Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Við sögðum frá því fyrirnokkru hér í Morgun-blaðinu, að við fyrstu frum-
sýningu haustsins í Metropolitan-
óperunni í New York, á óperunni
Toscu eftir Puccini, hefðu hróp ver-
ið gerð að leikstjóra sýningarinnar,
Luc Bondy. Tilefnið var það að sýn-
ingin þótti klúr, og í hlutverki
vonda kallsins, lögreglustjórans
grimma, Scarpia, hefði verið farið
yfir strikið í velsæmi.
Það var því auðvitað með óþreyju
að ég beið þess að komast á beina
útsendingu frá Met í Kringlubíói á
laugardaginn.
Til að rifja upp, þá segir verkiðsögu elskendanna Toscu, sem
er leikkona, söngkona og blóma-
stúlka, og myndlistarmannsins Mar-
ios Cavaradossis, sem er hallur
undir uppreisnarmenn. Angelotti,
vinur Cavaradossis og uppreisn-
armaður, sleppur úr fangelsi og
leitar skjóls í kirkjunni þar sem
Cavaradossi málar mynd af Maríu
Magðalenu.
Scarpia lögreglustjóri kemst á
snoðir um flótta Angelottis og þeg-
ar hann finnur hann ekki sér hann
að með því að taka Cavaradossi til
fanga, sem hann grunar réttilega
að hafi hjálpað Angelotti á flótt-
anum, kemst hann nær Toscu, sem
hann girnist til holdlegs samræðis.
Scarpia stillir henni upp við vegg,
og segir að hún þurfi bara að láta
undan girnd hans í hana, og þá
verði Cavaradossi aftur frjáls.
Tosca sættir sig auðvitað ekki við
það og grípur til örþrifaráða.
Það var troðfullur salur íKringlubíói á laugardaginn,
og einungis örfá sæti laus á
fremsta bekk.
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um það að sýningin á Toscu var
stórbrotin og söngvararnir hver
öðrum magnaðri. Finnska dívan
Karita Mattilla var í hlutverki
Toscu, og hreint ótrúlegur argent-
ínskur tenór, Marcelo Álvarez,
söng Cavaradossi af stakri snilld.
Georgíumaður, sem ég hafði
ekki áður heyrt um, George Gag-
nidze, var í hlutverki Scarpia og
var þrusugóður.
En var hann klúr?
Stærsta breytingin sem LucBondy hefur gert frá upp-
færslu Francos Zeffirellis, sem hef-
ur gengið í Metropolitanóperunni
óslitið í aldarfjórðung þar til nú, er
í hlutverki Scarpia. Hjá Bondy á
Scarpia augljóslega að vera hrotti á
mjög opinskáan hátt, með hálf-
naktar dömur upp á arminn, leik-
föng sem striplast í kringum hann
fáklæddar og strjúka honum um
klofið og sleikja. Allt er það sóma-
samlega útfært, en ýjað að fleiru en
sést. Eitt augnablik sést þó í bert
brjóst. Það eru nú öll ósköpin.
Hjá Zeffirelli var Scarpia allt
annar maður. Þar var hann sóma-
kær á yfirborðinu, en logaði und-
irniðri af girnd og drottnunar-
hneigð, sem hann átti erfitt með að
hemja og sýndi ekki að fullu fyrr en
á ögurstundu. Sá Scarpia átti í
gríðarlegum átökum við sjálfan sig,
samvisku sína og holdlegar fýsnir,
og að mínu mati gerði það per-
sónuna áhugaverðari en raunin er
hjá Luc Bondy nú. Bondy notaði
tækifærið í viðtali í hléi til að
senda Zeffirelli pillu, með því að
þykjast ekki vita hver hann væri.
Scarpia Bondys er eiginlegahvorki né, því þótt það sé strax
augljóst hvert fól hann á að hafa
að geyma, þá hefði Bondy sann-
arlega getað gengið lengra í þá
veruna. Leðurdress á söngv-
aranum var ekki nóg, því sú per-
sóna sem George Gagnidze skapaði
í Scarpia var miklu frekar eins og
sætur stór bangsi en alvöru hörku-
tól, og hann átti greinilega erfitt
með sig þegar hann smellti þessum
eina fleng sýningarinnar lauflétt
og sakleysislega á bossa einnar af
stúlkunum sínum.
Þegar upp er staðið er þó engumblöðum um það að fletta að
sýningin er mögnuð. Karita Mattila
söng óhreint og of hátt í tóninum í
upphafi aríunnar Vissi d’arte, en
það var ekki annað hægt en að
dást að gríðarlegri raddtækni
hennar og raddfimi. Georgíumað-
urinn Gagnidze er ekki síður frá-
bær söngvari; ungur og á mikið
eftir. Tenórinn, Marcelo Álvarez,
var hins vegar sá sem kom mér
mest á óvart og söng þannig að
hrollurinn hríslaðist niður bakið á
mér.
Jú, kannski að það sem kom
mest á óvart hafi verið að sjá Paul
Plishka í litlu hlutverki kirkjuvarð-
arins. Hann hefur staðið á sviðinu í
Metropolitan í hartnær hálfa öld,
og það var engan bilbug á honum
að finna.
Það er gríðarlegur fengur fyrirmenningarlífið á Íslandi að
eiga þess kost að sjá þessar beinu
útsendingar frá Metropolitanóper-
unni. Framreiðslan á myndefninu
er ákaflega vönduð og fagmann-
leg, með lystaukandi ítarefni í við-
tölum og skoðunarferðum bak-
sviðs; og ekki sakar að það er með
ólíkindum hvað hljóð og mynd
skila sér vel yfir hafið.
begga@mbl.is
Tosca er ekki klúr, bara góð
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
»Hjá Zeffirelli varScarpia allt annar
maður. Þar var hann
sómakær á yfirborðinu,
en logaði undirniðri af
girnd og drottnunar-
hneigð, sem hann átti
erfitt með að hemja og
sýndi ekki að fullu fyrr
en á ögurstundu.
AP
Tosca Sakleysislegt gaman. Scarpia og vinkonur hans. Þetta atriði óperunnar olli Bandaríkjamönnum hugarangri
og særði blygðunarkennd sumra, enda sést þar eitt andartak í brjóst. Óperan verður endursýnd í Kringubíói í dag.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 LEYFÐ
The Ugly Truth kl.10 B.i. 14 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
Jennifer‘s Body kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Antichrist ATH. ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um
heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af.
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
HHH
„...frumleg og fyndin
í bland við óhugnaðinn“
– S.V., MBL
„Kyntröllið Fox plumar
sig vel sem hin djöfulóða
Jennifer!“
– S.V., MBL
SÝND Í REGNBOGANUM
Ekki fyrir
viðkvæma
HHHH
„Verður vafalaust
titluð meistarverk...“
– H.S., Mbl
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
HHHH
„Gainsbourg er rosaleg...“
– E.E., DV
SÝND Í SMÁRABÍÓI
HHH
„Tímamótamynd!”
– Erpur Eyvindarson, DV
HHH
– Sæbjörn Valdimarsson, Mbl
„Áhugaverð og
skemmtileg.”
– Dr. Gunni, Fréttablaðið
FRÁ FRAMLEIÐENDUNUM TIM BURTON
OG TIMUR BEKMAMBETOV
HHH
„9 er fyrirtaks samansuða
af spennu, ævintýrum og
óhugnaði í réttum
hlutföllum”
B.I. – kvikmyndir.com
HHH
„9 er með þeim frumlegri – og
drungalegri – teiknimyndum
sem ég hef séð í langan tíma.
Grafíkin er augnakonfekt í
orðsins fyllstu merkingu.”
T.V. – Kvikmyndir.is
HHH
„Teikningarnar og tölvu-
grafíkin ber vott um
hugmyndaauðgi og er afar
vönduð, sannkallað konfekt
fyrir augað.”
-S.V., MBL
„9 er allt að því framandi
verk í fábreytilegri
kvikmyndaflórunni, mynd
sem skilur við mann dálítið
sleginn út af laginu og
jákvæðan”
-S.V., MBL
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómið