Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÁRNI Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, segir að
ummæli Friðriks Sophussonar í bók
um Kárahnjúkavirkjun, þess efnis að
náttúruverndar-
samtök hafi beitt
sér gegn því að
verktakafyrir-
tæki á borð við
Skanska eða
NCC byðu í
byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar,
séu á misskilningi
byggð.
Árni segir að
NCC, Nordic Construction Comp-
any, hafi beðið um fund með World
Wildlife Fund Arctic Program í Ósló,
WWF, nokkru áður en útboðsfrestur
í virkjunina rann út. Á þeim fundi
hafi þegar verið ljóst að NCC hugn-
aðist ekki áformin eða slakur und-
irbúningur þeirra. Greinilegt hafi
verið að NCC hafði þá þegar tekið
ákvörðun um að bjóða ekki í verkið.
„Síðar meir komu fulltrúar NCC
hingað til lands til að fara yfir mála-
vöxtu og hittu þá meðal annars full-
trúa Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands. Þar kom fram að
Kárahnjúkaverkefnið var að mörgu
leyti illa undirbúið og þá einkum leist
mönnum illa á innviði hér á landi,
eins og vinnueftirlit, heilbrigðiseft-
irlit, og skattakerfi,“ segir Árni og
bendir í því sambandi á bloggfærslu
Guðmundar Gunnarssonar, for-
manns Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, á Eyjunni á mánudag, eftir að
Morgunblaðið hafði birt viðtalsbrot
úr bók Atla Rúnars Halldórssonar
um sögu Kárahnjúkavirkjunar.
Illt orðspor Impregilo
„Umhverfismál skiptu líka veru-
legu máli fyrir ákvörðun NCC og
Skanska líkt og þegar Norsk Hydro
hætti við þátttöku árið 2002. Enn-
fremur kom það erlendum verktaka-
fyrirtækjum og Alcoa mjög á óvart
hversu neikvæð stjórnvöld hér á Ís-
landi og Landsvirkjun voru í garð
náttúruverndarsamtaka. Ummæli
Friðriks Sophussonar, Jóhannesar
Geirs Sigurgeirssonar og fleiri bera
þess vott,“ segir Árni.
Hann segir Skanska hafa komið
þeim skilaboðum á framfæri að fyr-
irtækinu hafi ekki litist á að vinna
með Impregilo, sem hafi unnið sér
inn illt orðspor víða þar sem það hef-
ur komið að verki. „Ein af forsend-
um Kárahnjúkavirkjunar var sparn-
aður í aðbúnaði fyrir verkafólk og
öryggi þeirra sem unnu að virkjun-
inni. Þess vegna var Impregilo feng-
ið til verksins,“ segir Árni Finnsson.
Á misskiln-
ingi byggt
Segir náttúruverndarsamtök ekki hafa
beitt norræna verktaka þrýstingi
Árni Finnsson
Í HNOTSKURN
»Friðrik Sophusson, fráfar-andi forstjóri Landsvirkj-
unar, segir m.a. í bókinni um
Kárahnjúkavirkjun að nor-
rænir verktakar hafi látið
undan „óeðlilegum“ þrýstingi
náttúruverndarsamtaka.
»Friðrik telur ennfremurað Impregilo hafi sætt
meira eftirliti og harðari kröf-
um en aðrir verktakar.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÉG segi, herra Fallon, að laga-
lega, strangt til tekið, þá er þetta
það sem við höfum sagt við fólk:
,,Þið verðið að sækja fyrstu 16.000
pundin eða svo til íslenskra yfir-
valda,“ vegna þess að það er það
sem EES-samningurinn segir, og
þau eru að þræta fyrir það á þess-
um tímapunkti, eins og ég skil það.“
Þannig svaraði Alistair Darling,
fjármálaráðherra Bretlands, spurn-
ingum fyrir framan fjárlaganefnd
breska þingsins 3. nóvember í
fyrra, tæpum mánuði eftir banka-
hrunið á Íslandi. Hann hélt áfram.
„En við hefðum átt að standa á
milli 16.000 punda og 50.000 punda
samkvæmt breska innlánstrygg-
ingakerfinu. Ég hef gengið lengra
en svo. Ég hef sagt að ég muni
gæta að hagsmunum allra inn-
stæðueigenda í útibúi í London,
sem ég tel að við berum ábyrgð á.
Ef þú ferð yfir á næsta stig og seg-
ir: „Sjáðu til, þú átt að taka ábyrgð
á einhverju sem er gert á eynni
Mön eða Guernsey eða í rauninni,
með sama hætti, í öðrum ríkjum,“
þá er það mjög þýðingarmikið skref
að stíga.“
Skyldur við fólk í Bretlandi
Michael Fallon, fulltrúi íhalds-
flokksins hafði ásakað hann um að
reyna að þvo hendur sínar af hags-
munum breskra innstæðueigenda í
Kaupthing Isle of Man, dótturfyr-
irtæki Kaupþings á Íslandi. Bank-
inn á Mön hafði millifært 550 millj-
ónir punda yfir í Kaupthing Singer
& Friedlander í London, rétt áður
en sá banki varð gjaldþrota. Bank-
inn á Mön átti því í erfiðleikum með
að standa við skuldbindingar sínar
gagnvart innstæðueigendum þar.
Fallon vísaði til þess að tals-
maður fjármálaráðuneytisins á Gu-
ernsey hefði sagt bresk stjórnvöld
koma fram fyrir hönd yfirráða-
svæða krúnunnar í samninga-
viðræðum við íslensk stjórnvöld.
„Af hverju ertu að þvo hendur þína
af breskum innistæðueigendum á
eynni Mön?“ spurði Fallon.
Við yfirheyrsluna sagði Darling
einnig, að hans skyldur væru ein-
ungis við það fólk sem hefði lagt fé
sitt inn í banka í Stóra-Bretlandi,
en Mön og Guernsey eru ekki hluti
af Stóra-Bretlandi, þótt þær heyri
undir bresku krúnuna.
„Herra Fallon, eyjan Mön og Gu-
ernsey eru með sérstakt kerfi og af
skattalegum ástæðum og öðrum
ástæðum velur fólk að fara þangað.
Yfirvöld á Mön hafa þar reglusetn-
ingarvald. Ég þyrfti að hugsa mig
um vel og lengi áður en ég segði, að
í fyrsta skipti skyldi breska ríkið
fara að tryggja innistæður sem
stofnað var til í öðru umdæmi. Það
er ekki eitthvað sem við myndum
gera eins og ekkert sé.“
„Ekki eins og ekkert sé“
Alistair Darling taldi alltaf stórmál að ábyrgjast innlán sem stofnað var til utan
yfirráðasvæðis breska fjármálaeftirlitsins Mjög þýðingarmikið skref að stíga
Morgunblaðið/Ómar
Icesave Darling taldi að hann þyrfti að hugsa sig um vel og lengi áður en
hann færi að samþykkja ábyrgð Breta á innlánum í öðru ríki en sínu eigin.
Í HNOTSKURN
»Alistair Darling var í yfir-heyrslunni sem hér er
vitnað til hjá fjárlaganefnd
ásamt Mervyn King, banka-
stjóra Englandsbanka og Lord
Turner, yfirmanni breska fjár-
málaeftirlitsins.
»Sá munur var á starfsemiKaupþings og Landsbank-
ans á Bretlandseyjum var sá
að Kaupþing átti þar dóttur-
fyrirtæki en Landsbankinn
var þar með útibú.
»Yfirheyrsluna má finna ávef breska þingsins.
Eru Íslendingar, með því að
ábyrgjast greiðslu á Icesave-
reikningunum í Bretlandi, að
gera eitthvað sem Alistair Dar-
ling hefði ekki gert, væri hann í
okkar sporum?
ÁRNI Stefán
Jónsson, formað-
ur SFR – stéttar-
félags, býður sig
fram til for-
manns BSRB, en
kosið verður um
nýjan formann á
þingi bandalags-
ins, sem haldið
verður 21. til 23.
október nk. Árni
Stefán er 1. varaformaður BSRB.
Hann hefur starfað að réttinda-
og kjaramálum opinberra starfs-
manna frá árinu 1987. Árni Stefán
Jónsson er menntaður rafvirki frá
Iðnskólanum í Reykjavík og frí-
stundafræðingur frá Háskólanum í
Gautaborg í Svíþjóð auk þess að
vera menntaður fjölskylduráðgjafi.
Árni Stefán Jónsson
býður sig fram til
formanns BSRB
Árni Stefán
Jónsson
Í ÁR BLÁSA Íslandsdeild Amnesty
International og Iceland Airwaves
til samstarfs þar sem mannrétt-
indabaráttu og tónlistarhátíð er
teflt saman. Íslandsdeild Amnesty
International hefur formlega her-
ferð á alþjóðlegum baráttudegi
gegn fátækt, laugardaginn 17.
október með aðgerðinni Leysum
fjötra fátæktar. Jóhanna Eyjólfs-
dóttir framkvæmdastjóri Íslands-
deildar Amnesty International seg-
ir það mikið ánægjuefni að
tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
vilji leggjast á eitt með Amnesty og
tileinki föstudaginn 16. október
baráttu samtakanna gegn fátækt.
Tónlist og mannrétt-
indum teflt saman
“Eitt tungumál fyrir allan heiminn”
Fyrsta íslenska kennslubókin í esperanto 100 ára
Þjóðarbókhlöðunni, Landsbókasafni,
fyrirlestrarsal 2. hæð, fimmtudaginn 15. október
Málþing sett 15:30, sýning opnuð 17:00
Esperanto er hlutlaust planmál ætlað til alþjóðlegra samskipta, grundvallað af L.L. Zamenhof.
Málið birti Zamenhof 1887 og í dag er það mest notaða planmál veraldar. Árið 1909, eða
fyrir 100 árum síðan, gaf Dr. Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur út fyrstu kennslubókina í
esperanto á íslensku. Þessi bók lagði grunn að fjölbreyttu íslensku esperantostarfi.
15:30 Málþing - Kaffi á könnunni í fundarsal
Nokkrar endurminningar um Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra
Jónas Haralz, hagfræðingur
Þorsteinn og hagfræðin
Gylfi Zoega, deildarforseti hagfræðideildar HÍ
„Eiga vildi ég orðastað á öldinni sem kemur” Esperanto fyrr og nú
Kristján Eiríksson, formaður Íslenska esperantosambandsins
Kennslubók Þorsteins í esperanto
Baldur Ragnarsson, rithöfundur
Málþinginu stýrir Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við HR
17:00 Sýning – Opnun og veitingar
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
www.esperanto.is
Málþing og sýning til heiðurs
Þorsteini Þorsteinssyni,
hagfræðingi og esperantista
HAGFRÆÐIDEILD
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ