Morgunblaðið - 16.10.2009, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UNDIRBÚNINGI að stofnun fjárfestingar- sjóðsins miðar vel áfram, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssam- taka lífeyrissjóða, en hefur reynst tímafrekari en menn ætluðu. „Þetta tekur aðeins lengri tíma en bjarstýnustu menn áætluðu. Lífeyr- issjóðirnir þurfa líka aðeins lengri tíma til að fara yfir málið,“ segir hann. Er þessa dagana verið að endurskoða skil- mála sjóðsins vegna ýmissa ábendinga sem borist hafa frá lífeyrissjóðum. Samþykkt var á um 80 manna fundi fulltrúa lífeyrissjóða í september að boðað yrði til stofnfundar nýs fjárfestingafélags lífeyrissjóð- anna í fyrri hluta októbermánaðar. Það er á valdi stjórnar hvers lífeyrissjóðs að skoða mál- in og taka afstöðu til þess hvort viðkomandi sjóður tekur þátt í að stofna sjóðinn. Hefur verið miðað við að hver lífeyrissjóður skuldbindi sig í upphafi til þátttöku í verkefn- inu með því að ábyrgjast tiltekið framlag sem nýi fjárfestingasjóðurinn kalli eftir á næstu þremur til fjórum árum þegar stjórn sjóðsins hefur tekið ákvarðnir um fjárfestingar. Sjóðirnir hafa verið með þessi mál til skoð- unar að undanförnu. Niðurstöður liggja ekki fyrir en almennt eru menn áhugasamir um að láta hann verða að veruleika. „Hugmyndin er að senda fljótlega út endur- skoðuð drög að skilmálum til sjóðanna,“ segir Hrafn. „Við höfum líka fengið ábendingar frá Fjármálaeftirlitinu og erum að fara yfir þær, en okkur sýnist að þær verði engin hindrun á að hægt verði að stofna sjóðinn,“ segir hann. Við undirbúninginn hefur m.a. verið um það rætt að meirihluti stjórnarinnar eða fjórir af sjö stjórnarmönnum tengist ekki lífeyrissjóð- unum sjálfum. Markmiðið með stofnun sjóðsins frá því hug- myndin fæddist við bankahrunið fyrir ári síðan er að fjárfestingasjóðurinn sem lífeyrissjóðirn- ir fjármagni, eignist hluti í íslenskum fyrir- tækjum í öllum greinum atvinnulífsins, einkum þeim sem lent hafa í erfiðleikum vegna efna- hagshrunsins en eiga sér vænlegan rektrar- grundvöll til lengri tíma. Á sérstaklega að horfa til fyrirtækja sem afla gjaldeyristekna eða spara gjaldeyri með starfsemi sinni. Þá mun verða út frá því gengið að mörkuð verði fjárfestingarstefna og það verði svo í valdi stjórnar sjóðsins að ákveða hvaða fjárfesting- arkostir koma til álita. 15 til 25% krafa um ávöxtun Upphaflega var ráðgert að sjóðurinn hefði um 75 milljarða til ráðstöfunar en nú er útlit fyrir að sjóðurinn verði nokkru minni og fjár- festingargeta hans gæti orðið rúmlega 50 millj- arðar kr. Lífeyrissjóðrinri leggja áherslu á arðsemi fjárframlags lífeyrissjóðanna þegar ákvarðanir verða teknar um fjárfestingar og var um tíma rætt um 25% arðsemi. Nú hefur verið slakað á þeim hugmyndum og fremur við það miðað að arðsemiskrafan verði á bilinu 15- 25%. Ábendingar FME vegna stofnunar sjóðsins eru af ýmsum toga. Hefur Fjármálaeftirlitið m.a. bent á að óheimilt sé að nota nafnið Fjár- festingarsjóður Íslands sem hefur verið vinnu- heiti sjóðsins þar sem það er lögvarið nafn. FME hefur líka sett fram þá afstöðu að hlutabréf sjóðsins þurfi að vera framsalshæf. Er unnið að því að fullnægja þeim skilmálum. Með 50 milljarða í fjárfestingar Lífeyrissjóðirnir endurskoða skilmála fjárfestingarsjóðs Fær ekki að bera nafnið Fjárfestingar- sjóður Íslands skv. ábendingu Fjármálaeftirlitsins Meirihluti stjórnarmanna verði óháður Morgunblaðið/Ómar Upp Lífeyrissjóðir ætla að vinna að endur- reisn atvinnulífs og styðja við fyrirtæki. Þó stefnt hafi verið að því að boða til stofnfundar nýs fjárfestingarfélags lífeyr- issjóðanna í október, er nú orðið ljóst að ekki verður af stofnun sjóðsins fyrr en í nóvember. FME setur þann skilmála að bréf sjóðsins verði framseljanleg. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is ALLS hafa 323 einstaklingar greinst með svínaflensu. Staðfest tilfelli á höfuðborgarsvæðinu eru orðin alls 221 og fer fjölgandi annarsstaðar á landinu „Flensan nálgast nú að vera faraldur sem nær til landsins alls,“ segir Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir á blaðamannafundi síðdegis í gær. 75 þúsund manns í forgangi Fyrsta sending bóluefnis gegn svínaflensu kom til landsins í gær- morgun og hófst bólusetning heil- brigðisstarfsfólks í eftirmiðdaginn. Fyrst á Landspítala en bóluefni hefur einnig verið sent til heilbrigðisstofnana út um land. Reiknað er með að bólusetningu fólks í heilbrigðisþjónustunni ljúki fljótlega í næstu viku og þá verður byrjað að bólusetja lögregluþjóna, björgunarsveitarmenn og aðra slíka sem gegna lykilstörfum. Í framhaldinu verður áherslunni beint að fólki sem eru með und- irliggjandi sjúkdóma en áætlað er í þessum forgangshópum séu um 75 þúsund manns. Almenn bólusetning getur svo hafist í lok nóvember, en slíkt fer eftir því hversu hratt bóluefnið kemur hingað til lands. Haraldur Briem sagði aðspurður ekki gert ráð fyrir því að þeir sem eru í for- gangshópum greiði fyrir bólusetn- ingu nema þá komugjöld í heilsu- gæslunni. Á fundinum í gær sagði Harald- ur að bæði vinnuveitendur og skól- ar hefðu óskað eftir vottorðum lækna vegna veikindafjarvista. Hér bæri að taka fram að nóg væri að gera hjá læknum og hvatti Haraldur alla sem hlut ættu að máli til að taka sjúklingana trúan- lega og krefjast ekki vottorða enda skapaði stlíkt óþarfa álag. Bólusetning hafin  Alls 323 greindir með svínaflensu  Faraldur sem breiðist hratt út  Almenn bólusetning mun hefjast í nóvember FÓLK með undirliggjandi sjúkdóma nýtur forgangs þegar kemur að bólu- setningu vegna svínaflensunnar. Þar er átt við fólk með alvarlega hjarta- sjúkdóma, svo sem hjartabilun og meðfædda hjartasjúkdóma. Einnig fólk með alvarlega öndunarfærasjúkdóma sem þarfnast stöðugrar og fyrir- byggjandi lyfjameðferðar. Undirliggjandi sjúkdómar eru einnig horm- ónasjúkdómar, til að mynda insúlínháð sykursýki og barksteraskortur, tauga- og vöðvasjúkdómar sem truflað geta öndun, alvarleg nýrnabilun og alvarlegir lifrarsjúkdómar eins og skorpulifur. Sömuleiðis er offitufólk í áhættuhópi og einstaklingar með næmisbælandi sjúkdóma og slíkt á til dæmis við um þá sem eru í krabbameinsmeðferð sem og líffæraþega. Fólk með sjúkdóma er í forgangi Morgunblaðið/Ómar Bólusetning Heilbrigðisstarfsfólk nýtur forgangs í bólusetningu, fólk í ýmiskonar öryggisþjónustu og lykilstörfum og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þorsteinn Guðmundsson var óhræddur þegar hann var bólusettur. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ var á milli þrjú og fjögur sem ég varð eldsins vör. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvenær það var. Mér brá svo mikið að ég leit ekki á klukkuna. Ég var að horfa á sjónvarpið þegar mér sýndist vera farið að snjóa. Þegar ég leit út sá ég engan snjó. Ég opnaði því gluggann og fann brunalyktina. Þá hljóp ég út og sá reykjarstrókinn upp úr þakinu,“ segir Alma Eðvaldsdóttir, íbúi í ná- grenni Lifrarsamlags Vestmanna- eyja, sem brann til grunna. „Ég hringdi á neyðarlínuna. Skömmu síðar fylltist húsið mitt af reyk, svo að hér er brunastækja.“ Aðspurð hvort hætta hafi verið á ferðum bendir Alma á að timbur- pallur sé milli hússins og Lifrar- samlagsins og því hefði eldhafið verið fljótt að berast að húsinu, sem er steinsteypt en klætt að innan með viðarpanel, ef ekki hefði tekist að hefta útbreiðslu eldsins. „Við vorum beðin að sækja per- sónulega muni því þeir voru að missa tökin á eldinum í smástund. Flugstoðir komu með slökkvibifreið frá flugvellinum og voru aðallega í að reyna að vernda húsið okkar. Þeim tókst það sem betur fer,“ seg- ir Alma, sem telur að að frátöldum sér og eiginmanni sínum hafi íbúar í tveimur nærliggjandi húsum og íbúð ekki verið í hættu. Of snemmt að áætla verðmæti Að sögn Egils Arngrímssonar hjá Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) leigði Lifrarsamlagið húsnæði af Vinnslustöð Vestmannaeyja á Strandgötu 81. Það hús var tryggt hjá VÍS eins og Strandgata 83 og 85 og áætlar Egill samanlagt bruna- bótamat húsanna þriggja um 160 milljónir króna. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á verðmæti hússins sem samlagið var í né held- ur hversu verðmætur búnaður lýsisverksmiðjunnar var, en hann var einnig tryggður hjá VÍS. Jóhann Jónsson, starfsmaður og eigandi Lifró ehf., sem var með vinnslu í húsinu, segir að þar hafi orðið mikið menningartjón auk eignatjóns. Eina rýmið sem enn standi uppi af húsum Lifrar- samlagsins sé þar sem lagerinn var geymdur, en óvíst er hversu mikið 130-140 tonn af lýsi í opnum safn- tönkum skemmdust. Einnig var óvíst hvernig rekstur Lifrarsamlagsins væri tryggður þegar eftir því var leitað í gær- kvöldi, en á áttunda tímanum var búið að hreinsa mest af brakinu og rauk úr því sem eftir var, að sögn Ölmu. Tjónið er talið hlaupa á tug- um milljóna króna. „Brá svo mikið að ég leit ekki á klukkuna“ Stórtjón í eldsvoða í Vestmannaeyjum Ljósmynd/Júlíus Ingason Við eldhafið Hér sést hversu nærri eldtungurnar úr Lifrarsamlaginu voru húsi Ölmu Eðvaldsdóttur. Mikill eldsmatur var í samlaginu, timbur og lýsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.