Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
S
töðugt fleiri Íslendingar
heimsækja landnáms-
byggðir Íslendinga í
Vesturheimi. Undanfarin
10 ár hefur Jónas Þór
farið með um 1.400 manns vestur í
35 ferðum í tengslum við Þjóðrækn-
isfélag Íslendinga og í samvinnu við
ýmsar deildir Þjóðræknisfélagsins í
Norður-Ameríku auk þess sem hann
tók á móti vel á annað hundrað
manns að vestan í sumar. Síðustu
ferð sumarsins er nýlokið og undir-
búningur hafinn fyrir næsta ár.
„Þetta hefur gengið mjög vel, sér-
staklega í sumar og fyrrasumar, og
þegar eru fimm hópferðir vestur og
ein að vestan frágengnar næsta
sumar,“ segir Jónas, sem stofnaði
félagið Vesturheim sf. 2006 til að sjá
um ferðirnar fyrir Þjóðræknis-
félagið.
Námskeið upphafið
Hugmyndin að ferðunum kviknaði
í kjölfar endurreisnar Þjóðræknis-
félags Íslendinga 1997. Jónas Þór er
sagnfræðingur að mennt og eftir að
hafa flutt útvarpserindi um fólk af
íslenskum ættum í Vesturheimi boð-
aði Markús Örn Antonsson, þáver-
andi formaður ÞFÍ, hann á stjórnar-
fund haustið 1999 til að fá hann til að
halda námskeið um vesturfarana í
nafni ÞFÍ. „Þátttakendur lifðu sig
vel inn í söguna og um vorið óskuðu
þeir eftir því að fara í vettvangs-
könnun og fyrsta ferðin varð að
veruleika skömmu síðar,“ rifjar Jón-
as upp.
Fyrsta ferðin byggðist einkum á
sögu fyrstu vesturfaranna en síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Auk hefðbundinna ferða til Minne-
sota, Norður-Dakóta og Manitoba
hafa verið skipulagðar ferðir til Ut-
ah, vesturstrandar Bandaríkjanna
og Kanada, Alberta, Saskatchewan,
Ontario, Quebec og hringnum var
lokað í Nova Scotia í haust. „Við höf-
um heimsótt hverja einustu land-
námsbyggð vesturfarasögu Íslend-
inga á tíu árum,“ segir Jónas.
Jónas hefur farið með ófáa ís-
lenska kóra vestur. Eins hefur
starfsfólk skóla tekið sig saman,
hópar ýmissa félagssamtaka eins og
Lions og Rotary, sem hafa verið
áberandi í þessum ferðum, félög
eldri borgara og svo félagsmenn
ÞFÍ auk annarra. „Ég fór til dæmis
í sjö ferðir vestur í sumar og tók á
móti þremur hópum að vestan,“ seg-
ir Jónas og bætir við að fólk hafi
greinilega mikinn áhuga á sögu
Vestur-Íslendinga. „Tengingin við
skyldfólk spilar líka stórt hlutverk,“
segir hann.
Kynning
Almar Grímsson tók við for-
mennsku ÞFÍ af Markúsi Erni árið
2003 og hefur síðan unnið ötullega
að samskiptum Íslendinga og fólks
af íslenskum ættum vestra. Hann
hefur heimsótt margar deildir Þjóð-
ræknisfélagsins í Norður-Ameríku
og á dögunum var hann heiðurs-
gestur á árlegri Leifs Eiríkssonar
hátíð Íslendingafélagsins í Edmon-
ton. Þar lagði hann áherslu á teng-
inguna og áréttaði að samskipti
væru hugsunin á bak við ferðirnar.
„Maður er manns gaman,“ segir
Almar og bendir á að í gegnum þess-
ar ferðir hafi hann meðal annars
kynnst ættfólki vestra sem hafi
komið til Íslands í kjölfarið og hann
síðan heimsótt á dögunum.
Jónas segir að hann hafi alltaf
fundið fyrir miklum áhuga vestra á
Íslandi og Íslendingum og vegna
fjölda fyrirspurna hafi hann ákveðið
að bjóða upp á hópferðir til Íslands í
sumar. „Áður setti fólk helst kostn-
aðinn fyrir sig en eftir að krónan
veiktist urðu Íslandsferðir sérlega
hagstæðar og ég er þegar farinn að
taka við pöntunum í sumarferðina
að ári.“ Hann bætir við að eftir því
sem flugáfangastöðum vestra fjölgi
aukist áhuginn enn frekar á ferð-
unum og ekki síst á Íslandsferðum.
Almar bendir á að beint flug til To-
ronto hafi opnað nýjar dyr og marg-
ir bíði spenntir eftir því að beint flug
til Winnipeg verði að veruleika.
Samvinna margra
Félagarnir minna á að margir
komi að þessum ferðum. Vestur-
farasetrið á Hofsósi hafi til dæmis í
hyggju að vera með sérstaka Vest-
ur-Íslendingahátíð seinni hluta júní
árlega og ferðir að vestan taki mið af
hátíðinni, en fyrsta hátíðin hafi verið
í sumar. Setrið sé líka mjög mikil-
vægt við að aðstoða fólk við að finna
ættingja, rétt eins og Vesturfarinn á
Vopnafirði. Sendiherrar og ræðis-
menn vestra hafi verið Þjóðræknis-
félaginu mjög innan handar sem og
einstaklingar á viðkomandi stöðum.
„Það leggjast allir á eitt til að ferð-
irnar takist sem best og það er til
dæmis ótrúlegt að sjá sveitunga í
nágrenni við Riverton fylla félags-
heimilið í hvert sinn sem íslenskur
kór kemur og syngur,“ segir Jónas.
„Það er líka gaman að fá söguna í
æð á íslensku í nýja byggðasafninu í
Árborg, en svona er þetta á hverjum
stað og þetta endurspeglar áhugann
vestra á þessum ferðum. Móttökur-
nar eru ótrúlega góðar.“
Tímamót
Þjóðræknisfélagið verður 70 ára
1. desember í ár og verður tímamót-
anna minnst í Þjóðmenningarhús-
inu. Gestir koma frá Norður-
Ameríku og íslenskir listamenn, sem
hafa skemmt vestra, koma fram auk
þess sem verkefni ÞFÍ verða kynnt.
Winnipeg Jónas Þór hefur farið með marga hópa vestur og er hér með hóp úr Félagi eldri borgara í Hafnarfirði framan við styttu af Jóni Sigurðssyni við þinghúsið í Winnipeg í Kanada í fyrra.
Tengingin
styrkist enn
Þjóðræknisfélag Íslendinga byrjaði að skipuleggja
ferðir til Vesturheims fyrir 10 árum og hefur Jónas
Þór séð um þær frá upphafi en hann stofnaði sérstakt
fyrirtæki til að sinna verkefninu og tengingunni.
Morgunblaðið/Heiddi
Fararstjórar Almar Grímsson og Jónas Þór hafa komið tengingum á.
Markland Í haust var hópferð til Nova Scotia og þar með var hringnum lokað.
Garðar John Johnson og Magnús Ólafsson við minnismerkið um Stephan G.