Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Þýskar gæðabuxur
Verð frá 10.900 kr.
Styttri skálmalengd, hentar lágvöxnum konum
KVIKMYNDATÓNLIST JOHN WILLIAMS
John Williams hefur samið tónlist við fleiri
ódauðlegar bíómyndir en nokkur annar fyrr eða
síðar og hefur hann verið tilnefndur til alls
45 Óskarsverðlauna. Tónlist hans er oft samin
fyrir stóra og glæsilega sinfóníuhljómsveit þar
sem spennan nýtur sín til fulls.
Þetta eru tónleikar sem engir áhugamenn um
kvikmyndir og góða tónlist mega láta fram hjá
sér fara!
Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða
á www.sinfonia.is
Fim. 22.10. - Uppselt
Fös. 23.10. - Aukatónleikar
„Megi mátturinn vera með þér“
Obi-Wan Kenobi, Star Wars
Fös. 23.10.09 » 19:30
Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú
mikið úrval af handtöskum, tölvu- og
skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum,
ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum
göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt.
Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á
slóðina www.th.is þar sem hægt er
að skoða úrvalið og gera góð kaup!
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
15. til 17. október
1. Drög að frumvarpi til nauðasamninga og afstaða kröfuhafa til
þess kynnt.
2.Tillaga stjórnar félagsins um að hluthafafundur feli stjórninni
að leitaeftirheimildhéraðsdómstil nauðasamningsumleitana.
DAGSKRÁ
Atorka Group hf • Miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 • Hótel Hilton Nordica
Stjórn Atorku Group hf.
Dagskrá fundarins og tillaga stjórnar félagsins í samræmi
við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á
skrifstofu félagsins frá og með 14. október 2009.
Í FRAMHALDI af frétt Morgun-
blaðsins í gær um að kvartað hafi
verið til landlæknis vegna bæklings
GlaxoSmithKline (GSK) um þung-
lyndi þar sem í honum væri gefið í
skyn að lyf væru eina aðferðin til að
lækna þunglyndi vill GSK á Íslandi
taka eftirfarandi fram:
„Bæklingur GSK um þunglyndi
var fyrst gefinn út árið 1999. Um var
að ræða þýðingu á dönskum bækl-
ingi en leitað var faglegrar ráðgjafar
og efnið staðfært í samvinnu við ís-
lenskan geðlækni. Á því tíu ára tíma-
bili sem bæklingurinn hefur verið í
dreifingu hefur fyrirtækið ekki feng-
ið neinar athugasemdir vegna inni-
halds hans eða efnistaka fyrr en fé-
lagið fékk til umsagnar afrit af
kvörtun dr. Steindórs J. Erlings-
sonar til landlæknis fyrr á þessu ári.
Í svarbréfi GSK á Íslandi til land-
læknis var tilkynnt að félagið myndi
endurskoða bæklinginn og að á með-
an sú endurskoðun færi fram yrði
frekari dreifing hans stöðvuð.
Frá því bæklingur GSK um þung-
lyndi kom fyrst út hafa orðið marg-
víslegar framfarir í meðferð þung-
lyndis bæði hvað varðar lyf og önnur
úrræði fagaðila. Mikilvægasta
breytingin er þó hugsanlega sú vit-
undarvakning sem átt hefur sér stað
um þunglyndi og einkenni þess og að
dregið hefur úr fordómum og fá-
fræði um sjúkdóminn. Útgáfa bækl-
ings GSK um þunglyndi hafði ekki
hvað síst þetta að markmiði.
GlaxoSmithKline er umhugað að
fræðsluefni á vegum fyrirtækisins
endurspegli bestu vitneskju hverju
sinni. Fræðslubæklingur um þung-
lyndi var sá fyrsti sem gefinn var út
af GSK hér á landi um geðsjúkdóma
og í kjölfar hans komu út bæklingar
um ofsakvíða, áráttu- og þráhyggju-
röskun, almenna kvíðaröskun og
geðhvörf. Samhliða endurskoðun á
efni þunglyndisbæklings verður
þetta fræðsluefni nú einnig yfirfarið
í samráði við innlenda sérfræðinga.“
Hjörleifur Þórarinsson
framkvæmdastjóri
Fræðslubæklingur
GSK um þunglyndi
Í aukablaði Morgunblaðsins um
tísku og förðun sem kom út 9. októ-
ber misritaðist að ilmurinn Idole
d́Armani væri karlmannsilmur. Hið
rétta er að þetta er fágaður og góður
kvenmannsilmur. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Ilmur misritaðist
PRENTSMIÐJUNNI Örk á Húsa-
vík hefur verið lokað og útgáfu viku-
blaðsins Skarps hefur verið hætt. Á
heimasíðu blaðsins segir að ástæður
þessa séu fjárhagserfiðleikar prent-
smiðjunnar og færri verkefni.
Prentsmiðjan hefur gefið út aug-
lýsingablaðið Skrána og fréttablaðið
Skarp og kom síðasta tölublað þess
út sl. föstudag. Nú hefur útgáfunni
verið hætt um „ófyrirsjáanlega
framtíð“ eins og segir á heimasíðu
blaðsins. „Ég hygg að mörgum
bregði við að fá ekki blað samkvæmt
venju næstkomandi föstudag,“ segir
Jóhannes Sigur-
jónsson sem hef-
ur verið ritstjóri
Skarps og þar áð-
ur Víkurblaðsins
sl. þrjátíu ár, eða
allt frá árinu
1979. Hann segir
Þingeyinga áfram
um að útgáfunni
verði ekki hætt
og að hafnar séu
bollaleggingar til að tryggja áfram-
hald hennar þó óljóst sé hver útkom-
an þar verði. sbs@mbl.is
Prentsmiðja lokar og
vikublað hættir útgáfu
Jóhannes
Sigurjónsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn