Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
✝ Edda Kristín Aar-is Hjaltested
fæddist í Reykjavik
11. ágúst 1945. For-
eldrar hennar voru
Björn Hjaltested for-
stjóri f. 9.12. 1905, d.
20.4. 1980, f. í Reykja-
vík, sonur Péturs
Hjaltested stjórn-
arráðsfulltrúa og So-
fíu Dórótheu Finsen,
og Grethe Aaris
Hjaltested, f. í Viborg
Danmörku 11.11.
1916, dóttir Jens Jen-
sen Aaris múrarameistara og Emil-
íu Kristíne Aaris.
Systkini Eddu eru: Walter fram-
kvæmdastjóri f. 14.3. 1934 sam-
feðra, kona hans er Svandís Guð-
mundsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Jytte fyrrv. flugfreyja f. 5.5. 1941,
gift Gunnari Geirssyni tæknifræð-
ingi og eiga þau einn son. Jens Pét-
ur Hjaltested viðskiptafræðingur f.
28.2. 1949, en eiginkona hans var
Maríanna Haraldsdóttir, d. 12.3.
2002 og eiga þau eina dóttur. Edda
ólst upp í Reykjavik en dvaldi tíðum
á sumrin hjá móðurforeldum sínum
í Danmörku. Hún tók virkan þátt í
starfi skátahreyfingarinnar í
Reykjavik á unglingsárum. Edda
lauk námi frá verslunardeild Haga-
skóla árið 1962, brautskráðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1968 og
lauk námi í hjúkrunarstjórnun við
Háskóla Íslands 1989. Stundaði nám
við Kennaraháskóla Kaup-
nær þrjá áratugi, en Sólheimar
voru hennar annað heimili. Hún
stuðlaði að því að unnt var að hefja
þýðingu biblíunnar í Konsó í Ethi-
opiu með því að kosta byggingu
Biblíuhúss og aðstoðaði við stofnun
Heimilis friðarins í S.-Afríku sem
starfar fyrir þroskahefta.
Edda giftist 1968 Jóni Friðriks-
syni lækni f. 12.12. 1944. Foreldrar
hans voru Friðrík A. Jónsson og
Guðrún Ögmundsdóttir. Þau skildu
1978. Synir þeirra eru: Friðrík Örn
ljósmyndari f. 18.2.1970. Dóttir
hans og Þórönnu Björnsdóttir er
Úlfhildur Lokbrá f. 28.9. 2007. Óli
Rafn deildarstjóri f. 17.8. 1974. Eig-
inkona hans er Valgerður Magn-
úsdóttir. Sonur þeirra er Atli Þór f.
7.3. 2008. Síðari eiginmaður Eddu
er Pétur Sveinbjarnarson f.v. fram-
kvæmdastjóri f. 23.8. 1945. For-
eldrar Sveinbjörn Tímóteusson og
Guðrún Pétursdóttir. Pétur á tvo
syni með fyrrverandi eiginkonu
sinni Auðbjörgu Guðmundsdóttur:
Guðmund Ármann framkvæmda-
stjóra f. 9.5. 1969, sambýliskona
hans er Birna Ásbjörnsdóttir og
eiga þau eina dóttur, Emblu Líf f.
24.8. 2004. Áður átti Guðmundur
Ármann Auðbjörgu Helgu f. 23.3.
1996. Eggert fulltrúi búsettur í Sví-
þjóð f. 18.7. 1973. Sambýliskona
hans er Malin Svenson og eiga þau
tvö börn, Freyju Cristine f. 5.7. 1994
og Einar Pétur Lars f. 16.5. 2007.
Útför Eddu verður gerð frá Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 14. októ-
ber og hefst athöfnin kl. 15.
mannahafnar 2002-
2003. Að námi loknu
starfaði Edda sem
hjúkrunarfræðingur
við Landakotsspítala
1968-1970, hjúkr-
unarforstjóri sjúkra-
húss Patreksfjarðar
1972- 1973, hjúkr-
unarfræðingur við
Borgarspítalann
1975-1977. Starfaði
sem hjúkrunarfræð-
ingur í Svíþjóð og
Danmörku 1977-1980,
deildarstjóri á Landa-
kotsspítala 1981-1990 og hjúkr-
unarframkvæmdastjóri 1990-1994.
Forstöðumaður félags- og þjónustu-
miðstöðvar aldraðra og íbúða aldr-
aðra við Vitatorg frá stofnun þess
staðar árið 1994. Edda tók virkan
þátt í félagsmálum hjúkrunarfræð-
inga á níunda áratugnum. Sat m.a. í
kjaramálanefnd og í undirbúnings-
nefnd fyrir Bláskóga, hús félagsins
að Úlfljótsvatni sem vígt var 28.9.
1990. Meðal stofnenda og fyrsti for-
maður Innsýnar, félags starfs-
manna sem vinna við speglanir.
Edda flutti fyrirlestra um hjúkr-
unar- og öldrunarmál, m.a. við há-
skóla í Bandaríkjunum, á ráð-
stefnum í Danmörku og Bretlandi
og fyrir hönd íslenskra hjúkr-
unarfræðinga á Norðurlandaþingi
hjúkrunarfræðinga í Kaupmanna-
höfn 1990. Edda starfaði mikið fyrir
Sólheima, þar sem eiginmaður
hennar hefur gegnt formennsku í
Edda Hjaltested lést 4. þ.m. á
Landsspítalanum eftir tólf mánaða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var
á góðum aldri og þróttmikil þegar
sjúkdómurinn greindist og hafði verið
heilsuhraust fram að því. Vilji hennar
og reisn á baráttutímabilinu við þessa
ofurógn sjúkdómsins var ólýsanleg og
lærdómsrík fyrir okkur sem fylgd-
umst vanmáttug með. Með Eddu er
gengin mikilhæf manneskja og einn
traustasti vinur okkar hjóna.
Edda var menntuð hjúkrunarfræð-
ingur og starfaði sem stjórnandi á því
sviði um langt árabil. Af henni fer gott
orð sem farsæll og duglegur stjórn-
andi, ekki síst á sviði öldrunarmála
þar sem framsýni hennar og atorka
nýttist til hinstu stundar. Edda var
víðsýn og hafði mikla alþjóðlega
þekkingu og innsýn í ólíkar sam-
félagsgerðir, menningar- og þjóð-
félagshætti. Hún var drífandi og
ávallt trú þeim verkefnum sem hún
tók sér fyrir hendur og lagin við að
leysa flókin verkefni. Þá var Edda
jafnframt virkur og atkvæðamikill
þátttakandi með manni sínum, Pétri
Sveinbjarnarsyni stjórnarformanni
Sólheima í Grímsnesi, í öllu þeirra
fjölbreytta og þrotlausa starfi á um-
liðnum árum við uppbyggingu sjálf-
bærs samfélags og þróun þjónustu við
íbúa byggðahverfisins að Sólheimum.
Samfélagið á Sólheimum er að okkar
mati eitt það fremsta mannfélag á
sínu sviði á alþjóðavísu, framlag Pét-
urs og Eddu er þar ómetanlegt og
verður seint þakkað. Edda naut virð-
ingar hjá öllum er til hennar þekktu
og framganga hennar var ávallt
ákveðin og fagleg. Hún ræddi sjaldn-
ast árangur sinn og nálgaðist sín eigin
mál af hógværð. Hún tók sjálfan sig
og lífið almennt ekki of hátíðlega en
sýndi öllu og öllum í kringum sig
geislandi áhuga og var einstaklega
hvetjandi til góðra verka. Við hjónin
höfum þekkt Eddu og Pétur náið um
árabil og samverustundir, samstarf
og vinátta okkar mikil og góð, ekki
síst síðastliðin fimmtán ár. Við áttum
margar ógleymanlegar samveru-
stundir þegar við bjuggum og störf-
uðum á Sólheimum árin 1995 til 2000
og allar götur síðan.
Leiðir okkar lágu saman bæði á
faglegu- sem félagslegu sviði og voru
þar ánægjutímabil sem og erfiðar
stundir, aldrei bar þar skugga á mik-
ilvæg og traust vináttubönd. Þá var
komin óformleg regla um að við hjón-
in fórum með þeim í menningarferðir
víða um heim, má þar nefna ferðir til
Noregs, Austurríkis, Danmerkur og
Frakklands. Þau hjónin voru verald-
arvön og stundir okkar saman á
ferðalögum og fróðleikur þeirra um
sögu og menningu er okkur mikils
virði. Þá var í bígerð næsta ferð okkar
og stefnan tekin á Ítalíu og Rómar-
borg og mikil eftirvænting farin að
byggjast upp þegar sjúkdómur Eddu
greindist.
Edda var lífsglöð, glæsileg og ein-
staklega skemmtileg manneskja sem
hafði ríka kímnigáfu. Samverustundir
með henni voru eftirsóknarverðar.
Edda Hjaltested er kvödd með
djúpum söknuði. Lífshlaup, viðhorf
og lífsgleði hennar verða okkur alltaf
minnisstæð og þakkarverð. Við fær-
um ástvinum Eddu og eftirlifandi
maka, Pétri Sveinbjarnarsyni og fjöl-
skyldumeðlimum öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Óðinn Helgi Jónsson
og Guðrún Lára Halldórsdóttir.
Edda Hjaltested, okkar kæra vin-
kona, hefur kvatt eftir hetjulega bar-
áttu. Þegar hugurinn reikar til baka
staðnæmist hann í dymbilviku um
miðjan níunda áratug síðustu aldar er
við nutum samveru með Eddu og
Pétri að skoða mannlíf, leikhús og
listasöfn New York-borgar.
Frá þeim tíma höfum við átt marg-
ar samverustundir, allar ljúfar og
góðar, ekki síst á Sólheimum í Gríms-
nesi, þeim yndislega stað. Sú minning
sem kemur nú hvað sterkast fram er
frá 5. júlí í sumar, á afmælisdegi Sól-
heima, þegar Edda af mikilli reisn af-
hjúpaði verkið „Engill – sameining
vonar“ og bað staðnum og fólkinu þar
verndar englanna. Það hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með af hve
mikilli hugprýði Edda tókst á við hinn
illvíga sjúkdóm. Undir slíkum kring-
umstæðum kemur gjarnan í ljós úr
hverju maðurinn er gerður. „Það eru
dönsku genin,“ var svarið hjá henni
þegar dáðst var að ótrúlegu baráttu-
þreki hennar, jákvæðni og innri
styrk.
Edda bar einnig hag annarra mjög
fyrir brjósti og fékk annað okkar að
njóta þess ríkulega þegar hún starfaði
á Landakotsspítala. Þá fór ekki fram
hjá þeim sem þekktu til hversu kært
henni var til móður sinnar, Grethe, og
sonanna, Frissa og Óla, og síðar
barnabarna og hve annt henni var um
heill þeirra.
Edda var og listfeng kona, eins og
glerverk hennar bera merki um, og
hún var gestgjafi mikill sem við feng-
um oft að njóta. Við kveðjum elsku
Eddu með þakklæti fyrir allt og allt.
Við biðjum góðan Guð að styrkja Pét-
ur, strákana og fjölskyldur þeirra og
Grethe og fjölskyldu hennar. Missir
þeirra er mikill.
Kristín Sigurðardóttir,
Ólafur Gústafsson.
Edda Hjaltested var falleg kona og
glæsileg. Hávaxin fríðleikskona sem
hvarvetna var eftir tekið. Nafnið
Edda stendur fyrir ármóðir, vitur
kona og móðir sem umfaðmar alla og
dreifir visku sinni til allra. Þannig var
Eddan okkar hollsystranna og þannig
munum við vinir hennar hana, ekki
síst þegar mikil veikindi steðjuðu að.
Styrkur hennar og þor, reisn og vilji
var einstakur. Alltaf reis hún upp eft-
ir hvert áfall, staðráðin í að standa vel
á meðan stætt var, gefa og njóta elsku
og ástar fjölskyldu og vina.
Haustsólin vermir í dag hafflötinn
og himinninn er roðagylltur, íslensk
kvöldfegurð sem á fáa sína líka. Allt
er tært og hreint. Snæfellsjökull
stendur í loga og bláma slær á Esj-
una. Ljósrák ber við sjóndeildar-
hring; „ljósið“, þetta himneska ljós
sem við öll síðar hverfum í, hefur nú
tekið til sín Edduna okkar, eina af Ís-
lands góðu konum. Eftir stöndum við
vinkonur hennar hnípnar í sorg með
þakklæti í hjarta yfir að hafa átt hana
að vinkonu á ævigöngunni.
Hópurinn sem hóf nám í hjúkrun í
desember árið 1964 var um margt
ólíkur. Sumar voru meiri heimskonur
en aðrar, en eitt áttum við sameig-
inlegt; við ætluðum að verða hjúkr-
unarkonur. Á þessum tíma bjuggu
flestar í heimavist Hjúkrunarskóla
Íslands en nokkrar sem áttu heima í
Reykjavík bjuggu heima. Edda var
ein af þeim. Á hverjum morgni kom
hún brunandi á litlu Volkswagen-
bjöllunni sinni og hlaut mikla aðdáun
fyrir, slíkur munaður var fátíður í þá
daga. Edda varð hjúkrunarfræðingur
með láði og hefur alla tíð staðið við
það sem hjúkrunarheitið okkar kveð-
ur á um í lokin; að vera stétt minni til
sóma. Starfsvettvangurinn varð fjöl-
breyttur, almenn hjúkrun og stjórnun
jafnt hér heima og erlendis. Ég sem
þessar línur rita naut sérþekkingar
hennar og færni þegar hún var deild-
arstjóri á göngudeild Landakotsspít-
ala fyrir mörgum árum. En einnig
naut ég alltumvefjandi hlýju og ör-
yggis sem er svo mikilvægt fyrir okk-
ur er þurfum að bregða okkur hinum
megin við heilsulínuna. Fyrir það
verður seint fullþakkað.
Hver morgunn nýr, hugvekjur Jón-
asar heitins Gíslasonar vígslubiskups
í Skálholti, er einstök bók. Þar tekur
hann fyrir alla helgidaga ársins með
skírskotun kristinnar trúar til nú-
tímans og segir m.a.: „Vér eigum að
lifa Guði. Ég hugsa til stjarnanna.
Sólin er sjálflýsandi en reikistjörn-
urnar eiga sjálfar enga birtu, en þær
endurvarpa birtu sólar, er á þær skín.
Vér líkjumst reikistjörnum meir en
sólinni, því vér eigum að endurvarpa
ljósi Guðs til meðbræðranna.“ Edda
endurvarpaði ljósi á veg okkar sam-
ferðamannana og hefur fengið nafn
sitt skráð í Lífsins bók. Hún er farin
til Guðs og hefur með sinni alkunnu
röggsemi sagt við Lykla-Pétur:
Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í
himin Guðs. Og Pétur hefur lokið upp,
því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú
Krists og Edda var einn af þeim.
Sendum eiginmanni, sonum, móður
og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur
um leið og áratuga vinátta og vinsemd
er þökkuð. Guð blessi þig Edda mín.
Fyrir hönd hollsystranna þinna,
Sigþrúður Ingimundardóttir.
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig
og vakna upp úngur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Elskuleg vinkona okkar og skóla-
systir er látin langt fyrir aldur fram.
Þegar við lítum til baka og minnumst
hennar koma upp í hugann ljóslifandi
myndir af bráðfallegum og fjörugum
unglingi í Hagaskóla og síðar glæsi-
legri konu sem alla tíð bar sig með
mikilli reisn og háttvísi. Við minn-
umst góðra stunda saman, skemmti-
legum boðum og ekki hvað síst
saumaklúbbnum okkar þar sem mikið
var spjallað og hlegið en frekar lítið
saumað.
Edda og „bláa bjallan“ er órjúfan-
legur hluti af þeim minningarsjóði
sem við nú búum að og getum ornað
okkur við.
Við kveðjum Eddu með trega og
söknuði, það er skarð fyrir skildi í litla
hópnum okkar en enn stærra er
skarðið hjá fjölskyldu hennar og ást-
vinum. Við vottum þeim okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðan Guð
að styrkja þau og blessa á erfiðum
tímum. Við biðjum Hann einnig að
blessa Eddu og vernda í nýjum heim-
kynnum. Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Aðalheiður, Erla, Ingibjörg
Norberg, Ingibjörg Sveins,
Þorbjörg, Þórunn Blöndal og
Þórunn Hafstein.
Edda Hjaltested, elskuleg vinkona
mín til nærri 50 ára, lést 4. október sl.
langt um aldur fram, nýlega orðin 64
ára gömul. Hún háði harða baráttu
við illvígan blóðsjúkdóm í heilt ár. Við
vorum lengi vel bjartsýn um að hún,
með sínum sterka lífsvilja og andlega
krafti myndi sigrast á óvætti þessum.
En þrátt fyrir að hún sjálf, læknar og
hjúkrunarfólk gerðu allt sem unnt var
vann sjúkdómurinn sigur að lokum.
Ég var svo heppin að kynnast
Eddu snemma á lífsleiðinni. Á þeim
tíma voru áhyggjur fjarri og ung-
lingslífið eilífur dans á rósum. Eftir
gagnfræðapróf störfuðum við um
tíma saman á skrifstofu Eimskipa-
félags Íslands hf. og þá kynntist ég
betur þroskuðum persónuleika Eddu.
Hún var mikill gleðigjafi, andlega
sterk, tilfinningarík, hreinskiptin og
ákveðin í skoðunum, vildi hafa „allt á
hreinu“. Þessir eiginleikar hennar
hugnuðust mér vel. Við fundum það
strax báðar að við yrðum að eilífu
bestu vinkonur. Hún var úrræðagóð,
hlý, greiðvikin og hjálpsöm og ein-
staklega smekkvís. Allir gátu leitað
ráða hjá henni um hin ýmsu mál. Ekki
síst var hægt að reiða sig á smekkvísi
hennar hvort sem um var að ræða
fataval, skreytingar, liti, framkomu
gagnvart öðrum eða annað sem upp á
bar.
Við Edda höfðum einstaklega gam-
an af að gera ýmislegt saman, þar á
meðal að velja fatnað og fallega hluti,
enda var smekkur okkar keimlíkur.
Mér verður alltaf minnisstæð ferð
okkar nokkurra starfsfélaga af Vita-
torgi til Boston fyrir nokkrum árum
síðan. Þar var hlegið og gantast
myrkranna á milli, þotið um „mollin“
að hennar einstaka hætti, skoðað og
verslað með hraði og allt fullkomlega
og fumlaust valið af einstöku öryggi.
Edda var afskaplega stolt af
drengjunum sínum tveimur og síðar
mökum þeirra og börnum. Væntum-
þykja hennar í garð sona Péturs,
maka þeirra og barnabarna var tak-
markalaus og falleg. Þau öll voru
hennar börn, eins og hún sagði svo oft
með blik í augum.
Við hjónin eigum góðar minningar
frá heimsóknum til Eddu á Grenimel-
inn, til Patreksfjarðar, Skövde í Sví-
þjóð, Kaupmannahafnar, Ásvallagötu
og Sólheima. Alltaf tók hún jafn inni-
lega og höfðinglega á móti okkur.
Hún fylgdist vel með uppvexti barna
okkar og við með hennar. Sérstaklega
voru augljós falleg tilfinningatengsl
hennar og Hönnu Kristínar dóttur
okkar sem átta ára gömul var nokk-
urs konar „mini au pair“ hjá Eddu á
Patreksfirði eitt sumar. Hugur
Hönnu Kristínar er hjá Eddu þessa
dagana með hlýju og söknuði.
Með styrk sínum, greind, velvilja
og hlýrri framkomu tókst Eddu ávallt
að laða fram það besta hjá vinum sín-
um og samferðarmönnum.
Ég kveð yndislega vinkonu mína í
dag með þakklæti fyrir vináttuna og
söknuð í hjarta. Móður hennar
Grethe sem níutíu og tveggja ára
gömul fylgir dóttur sinni til grafar í
dag með sinni einstöku reisn, Pétri,
sonum og öðrum ástvinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur og
bið algóðan Guð að styðja þau í sorg-
inni.
Sigurdís Sigurbergsdóttir.
Ferjan hefur festar losað
farþegi er einn um borð
mér er ljúft af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakka fyrir hlýan huga
handtak þétt og gleðibrag
þakkir fyrir þúsund hlátra
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Hjartkær vinkona er kvödd. Far-
sælu og góðu lífshlaupi lauk allt, allt
of fljótt Við stór kaflaskil í lífi manns
streyma minningar fram. Þær eru
eins og perlur á bandi og á perlubandi
minninganna skína sumar perlur
skærar en aðrar. Eddu perla skín þar
einna skærast og fallegast. Edda vin-
kona okkar sem var svo gegnheil
manneskja, svo falleg að innan sem
utan.
Leiðir okkar þriggja lágu saman á
unga aldri. Vesturbærinn var okkar
leik- og skólasvæði. En kynnin urðu
meiri við nám í Hjúkrunarskólanum
þar sem við vorum á svipuðum tíma.
Seinna hittumst við svo á Landa-
koti og þar unnum við saman um ár-
tuga skeið. Edda var deildarstjóri og
síðar hjúkrunarframkvæmdarstjóri
og stjórnaði af hlýju og með sínum
góða danska húmor. Það var mikið
brasað, hlegið og haft gaman að lífinu
í og utan vinnutíma.
Eitt árið stóð t.d. fyrir dyrum ráð-
stefna í fagfélagi okkar en þar var
Edda formaður. Sökum hræðslu við
að standa í ræðustóli ákváðum við að
ganga í ITC. Það skilaði góðum ár-
angri því ekki fipaðist Eddu við
stjórnun ráðstefnunnar og talaði hún
bæði dönsku og ensku lýta- og
áreynslulaust!
Kvöld eitt var svo hattakvöld hjá
ITC, allar mættar með látlausa hatta.
Rétt í því að slegið var í með fund-
arhamrinum, þögn var í salnum, opn-
uðust þá ekki dyrnar og inn gekk
Edda með barðastóran stráhatt þak-
inn grænmeti og ávöxtum og hélt á
garðkönnu fullri af blómum!
Edda tók síðar við starfi forstöðu-
manns á Vitatorgi en það breytti engu
um vináttuna, við héldum áfram að
hittast, hlæja saman og líta í búðir
eða, eins og Edda orðaði það svo
skemmtilega, „toga aðeins í tuskur“.
Edda sagði stundum að hún ætti
sér tvö líf. Eitt í Reykjavík og annað á
sínum kæru Sólheimum. Þar áttu þau
Pétur sitt annað heimili og þar elskaði
hún að vera. Í erfiðum veikindum sín-
um sótti hún þangað kraft, frið og
orku og hvergi annars staðar vildi
hún vera þegar smástund gafst á milli
stríða.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast og þakka. Við kveðjum kæra vin-
konu og biðjum henni blessunar á leið
til nýrra heima og trúum því að henn-
ar bíði verkefni á æðri stigum. Við
söknum hennar sárt.
Edda Kristín Aaris Hjaltested