Morgunblaðið - 16.10.2009, Side 2

Morgunblaðið - 16.10.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ákært fyrir harðræði Ákæra á hendur lögreglumanni verður þingfest í næstu viku en honum er gefið að sök að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku rétt rúmlega tvítugs pilts Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál á hendur lögreglumanni embættis lögreglu höfuðborgar- svæðisins. Hann er ákærður fyrir minniháttar lík- amsárás og að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku. Málið verður þingfest 22. október nk. í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er þrátt fyrir ákæruna við störf hjá lögreglunni. Málið kom upp í janúar sl. og sagði móðir pilts- ins sögu hans í samtali við Morgunblaðið. Var hann handtekinn eftir að hafa brúkað munn við lögreglumenn fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. „Hann lá á maganum á gólfi bílsins og gat sig hvergi hreyft því lögreglumaður hélt honum niðri með því að leggja þunga á höfuð hans og háls til skiptis með hnjánum. Auk þess var lög- reglukylfa sett undir handjárnin og lyft upp. Þannig kom mikil spenna á axlir hans,“ sagði móð- ir hans. Piltinum hefði að lokum verið ekið út á Granda og hann skilinn þar eftir. Greinilegir áverkar voru á honum, s.s. sár á enni hægra megin, glóðarauga, kúlur víðs vegar á höfði, mar á eyrum og hálsi, sár á höku og roði og bólgur á úlnliðum. Engin skýrsla var tekin af piltinum og engin gögn um málið hjá lögreglu. Í lögreglulögum segir að handhöfum lögreglu- valds sé heimilt að beita valdi en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni. Sigríður Friðjónsdóttir aðstoðarríkissaksókn- ari staðfesti að málið hefði verið höfðað, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um ákæruna. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, tók í sama streng. Hann staðfesti þó að maðurinn væri við störf hjá lögreglunni. Ákvörðun um að víkja mönnum tímabundið frá störfum lægi hjá ríkislögreglustjóra, sem mæti hvert tilvik fyrir sig. Slík ákvörðun hefði ekki verið tekin í þessu til- viki. FJÓRIR menn hafa verið handteknir vegna rannsóknar á hvarfi konu frá Litháen og þrír þeirra, samlandar henn- ar, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lög- reglustjórans á Suðurnesjum. Ekkert hefur spurst til konunnar en grunur leikur á að hún sé í samneyti við Litháa, tengda mönnunum í gæsluvarðhaldinu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið margar ábend- ingar og vinnur úr þeim. Talið er að konan hafi verið flutt til landsins sem fórnarlamb mansals. Eftir komuna til landsins var hún flutt rænulítil á sjúkrahús og var þar um nóttina en síðan hjá lögreglunni á Suðurnesjum að eigin ósk. Hún gat ekki gefið miklar skýringar á ferð sinni til landsins, sagðist ekki eiga í nein hús að venda og engan þekkja hérlendis. Lögreglan varð vör við þrjá Litháa, þekkta brotamenn, sem leituðu að konunni við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja auk þess sem þeir sáust í nágrenni við lögreglustöðvar í Reykjanesbæ. Lögreglan engu nær en vinnur úr ábendingum Grunur um mansal og erlend kona er talin vera í hættu „ÉG ER staðráð- inn í því að hafa boðskap biskups- ins að engu,“ seg- ir séra Gunnar Björnsson. Karl Sigur- björnsson biskup hefur ákveðið að flytja Gunnar úr embætti sóknar- prests á Selfossi í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær kom fram að ákvörðunin tæki gildi samdægurs og að sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sem þjónað hefur Selfossprestakalli frá í árs- byrjun, sinnti því embætti áfram eða þar til nýr prestur tæki við. Sr. Gunnar segir tilraun biskups til að flytja sig til í embætti lögbrot í ljósi hæstaréttardóms frá 19. mars. Bréf biskups sé enginn löggerningur heldur aðeins „mismunandi hug- myndir biskups og meðreiðarfólks hans“, eins og sr. Gunnar komst að orði. Hann kveðst því hafa endur- sent bréfið. Sr. Gunnari var vikið tímabundið frá embættið fyrir um hálfu öðru ári vegna gruns um kynferðisafbrot sem hann hefur verið sýknaður af á báðum dómstigum. Í kvöld hefur verið boðað til fundar á Selfossi þar sem sr. Gunnar mun skýra frá sinni hlið mála en stuðningsmenn hans boða fundinn. sbs@mbl.is Sr. Gunnar fluttur til í embætti Sr. Gunnar Björnsson Ósáttur við biskup LÍK af karlmanni fannst á Langa- sandi á Akranesi, fyrir neðan elli- heimilið Höfða, síðdegis í gær. Lög- regla rannnsakar málið. Vegfarandi sem gekk fram á líkið gerði lögreglu viðvart. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi, en þetta var ungur karlmaður. Að sögn Jóns Sigurðar Ólasonar yfirlögregluþjóns liggja engar upp- lýsingar fyrir um hver maðurinn er enda skilríkjalaus. Þá er ekkert hægt að segja til um hvernig lát mannsins bar að og hvort eitthvað saknæmt átti sér stað. Rannsókn er á frumstigi og nýtur rannsóknar- deild lögreglunnar á Akranesi að- stoðar lögreglu á höfuðborgarsvæð- inu. silja@mbl.is Líkfundur á Langasandi BÓKIN Samtöl Matthíasar Johannessen með inngangi eftir Þröst Helgason er komin út og var útgáfunni fagnað í Eymundsson í gær þar sem skáldið las upp úr bók sinni. Matthías Johannessen skrifaði mörg samtöl þegar hann starfaði sem blaðamaður og ritstjóri Morgunblaðsins. Almenna bókafélagið gaf sam- töl hans út í fimm viðtalsbókum, en þær eru löngu uppseldar. Þröstur Helgason valdi ákveð- in samtöl úr öllum bókunum og bætti fleiri sam- tölum við í nýju bókina, sem Skólavefurinn.is gefur út. Í bókinni eru yfir 20 samtöl og kemur fram hjá útgefanda að þau geti öll nýst vel í kennslu og eigi mikið erindi til skólabarna sem og annarra. Bókin Samtöl Matthíasar Johannessen komin út Skáldið les fyrir gesti í Eymundsson Morgunblaðið/Kristinn Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháskri konu, sem kom til landsins undir nafninu Ieva Gris- iúte síðastliðið föstudagskvöld, en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. Konan sást síðast um hálf- tólfleytið við verustað sinn í Reykjanesbæ síðastliðið mánu- dagskvöld. Hún er með axlasítt svart hár og talin hafa verið klædd í svarta hálfsíða hettuúlpu eða kápu, svartar gallabuxur, ljósgula peysu og brúna skó þegar hún hvarf. Lögreglan biður alla sem geta gefið upplýs- ingar um konuna að hafa samband í síma 112 eða 420-1800. Lýst eftir konu frá Litháen Ieva Grisiúte H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.