Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
VERKEFNASTYRKJUM og ferða-
og menntunarstyrkjum Myndstefs
var úthlutað í gær.
Fimmtán umsækjendur fengu
verkefnastyrk að upphæð 200.000
kr. hver. Þeir eru: Anna Fjóla
Gísladóttir fyrir ljósmyndabók,
Arkitektafélag Íslands fyrir sýn-
ingu um Högnu Sigurðardóttur,
Bjargey Ólafsdóttir fyrir sýningu í
N.Y., Elva Guðrún Ólafsdóttir fyr-
ir verk í Litháen, Erla Þórarins-
dóttir fyrir rannsókn á tengslum
málverks og ljósmyndar, Guðjón
Bjarnason fyrir sýningar í N.Y.,
Guðmundur S. Viðarsson fyrir
ljósmyndaverkefni, Hildur Inga
Björnsdóttir fyrir listrænan fatn-
að, Hlíf Ásgrímsdóttir fyrir Lýð-
veldi Íslands, Hulda Rós Guðna-
dóttir fyrir sýningu í Berlín, Ívar
Brynjólfsson fyrir ljósmyndabók,
Kristinn Már Pálmason fyrir sýn-
ingar, Kristín Sigfríður Garðars-
dóttir fyrir sýningar í N.Y., Mess-
íana Tómasdóttir fyrir leikmynd
og Sigurður Orri Þórhannesson
fyrir teiknimynd.
Tíu umsækjendur hlutu ferða-
og menntunarstyrk að upphæð
100.000 kr. hver.
Fjármunir sem Myndstef út-
hlutar með þessum hætti eru
greiðslur til samtakanna vegna
notkunar á vernduðum mynd-
verkum en eitt af hlutverkum
samtakanna er að koma þeim
greiðslum til myndhöfundanna,
meðal annars í formi styrkja.
Þetta er áttunda árið sem stjórn
Myndstefs veitir styrki af þessu
tagi og nema þeir rúmlega 40,5
milljónum á þessu átta ára tíma-
bili.
Myndstef
úthlutar
styrkjum
Fjórar milljónir til
skiptanna í ár
Morgunblaðið/Kristinn
Arkitektar Sýna verk Högnu.
FINNUR Friðriksson, Ph.D. í
almennum málvísindum frá
Gautaborgarháskóla heldur
fyrirlestur í stofu 303 í Árna-
garði í dag kl. 16-17. Fyrirlest-
urinn kallar hann: Málbreyt-
ingar og málfarsleg
íhaldssemi: Staðan á Íslandi.
Finnur segir frá doktorsverk-
efni sínu sem fólst í rannsókn á
ýmsum málbreytingum í ís-
lensku nútímamáli, s.s. þágu-
fallshneigð og nýrri þolmynd. Var þar einkum
stuðst við upptökur af hversdagslegu talmáli 108
þátttakenda sem voru á ýmsum aldri og frá 9 mis-
munandi stöðum á landinu. Allir eru velkomnir.
Hugvísindi
Málfarsleg íhalds-
semi í Árnagarði
Finnur Friðriksson
NÚ stendur yfir sýn-
ing í Norræna húsinu
á verkum eftir Þor-
björgu Þórðardóttur
og Þórð Hall. Sýn-
ingin samanstendur
af listvefnaði eftir
Þorbjörgu og mál-
verkum eftir Þórð. Þau hafa haldið margar einka-
sýningar og auk þess tekið þátt í fjölda alþjóð-
legra samsýninga hérlendis og erlendis. Þetta er í
fyrsta sinn sem þau sýna saman en tilefnið er að á
árinu urðu þau bæði sextug. Fjöldi safna og opin-
berra stofnana heima og heiman eiga verk eftir
Þorbjörgu og Þórð. Sýningin er opin daglega frá
kl. 12-17 nema mánudaga og lýkur 25. október.
Myndlist
Þórður Hall og Þor-
björg sýna saman
Þórður og Þorbjörg.
HÖNNUNARSAMKEPPNI
um minjagrip fyrir Reykjavík,
sem Höfuðborgarstofa og
Hönnunarmiðstöð Íslands
standa að, verður kynnt í
Tjarnarsal Ráðhússins kl. 12 á
hádegi í dag. Þeir sem áhuga
hafa á þátttöku í keppninni eru
sérstaklega hvattir til að mæta.
Á sama tíma verða hugmyndir
um nýsköpun í ferðaþjónustu
sem hafa hlotið styrk úr átaks-
sjóði Reykjavíkurborgar kynntar. Þar gefst kost-
ur á að hitta hugmyndasmiðina og kynna sér hug-
myndir þeirra sem sumar hverjar eru tilbúnar til
framkvæmdar á meðan aðrar eru enn í þróun.
Hönnun
Samkeppni um
Borgarminjagrip
Ráðhúsið
í Reykjavík.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„MÉR finnst þessi kona alltaf hafa
verið dálítið vanmetin, því hún var
afar merkilegur listamaður. En hún
leið fyrir það að búa og starfa er-
lendis mestalla ævi auk þess sem
það hefur vafalítið spilað inn í að hún
var kona og samkynhneigð,“ segir
Tryggvi Páll Friðriksson, listmuna-
sali og eigandi Gallerí Foldar, um
Nínu Sæmundsson myndhöggvara.
Á laugardaginn kemur opnar
sölusýning á ríflega sextíu áður
ósýndum listaverkum eftir Nínu,
sem stendur í tvær vikur. Um er að
ræða gifsverk m.a. af Maríu mey,
litla höggmynd, fjölda teikninga og
skissa auk nokkurra olíuverka. Síð-
ast en ekki síst er það frummynd af
Hafmeyjunni sem margir kannast
vafalaust við því afsteypu hennar
var komið upp í Sumargarðinum við
verslunarmiðstöðina Smáralind árið
2001. Frægastu afsteypu Hafmeyj-
unnar, með síðari breytingum lista-
konunnar, var hins vegar komið fyr-
ir í Reykjavíkurtjörn og sprengd í
loft upp á nýársnótt 1960, listakon-
unni til mikillar armæðu.
Kom óvænt upp í hendurnar
„Mér finnst ánægjulegt að geta
sýnt Nínu og hennar verkum þessa
virðingu því hún er stórmerkilegur
listamaður og vonandi fleiri sem geti
notið listsköpunar hennar,“ segir
Bergljót Friðriksdóttir, eigandi
verkanna sem á sýningunni verða. Í
samtali við Morgunblaðið segir hún
verkin hafa ratað upp í hendurnar á
sér fyrir ótrúlega tilviljun fyrir
tveimur árum, þegar hún bjó sjálf í
Kaliforníu, í gegnum fasteignasal-
ann Jane Fairbairn, sem var mikil
vinkona Nínu og Polly James. „Þeg-
ar Polly lést árið 2002 kom í ljós að
hún hafði arfleitt Jane að Hafmeyj-
unni og fleiri verkum Nínu,“ segir
Bergljót og tekur fram að Fairbairn
hafi verið umhugað um að verkin
kæmust heim til Íslands.
Ríflega sextíu áður ósýnd verk eftir Nínu Sæmundsson sýnd í Gallerí Fold
„Alltaf verið
dálítið vanmetin“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Listakonan Nína byrjaði að mála í upphafi 5. áratugs síðustu aldar og hélt
m.a. sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjoðminjasafns Íslands.
Í HNOTSKURN
»Nína Sæmundsson mynd-höggvari fæddist 1892 og lést
1965. Hún var ein af fyrstu ís-
lensku konunum sem gerðu
myndlist að ævistarfi.
»Nína bjó um árabil í Kali-forníu og Hollywood með
sambýliskonu sinni Polly James.
»Frægustu verk Nínu eruMóðurást í Lækjargötu og
Afrekshugur við Waldorf Astor-
ia-hótelið í New York.
Þegar tónlistarmenn
eru myndaðir er oft
sérstaklega skemmtilegt
hvað þeir eru hugmynda-
ríkir. 28
»
Styrktarsjóður
Svavars Guðnasonar listmálara
og Ástu Eiríksdóttur
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur
óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Styrkirnir eru tveir að upphæð kr. 500.000 hvor og veitist
tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer,
þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af
verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.
Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og
Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 4. nóvember 2009 til
Listasafns Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Í dómnefnd sitja:
Halldór Björn Runólfsson,
safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515 9600.
Þuríður Sigurðardóttir,
myndlistarmaður, SÍM, s. 551 1346 .
Hulda Stefánsdóttir,
prófessor, LHÍ, s. 552 4000.
SENN lýkur sýningu Lothars Popp-
erls í Gryfju og Arinstofu Listasafns
ASÍ. Pöpperl, sem er fæddur í
Þýskalandi, hefur verið búsettur á
Íslandi síðan 1995. Hann sýndi í Ný-
listasafninu árið 1996 en lítið hefur
borið á honum í sýningarsölum
landsins síðan þá. Nú er hann hins
vegar mættur í ASÍ og tekur fyrir
náttúrumyndina í ólíka miðlum.
Í Arinstofu sýnir hann svart-
hvítar ljósmyndir á möttum pappír,
teknar í fjöru. Dauf lína sem skerpir
á sjóndeildarhringnum tengir mynd-
irnar saman eða gefur þeim þráð.
Þar á gólfinu er svo búkkaborð með
uppröðuðu hraungrýti, vandlega
flokkað eftir lit og stærð. Titill
verksins er „Safn“. Frammi á gangi
er skúlptúrinn „Æfing“ og byggir
hann á álíka uppröðuðum smá-
formum sem listamaðurinn hefur
mótað í leir. Í Gryfju hanga fimm
landslagsmálverk unnin með sleiktri
pensilskrift og mattri áferð, líkt og
ljósmyndirnar. Formbyggingin
minnir eilítið á „Do-it-yourself“
myndir, sem ég vænti að sé með ráði
gert, en það gefur myndunum hvers-
dagslegan blæ sem er gegnum-
gangandi á sýningunni.
Þetta er fábrotin sýning og verkin
viðkvæm. Þau eiga í þöglu samtali
sín á milli og deila saman leyndar-
málum sem sérhver listunnandi
kann að grípa, liggi hann á hleri. Þau
hafa samt takmarkað aðdráttarafl
og eru kunnugleg að sjá.
Listasafn ASÍ
Lothar Pöpperl bbbnn
Opið frá 13-17 alla daga nema mánu-
daga. Sýningu lýkur 18. október. Að-
gangur ókeypis
JÓN B.
K. RANSU
MYNDLIST
Í þöglu
samtali
Morgunblaðið/Golli
Náttúrumynd Landslagsmálverk Pöpperls í Gryfju Listasafns ASÍ eru unn-
in með sleiktri pensilskrift og mattri áferð, líkt og ljósmyndirnar.