Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 26
26 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIKIÐ LÍTUR ÞÚ VEL ÚT, FRIKKI. HVAÐ ER LEYNDARMÁLIÐ? ÉG HREYFI MIG MIKIÐ OG PASSA UPP Á MATARÆÐIÐ ÉG BORÐAÐI HOLLAN MAT Í DAG LÍSA? HVAÐ? HÚN BJÓ TIL FLUGDREKA ÚR TEPPINU MÍNU! ÉG HEFÐI KANNSKI ÁTT AÐ GERA FLUGDREKA ÚR TEPPI... Æ, NEI OG SÍÐAN MISSTI HÚN HANN... OG HANN FLAUG Í BURTU! TEPPIÐ MITT FLAUG LANGT Í BURTU! YFIR HÚSIN OG TRÉN... OG HVARF! ÉG ER VISS UM AÐ ÉG SÉ ÞAÐ ALDREI FRAMAR. HVAÐ HELDUR ÞÚ, KALLI? ÞÚ VEIST MIKIÐ UM FLUGDREKA STELPUHATARA- FÉLAGIÐ SNÝR AFTUR! HA HA! ÆTLI HÚN SÉ REIÐ? TILGANGUR FÉLAGSINS HEFUR VERIÐ UPPFYLLTUR SKIPTIR EKKI MÁLI! ÞETTA VAR FULLKOMIÐ! ALVEG ÞESS VIRÐI! ÞEGAR VIÐ ERUM ORÐNIR GAMLIR GETUM VIÐ LITIÐ TIL BAKA OG VERIÐ STOLTIR ÉG HELD AÐ HÚN SÉ AÐ KLAGA OKKUR LYKILLINN AÐ LÍFSHAMINGJUNNI ER AÐ GERA ÞAÐ SEM ÞÉR ÞYKIR SKEMMTILEGT ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ SEGJA ÞETTA VIÐ HANN Á MEÐAN ÞÚ HELDUR Á BJÓR! GÆTUM VIÐ NOKKUÐ FENGIÐ BORÐ VIÐ EYRUN? PETER! VAKNAÐU! HUH? SOFNAÐI ÉG? ÞESSI SJÓNVARPSMYND HEFUR VERIÐ ANSI SLÆM GLEYMDU MYNDINNI. SJÁÐU FRÉTTIRNAR ...GLÆPAMANNINUM, VULTURE, TÓKST AÐ FLÝJA ÚR FANGELSI FYRR Í DAG! MIÐNÆTTI Í MANHATTAN... PRENTA ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM NÝJAN PRENTARA ENN var skjóls að njóta af trjánum á skógarstígunum í Laugardalnum í síðustu viku. Litskrúð trjánna er fjölbreytt þessa haustdaga og enn má sjá í grænt gras meðfram stígnum á myndinni. Morgunblaðið/Golli Laufregn í Laugardal Þakkir og kvörtun Í FYRSTA lagi langar mig til að þakka Agnesi Bragadóttur fyrir skel- eggar og góðar greinar í Morgunblaðinu. Í öðru lagi langar mig að þakka Ríkisútvarpinu fyrir þættina hans Jón- asar Jónassonar „Sum- arraddir“ og „Sum- arraddir að hausti“ sem eru einstaklega skemmtilegir í höndum hans. Í þriðja lagi vil ég koma á framfæri kvört- un. Við erum mörg sem erum ekki í vinnu á daginn og hlustum því mikið á út- varp og ég sakna þess að þátturinn „Vítt og breitt“ hafi verið fluttur til kl. 7.05 á morgnana í stað þess að vera síðdegis eins og áður var, ég veit ég mæli fyrir munn margra. Anna. Alþingisumræður ÉG hlusta oftast á Alþingisumræð- urnar í Sjónvarpinu og það verð ég að segja, að þær valda mér oftar en ekki hugarangri. Ég hlustaði á þess- ar umræður 8. október sl. og þar flutti sína ræðu nýgræðingurinn Margrét Tryggvadótt- ir. Ég gat ekki annað heyrt að hún talaði nið- ur til okkar lítt mennt- aðra Íslendinga. Við vitum öll að mað- urinn í heild sinni er grimmasta skepna jarðarinnar, en að lítt menntaður maður sé skepna, þar fer hún vill vega. Ég spyr Mar- gréti Tryggvadóttur: Voru þetta allt ómenntaðar skepnur sem stjórnuðu þessu landi og drógu það nið- ur, eða voru það þessir menntuðu stórvitr- ingar með allan sinn lærdóm sem megnuðu ekki að standa á verði og verja þjóðarskútuna þessum hrak- förum sem hún nú er í? Ég vil segja við þig, háttvirti þing- maður, Margrét Tryggvadóttir, þú hlýtur að vera vel menntuð kona, stattu þig vel í þínum alþing- isstörfum, með menntun þinni skalt þú styðja vel við skútuna okkar. Lifðu heil og njóttu þinnar mennt- unar. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Ást er... ...að geta ekki ákveðið sig. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnu- stofa kl. 9-16.30, postulínsmálun kl. 9- 12, Grandabíó, kvikmyndaklúbbur, út- skurður og postulínsmálun kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10.30, söngstund kl. 11. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13-16.30. Spil, handavinna, spjall og veitingar. Bíla- þjónustuna, skráning í síma 553-8500. Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9- 16, leikfimi kl. 10, verslunarferð kl. 14.40. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón hafa Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Kóræfing hjá Söngfélagi FEB kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30 og 10.30, gler kl. 9.30 og 13, hand- av.leiðb. til kl. 17, félagsvist kl. 13, við- talstími FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30, línu- dans kl. 18 og samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 12.45, postulínsmálun og kvennabrids kl. 13, Arngrímur Ísberg les Eyrbyggju kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 10, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, hádegismatur, brids og bútasaumur kl. 13, kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið- holtslaug kl. 9.50, leikfimi kl. 10.30, um- sj. Sigurður Guðmundsson. Frá hádegi er spilsalur opinn. Föstud. 16. okt. kl. 20-22 er dansleikur í Hólabrekkuskóla tríó Ragnars Leví, veitingar. Grensáskirkja | Samvera kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Hittst í Setrinu kl. 10-11, farið til kirkju og beðið er fyrir sjúkum, veitingar, brids kl. 13, kaffi og hægt að ljúka við rúbertuna. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, matur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10, línu- dans kl. 11, saumar, glerbræðsla og tréútskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, Gafl- arakórinn kl. 16.15. Sími 555-0142. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, opin vinnustofa kl. 9, sam- verustund kl. 10.30 lestur og prjónakaffi kl. 14, veitingar. Böðun fyrir hádegi. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs- skóla kl. 15.30. Uppl. í s. 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Listsmiðjan opin á Korpúlfsstöðum kl. 13-16 á morgun, unnið við gler og tréskurð. Keila í Keilu- höllinni við Öskjuhlíð á morgun kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30. Iðjustofa – námskeið í glermálun, handverksstofa – myndlistarnámskeið kl. 13, veitingar. Fræðsluerindi einu sinni í mánuði kl. 15. Leshópur FEBK Gullsmára | Lestur Ís- lendingasagna í kl. 16, Arngrímur Ísberg les Eyrbyggju og flytur sögu- og texta- skýringar. Enginn aðgangseyrir. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ og for- maður sóknarnefndar Neskirkju, talar um lífið og þjóðlífið. Veitingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Bókaklúbbur kl. 10.30, félagsvist kl. 14, útskurðarstofa opin. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, mynd- mennt/potulínsmálun kl. 13, matur, Bón- us kl. 12.10, tréskurður kl. 13, veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin með leiðsögn, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, upplestur kl. 12.30, bókband. Þórðarsveigur 3 | Opin salur og handa- vinna kl. 9, boccia og leikfimi kl. 13, kaffi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.