Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
! " # " " $%&'(%
)
*
!
! ) "
+")
," - *
)
./ ! "
#")
!
")
#
0- 112
-
($!
(34'5 -
666
!
"#
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
MIÐAÐ við það að hafa orðið verst
allra ríkja úti í þeim efnahagsþreng-
ingum, sem dundu á í fyrra og enn
sér ekki fyrir endann á, er staða ís-
lensks efnahagslífs nokkuð góð að
mati Josephs Stiglitz hagfræðings,
sem þakkar það meðal annars
sveigjanlegum gjaldmiðli. Stiglitz
sagði jafnframt á blaðamannafundi í
tengslum við umhverfisráðstefnu,
sem haldin var í Kaupmannahöfn
um helgina, að Íslendingar ættu að
spyrja sjálfa sig hreint út hvort þeir
þyrftu á aðstoð Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (AGS) að halda.
Stiglitz sagði að hvert land hefði
sérstöðu og því væri erfitt að tala al-
mennt. „Augljóslega þurfa þau ríki,
sem voru háðari fasteignabólu, sem
sprakk, að gera meira til að aðlaga
sig. Þau lönd, sem voru með of þrút-
inn fjármálageira, og í mörgum
löndum var hann alltof þrútinn,
þurfa að gera meira til að aðlagast
vegna þess að það þarf að fara fram
niðurskurður og endurskipulag á
fjármálageiranum.“
Stiglitz sagði að lönd með sveigj-
anlegt gengi gætu átt auðveldara
með að aðlagast eftir hrun.
„Ein kaldhæðnin við stöðuna er að
Íslandi, sem sennilega varð fyrir
mesta fjármálahruninu, hefur ekki
gengið svo illa til þessa vegna þess
að þeir gátu látið gengið falla og í
ákveðnum hlutum hagkerfisins í
landinu gengur mjög vel vegna þess
að í fyrsta skipti er öllum þeim kröft-
um, sem fóru í fjármálamarkaðina,
beitt vel. Þeir geta nú eflt hjá sér há-
tæknigeirann, nýtt þekkingu hug-
búnaðarforritara og fleira, þannig að
hagkerfið gengur að hluta til vel.“
Stiglitz var spurður um mismun-
andi sveigjanleika AGS eftir löndum
og sagði hann að alltaf þyrfti að
skoða hvort skilyrði sjóðsins væru
viðeigandi og aðgengileg.
Engin áætlun betri en vond
„Þetta sögðu Argentínumenn allt-
af, þeir kysu að fá áætlun frá sjóðn-
um, en teldu að betra væri að hafa
enga áætlun en vonda áætlun. Þeir
fengu aldrei góða áætlun.“
Stiglitz sagði að líkan Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins væri að ákveðnu
leyti gallað. Sjóðurinn legði mikla
áherslu á að endurreisa traust og
stæði í þeirri trú að áætlun frá hon-
um stuðlaði að því. Hann var spurð-
ur hvað gerðist þegar áætlun sjóðs-
ins væri endurtekið slegið á frest.
„Hér vil ég segja tvennt. Í fyrsta
lagi hneigjast hagfræðingar til að
leggja ekki jafn mikla áherslu og
fjármálamarkaðir á galdraorðið
traust. Þeir segja að það sem skipti
máli upp á traust sé raunveruleik-
inn, það sem í raun er að gerast.
Tökum Suðaustur-Asíu, ef þar er
stuðst við AGS-áætlun, sem leiðir til
mikils atvinnuleysis, eyðileggur það
traust. Áætlun AGS kann að vera til
staðar, en ef það drepur hagkerfið
drepur það traust. Við sögðum að
það sem skipti máli væri ekki áætl-
unin eða orð eða ræður. Ræður
hjálpa í klukkustund. Ef áherslan er
á hlutabréfamarkaði og hreyfingar
upp og niður skiptir það máli. En
hafi menn áhyggjur af störfum fólks
skiptir það sem er undirliggjandi
máli - ekki ræða, sem heldur mörk-
uðunum uppi klukkustund í viðbót.
Hitt atriðið er, hafi menn á annað
borð áhyggjur af orðunum, að ein
hættan af áætlunum AGS er að orðin
koma þér oft í mjög erfiða klemmu.
Taumur sjóðsins er mjög stuttur
sem þýðir að geri ríki ekki það, sem
hann vill, frestar hann áætluninni.
Það er neikvætt merki og þess
vegna spyr margt fólk hvort nú sé
málið að Íslendingar þakki Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum fyrir að koma
fyrir ári og segi: „Nú höfum við náð
jafnvægi, það er ekki neyðarástand
og við þurfum sem lýðræðisríki á því
að halda að borgararnir komi saman
og ræði hvað gera þurfi.“ Þar er ým-
islegt í húfi, en mikilvægast er að
halda fullri atvinnu.“
Stiglitz sagði að hinn mikli niður-
skurður á fjárlögum, sem AGS færi
fram á, myndi leiða til meira at-
vinnuleysis á Íslandi.
„Þeir segja að kostnaðurinn við að
fá traust sé að eiga mikla varasjóði,
kostnaðurinn við varasjóðina er háir
vextir. Kostnaðurinn við varasjóðina
samsvarar niðurskurðinum í heil-
brigðismálum eða menntamálum og
Íslendingar spyrja sig: Er það þess
virði?“ sagði Stiglitz. „Ég held að
þetta séu góðar og lýðræðislegar
spurningar.
Er það þess virði?
Joseph Stiglitz segir eðlilegt að Íslendingar spyrji sig hvort samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
borgi sig Nú sé lykilatriði að tryggja atvinnu en áætlun sjóðsins stuðli að atvinnuleysi
Morgunblaðið/Golli
Í stuttum taumi Joseph Stiglitz segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefi
ekki mikið svigrúm og það geti valdið vanda. Hann talaði nýlega í HÍ.
Í HNOTSKURN
»Joseph Stiglitz kveðstávallt hafa gagnrýnt ofur-
áherslu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins á að draga úr halla.
»Hann segir að sé lánum tilað efla menntun, tækni og
innviði vel varið þá muni efna-
hagur landsins verða sterkari
og óþarfi að hafa áhyggjur.
»Enginn ávinningur sé aflánum til að heyja stríð í
Afganistan, gefa ríku fólki
skattafslátt eða bjarga banka-
mönnum. Þá er verið að hlaða
upp skuldum, sem falli á kyn-
slóðir framtíðarinnar.