur að sveigjanlegt gengi gjaldmiðilsins eigi stóran þátt í því. „Ein kaldhæðnin við stöðuna er að Íslandi, sem sennilega varð fyrir mesta fjármálahruninu, hefur ekki gengið svo illa til þessa vegna þess að þeir gátu látið gengið falla og í ákveðnum hlutum hagkerfisins í landinu gengur mjög vel vegna þess að í fyrsta skipti er öllum þeim kröftum, sem fóru í fjármálamarkaðina, beitt vel,“ segir Stiglitz. „Þeir geta nú eflt hjá sér hátæknigeirann, nýtt þekkingu hug- búnaðarforritara og fleira, þannig að hagkerfið gengur að hluta til vel.“ Stiglitz er þeirrar hyggju að nú sé mikilsvert að halda háu atvinnustigi á Íslandi. Áætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og kröfur um niðurskurð leiði hins vegar beinlín- is til aukins atvinnuleysis og þar við bætist að greiðslum frá sjóðnum hafi ítrekað verið frestað. „Taumur sjóðsins er mjög stuttur sem þýðir að geri ríki ekki það, sem hann vill, frestar hann áætluninni. Það er neikvætt merki og þess vegna spyr margt fólk hvort nú sé málið að Íslendingar þakki Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um fyrir að koma fyrir ári og segi: „Nú höfum við náð jafnvægi, það er ekki neyðarástand og við þurfum sem lýðræðisríki á því að halda að borgararnir komi saman og ræði hvað gera þurfi.““ kbl@mbl.is | 11 Stiglitz segir stöðu Íslands góða miðað við umfang hrunsins Full atvinna mikilvæg Joseph E. Stiglitz GARÐYRKJUBÆNDUR skoða nú stöðu sína vegna þeirra álagna sem bætt hefur verið á þá frá síðustu áramótum. Sú hækkun sem þeir hafa sætt nem- ur þegar um 30% og ef fer fram sem horfir bætist umhverfisskatturinn, sem gert er ráð fyrir í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi, á þá af fullum þunga. Friðrik Friðriksson, garðyrkjubóndi í Jörfa á Flúðum og formaður Félags grænmetisframleiðenda, notar 2,5-3 milljónir kWst á ári hverju og við hverju krónu á kWst, jafnvel þótt það væru 20-30 aurar, þyngist reksturinn fljótt og örugglega. | 4 GARÐYRKJUBÆNDUR UGGANDI UM SINN HAG Morgunblaðið/Árni Sæberg  BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Alvogen, sem sérhæfir sig í þróun og fram- leiðslu samheita- lyfja, hyggst byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi á næstu misserum. Undir forystu starfandi stjórnarformanns, Ró- berts Wessman, fyrrverandi for- stjóra Actavis, hefur Alvogen sett sér það markmið að komast í hóp tíu stærstu samheitalyfjafyrir- tækja heims innan fimm ára. Er fyrirhugað að hluti af starfsemi félagsins, svokölluð stoðsvið, verði staðsett hér á landi. Þau hafa það hlutverk að styðja við vöxt Alvogen á erlendum mörkuðum og munu m.a. bera ábyrgð á stefnu- mótun, skoðun fjárfestingatæki- færa og uppbyggingu vörumerkis Alvogen. »13 Ætlar að komast í hóp tíu stærstu fyrirtækja í heimi  VACLAV Klaus Tékk- landsforseti krefst þess að Tékkar fái und- anþágu frá Lissabon-sátt- málanum svo að tryggt sé að Evr- ópudómstóllinn geti ekki hnekkt úrskurðum tékk- neskra dómstóla um eignir Súdeta- Þjóðverja. Óttast forsetinn að ella geti Þjóðverjarnir hugsanlega endurheimt þær eignir sínar sem þeir voru sviptir í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar þeir voru hraktir frá heimilum sínum. Stjórnvöld í Tékklandi telja sig hins vegar hafa gaumgæft málið. Lögfræðilegar athuganir sýni að þessi ótti sé ástæðulaus. »14 Trygging gegn endurheimt eigna skilyrði samþykktar  VIÐRÆÐUR um stöðugleika- sáttmálann fara fram dag hvern í Karphúsinu og hafa aðilar skipt liði til að fást við stór viðfangsefni. Nú er m.a. gerð tilraun til að leysa úr flækjum sem blasa við í kjaramálum opinberra starfs- manna vegna ósamræmis í launa- hækkunum á næsta ári. »8 Reynt að leysa úr flækjum vegna ólíkra samninga ÍSLENSKIR birgjar sem flytja inn og selja efnavörur hafa ekki brugðist við þeirri niðurstöðu nýlegrar könn- unar að mikið vanti upp á að merk- ingar á hættulegum efnum og efna- vörum í grunnskólum séu í samræmi við íslensk lög og reglur. Þetta segir Gunnlaug H. Einars- dóttir, efnafræðingur og sviðsstjóri á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfis- stofnun, og vísar til niðurstöðu nýrr- ar könnunar í framhaldsskólum, sem sýni svo ekki verði um villst að þessi mál séu enn í ólestri. Gunnlaug telur það áhyggjuefni í ljósi þess að með lélegum merk- ingum sé slysahætta aukin að óþörfu, ásamt því sem setja megi spurninga- merki við að mikið sé geymt af hættulegum efnavörum í framhalds- skólum. „Ábyrgðin er hjá birgjunum því þegar þeir afhenda efnin eiga þau að vera rétt merkt. Það er því ekki ein- göngu við skólana að sakast. Einnig set ég spurningarmerki við hvort þörf sé á að nota eitur eða sprengifim efni við kennslu í framhaldsskólum,“ segir Gunnlaug, sem hvetur skólana til að kynna sér leiðbeiningar. Mikið af hættulegum og ómerktum efnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.