Morgunblaðið - 14.10.2009, Side 28

Morgunblaðið - 14.10.2009, Side 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009  Í nýlegu myndbandi frá Lay Low „By and by“, klæðist hún fatnaði frá Davidsson, nýrri fatalínu frá Jan og Freyju Davidsson. Jan er yf- irhönnuður 66°Norður og má geta þess að kappinn hannaði hina stór- kostlegu Don Cano-íþróttagalla á sínum tíma. Spurning hvort Lay Low geti reddað sér einum slíkum? Lay Low í fatnaði frá hönnuði Don Cano Fólk EINS og glöggir hlustendur Rásar 2 hafa tekið eftir, hefur þáttur Bubba Morthens Færibandið, sem sendur er út á mánudagskvöldum, tekið nokkrum breytingum. Í stað þess að vera með viðtöl við þjóð- þekkta einstaklinga og taka við símtölum hlustenda er Bubbi byrj- aður að rekja ævi sína í tónlist. „Mig langar að taka fyrir tónlistar- lega áhrifavalda í lífi mínu og sýna hvað varð þess valdandi að Bubbi Morthens varð til sem tónlistar- maður,“ segir Bubbi, sem í síðasta þætti fjallaði um áhrif Bítlanna á sig og vini sína þegar þeir heyrðu tónlist þeirra fyrst, aðeins sjö ára gamlir. „Ég rifjaði upp hvernig lög þeirra komu inn í líf mitt, því ég man svo kristalstært hvar ég var hverju sinni og hvað ég var að gera þegar þessi lög komu til mín. Einn- ig fjallaði ég t.d. um komu fyrstu bítlaskónna í hverfið. Þeir voru fyr- ir utan dyr í stigagangi nr. 22 og við stóðum krakkarnir og glápt- um,“ segir Bubbi og bætir við: „Þannig í raun er ég að segja upp- vaxtarsöguna mína samhliða í þátt- unum.“ Að sögn Bubba voru Bítlarnir fyrstu og sennilega líka með stærstu áhrifavöldum í lífi hans. Tekur hann fram að þeir hafi plægt akurinn fyrir þá tónlistarmenn sem eftir komu. „Án Bítlanna hefði ekki orðið neitt,“ segir Bubbi. Spurður um aðra áhrifavalda nefnir hann Donovan sem verður sennilegast í brennidepli í næsta þætti, en Bubbi var níu ára þegar hann byrjaði að hlusta á og herma eftir átrúnaðar- goði sínu. Síðast en ekki síst nefnir Bubbi til sögunar Bob Dylan. „Hann er hnötturinn sem hinar sól- irnar snúast um en hann kemur ekki inn í líf mitt fyrr en á unglings- árunum.“ silja@mbl.is Bubbi fjallar um tónlistarlega áhrifavalda sína Morgunblaðið/Ómar Bubbi Bítlarnir miklir áhrifavaldar.  Öryggisvarðaskólinn auglýsir í Fréttablaðinu í gær fyrsta lífvarða- námskeiðið á Íslandi og vísar í vef- síðu sína, ovskoli.is. Í auglýsingunni gefur að líta býsna merkilega mynd af manni með vélbyssu sem hann skýtur úr af ákafa með eldstróki miklum. Á höfði virðist hann bera heyrnarhlífar. Á vefsíðunni segir að um „nýjung í öryggisþjálfun á Ís- landi“ sé að ræða og að skólinn bjóði upp á námskeið í „öryggis- vörslu og dyravörslu“. Vonandi þurfa íslenskir öryggis- og dyra- verðir ekki að beita vélbyssum líkt og gert er í auglýsingunni. Kevin Costner myndi ekki líka það. Vélbyssuskothríð í Öryggisvarðaskóla  Hin goðsagnakennda sveit Todmobile ætlar að fagna tuttugu ára afmæli sínu með stórtónleikum í Íslensku óperunni, 4. nóvember næstkomandi. Miðasala á tónleik- ana hefst í dag á midi.is. Í tengslum við tónleikana kemur út vegleg safnplata, Spiladós, þar sem ferill- inn verður spannaður en um er að ræða tvo geisladiska og mynddisk. Sala inn á afmælistón- leika Todmobile hefst „ÞAÐ stórkostlegasta við mynda- söguna er þetta þétta samspil mynda og orða sem gerir lestur á myndasögu að algjörlega einstakri upplifun. Það má segja að mynda- sagan sé fyrsta gagnvirka lista- formið því það er lesandinn sem tengir saman rammana og býr þannig til söguna,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu. Í aðalsafni þess stendur núna yfir sýning á þýskum myndasögum, en sýning- unni lýkur 9. nóvember nk. Spurð um tilefni sýningarinnar segir Úlfhildur það vera mjög rausnarlega bókagjöf frá Goethe Institut í Kaupmannahöfn til Borg- arbókasafnsins, sem innihélt m.a. um fjörutíu myndasögur sem veita gott yfirlit yfir þýskar myndasögur síðustu hálfa öldina. Ómerkilegar draslbókmenntir Að sögn Úlfhildar á myndasagan sér langa hefð í Þýskalandi þó hún sé ekki mikil, þar sem myndasagan hafi átt fremur erfitt uppdráttar vegna fordóma gagnvart listform- inu sjálfu. „Líkt og á Íslandi hafa myndasögur í Þýskalandi löngum þótt ómerkilegar draslbók- menntir,“ segir Úlfhildur. „Þjóðverjar eiga samt annan tveggja upphafsmanna nútíma- myndasögunnar, þ.e.Wilhelm Busch, en þekktasta verk hans er Max og Móríts frá árinu 1865 sem veitti Rudolf Dirks inniblástur að Katzenjammer kids sem var ein fyrsta dagblaðamyndaserían í Bandaríkjunum og margir þekkja sem Knold og Tot í danskri þýð- ingu,“ segir Úlfhildur. silja@mbl.is Grafík Myndirnar á sýningunni eru annars vegar frummyndir eftir Line Hoven og hins vegar eftirmyndir úr nokkrum þýskum myndasögum. Samspil mynda og orða skapa einstaka upplifun Þýskar myndasögur til sýnis í Borgarbókasafninu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞEMAÐ er tónlist og myndirnar eru eingöngu af íslenskum tónlistar- mönnum. Þá bæði portrettmyndir og frá tónleikum,“ segir Hörður Sveins- son ljósmyndari sem opnar í kvöld ljósmyndasýninguna Myndir & May- hem í Kaffistofunni við Hverfisgötu. Hörður gerir meira en að sýna myndir því hann slær líka upp glæsi- legri tónleikaveislu samhliða sýning- unni. „Ég valdi mínar uppáhalds- sveitir til að koma og spila. Það verða semsagt tónleikar í kvöld, fimmtu- dag, föstudag og laugardag. Þetta er hliðarviðburður við Airwaves og ókeypis inn,“ segir Hörður sem stendur í að skipuleggja sýninguna og tónleikana með aðstoð frá Kraumi og Útón. Þrautseigja og hugmyndaflug Myndir Harðar hafa birst víða en mesta athygli hafa myndir hans í tímaritinu Monitor vakið. Spurður hver sé listin á bak við þessar flottu myndir segir Hörður hikandi: „Þrautseigja og hugmynda- flug. Annars er svo gaman að taka myndir af hljómsveitum, þær eru yf- irleitt til í hvað sem er og ég óhrædd- ur við að biðja þær um að gera eitt- hvað nýtt, það sakar aldrei að spyrja,“ segir Hörður. Hann átti tímaritamynd ársins 2007 af tónlist- armanninum Mugison í sjóstakki en hún vakti mikla athygli á forsíðu Monitors. „Þessi mynd kom svolítið frá Mugison sjálfum. Við fórum til Ísafjarðar til að taka myndirnar og hann beið eftir okkur í þessum bún- ingi. Þegar tónlistarmenn eru mynd- aðir er oft sérstaklega skemmtilegt hvað þeir eru hugmyndaríkir.“ Stresshnútur í maga Hörður verður með tuttugu mynd- ir á sýningunni sem er hans fyrsta einkasýning. Í augnablikinu er hann sjálfstætt starfandi og tekur að sér allskonar verkefni að eigin sögn. „Ég hef fengið dálítið af verkefnum frá útlöndum, sérstaklega út af krepp- unni t.d fyrir Le monde í Frakklandi og Bild í Þýskalandi. En annars finnst mér skemmtilegast að taka myndir af listamönnum.“ Sýningin Myndir & Mayhem verð- ur opnuð í kvöld kl. 18.30 og hún stendur til 20. október. Kaffistofan er við Hverfisgötu 42 en hún er gall- erí myndlistarnema við Listaháskóla Íslands. Hljómsveitir eru til í flest  Ljósmyndarinn Hörður Sveinsson opnar sína fyrstu einkasýningu í dag  Viðfangsefnið er íslensk tónlist og verða tónleikar samhliða sýningunni Morgunblaðið/Heiddi Ljósmyndarinn knái Herði finnst skemmtilegast að mynda listamenn enda eru þeir hugmyndaríkt viðfangsefni. Tónleikadagskrá samhliða ljósmyndasýningu: Í kvöld Kl. 18.30 Fritzl Kids DJ set Kl. 20 Reykjavík! Kl. 21 Sudden Weather Change Fimmtudagur Kl. 17.00 DJ Flugvél og geimskip Kl. 18 Mammút Föstudagur Kl. 17 Sykur Kl. 18 Who Knew Kl. 19 TBA Laugardagur Kl. 17 Japanese super shift and the future band Kl. 18 Miri Kl. 19 TB Fleiri hljómsveitir eiga eftir að bætast við dagskrána. „Það er t.d. mynd af hljómsveit- inni Reykjavík á sýningunni sem er eins og þeir séu allir að gubba blóði. Við fórum á Hressó þegar þessi mynd var tekin, fyrsta hugmyndin var að þeir væru með kokteila og héldu bara á þeim. Barþjónarnir á Hressó bjuggu til kokteila en voru ekk- ert að pæla í hvað þeir settu út í þá, málið snérist um að hafa þá útlitslega flotta, svo það var settur þvottalögur og annað ógeð í þá. Þeg- ar hugmyndin kom að hljómsveitarmeðlimirnir myndu drekka þá og skyrpa út úr sér var þetta í rauninni svona ógeðslegt eins og svipurinn á þeim gefur til kynna. Þeir eru að kúgast af viðbjóði.“ Sagan á bak við Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.