Morgunblaðið - 16.10.2009, Page 27

Morgunblaðið - 16.10.2009, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 ✝ Gríma Thorodd-sen húsmóðir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Tóm- asdóttir, f. 1905, d. 1962, og Bolli Thor- oddsen þá bæjarverk- fræðingur, f. 1901, d. 1974. Bræður hennar eru Bolli, giftur Ragnhildi Helgadótt- ur, Þorvaldur, giftur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, og Skúli, giftur Jór- unni Tómasdóttur. Árið 1959 giftist Gríma eftirlif- andi eiginmanni sínum Sumarliða Gunnarssyni vélstjóra, f. 1927. Eignuðust þau fimm börn, Gunnar Þorstein, maki, Birna Þórðardóttir, eiga þau þrjá syni. Ingibjörgu, maki Jarli Larsen, þau eiga þrjá syni. Kristínu, maki E. Roy Arris, eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Ragn- hildi, maki Sigurjón Kristjánsson, þau eiga fjögur börn. Ást- hildi, maki Þröstur Elliðason, þau eiga þrjár dætur. Fyrri maður Grímu var Valdimar Krist- jánsson, f. 1925, d. 1984, eignuðust þau þrjá syni, Kristján, f. 1947, d. 2006, börn hans eru tvö. Bolla Thor, f. 1950, maki Helga Guðjónsdóttir, eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Þorvald Emil, f. 1954, d. 1986. Kristján á tvö barna- börn. Útför Grímu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, föstudaginn 16. október, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku góða mamma okkar, við kveikjum á kerti fyrir þig í dag með sárum söknuði í hjarta. Þú varst ein- stök mamma, svo falleg bæði að utan og að innan. Af þér lærðum við að bera virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Það voru ófáar gönguferð- irnar sem við fórum saman niður að sjó, þér þótti ætíð gott að geta horft til hafs. Þú varst mikill dýravinur, þrátt fyrir stóran barnahóp þá fannst þér alveg sjálfsagt að taka að þér dýr sem höfðu lent í hrakningum eða fengið slæma meðferð. Réttlæt- iskenndin hjá þér var sterk og þú varst alltaf boðin og búin til þess að hjálpa öðrum, hvort sem var í orði eða í verkum. Lundarfar þitt var alveg einstakt og oft reyndi mikið á þolinmæði þína með okkur krökkunum. En það sem bjargaði okkur öllum var Vallar- götu-húmorinn eins og við systkinin köllum hann, við gátum alltaf séð spaugilegu hliðina á flestu sem mið- ur fór. Þrátt fyrir mikið annríki inni á heimilinu þá fannst þér nú ekki mikið mál að prjóna eina lopapeysu á tveim dögum. Við dáumst að þessu er við horfum til baka, hvernig var þetta hægt? Þú stóðst alltaf eins og klettur, sama hvað bjátaði á í þínu lífi eða okkar og þú leitaðir í bænina og kenndir okkur að biðja. Þegar þú varst gangavörður í Myllubakka- skóla þá fékkst þú erfiðustu strák- ana í lið með þér. Það var auðvelt, þú bara hrósaðir þeim nógu mikið og baðst þá um að hjálpa þér með vissa hluti, já, þú hafðir svo sannarlega gott lag á börnum. Þú varst einstaklega næm og ber- dreymin, alltaf þótti okkur gaman að ræða við þig um hluti sem eru mörg- um hulin ráðgáta. Við vitum að það var tekið vel á móti þér, þú varst tilbúin að fara, og með þessum orð- um viljum við kveðja þig, elsku mamma. „Gler brotnar í þúsund mola eins og margar minningar en okkar minningar um þig eru eins og dem- anturinn sem skín að eilífu.“ Hvíl í friði og takk fyrir allt þús- undfalt. Saknaðarkveðja, Ásthildur, Ragnhildur, Kristín, Ingibjörg , Gunnar og Bolli. Ég vil minnast systur minnar, hennar Grímu. Við vorum alltaf mjög samrýnd þó að aldursmunur milli okkar væri 7 ár. Mín elsta minning af henni var þegar hún reiddi mig á hesti yfir Hvolsá í Saur- bæjarhreppi. Ég var á fjórða ári en hún var á ellefta ári. Hún var að fara með mig í sveitina vegna stríðsins sem var þá að koma til landsins. Það var lögð áhersla á að koma börnum úr þéttbýli af ótta við loftárásir. Ég var alsæll í sveitinni með henni. Gríma var tvö sumur í þessari sveit en ég 10 sumur. Þetta var svo indælt fólk sem við vorum hjá. Árin liðu og systir mín annaðist mig mikið. Hjálpaði mér að læra að lesa og reikna. Ég var kostgangari hjá henni á Nýlendugötu 15 þegar ég fór að vinna á eyrinni, þá 14 ára, þá var hún búin að eiga sitt fyrsta barn, Kristján. Samband okkar Grímu var alltaf mjög gott. Ég skrifaði henni og hún skrifaði mér, ef við vorum fjær hvort öðru. Ég minnist aldrei styggð- aryrðis frá henni í minn garð. Ég vill þakka henni öll árin sem við áttum saman og fari hún í Guðs friði. Þorvaldur bróðir.. Þú varst drottning í hárri höll. Allir mændum við upp til þín eins og blóm, þegar sólin skín, er þínum faðmi frá gjafir flugu um allt. (Freymóður Jóhannsson.) Þessi orð eiga vel við. Gríma var greind og skemmtileg kona. Það dróust allir að henni. Hún var sagna- brunnur, las mikið og var snillingur í notkun málshátta. Hún stundaði sund í mörg. Eins lærði hún á píanó. Gríma lifði tímana tvenna. Hún sagði mér sögur frá æsku sinni í Reykjavík þar sem hún fæddist og ólst upp. Hún talaði oft um ömmu sína Theó í Vonarstræti. Ung giftist Gríma og aðeins sex- tán ára eignaðist hún sitt fyrsta barn og á fáum árum var hún komin með þrjá drengi. Hennar draumaborg hrundi. Í sveitina fór Gríma einstæð þriggja barna móðir. Gríma og Sumi giftust í mars 1959 þá var þeirra fyrsta barn fætt, síðan komu börnin hvert af öðru. Frá Vík fluttust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu hjá móður Grímu. Sumi fór í Vélstjóraskólann. Árið 1963 keyptu þau Vallargötu 20 í Keflavík þar sem tvíburarnir fæddust. Á Vallargötuna var gott að koma, allir velkomnir. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Grímu og það þótti fleir- um. Barnabörnin birtust oft uppúr kjallaranum sem höfðu þá fengið að vera hjá ömmu um tíma. Ekkert kynslóðabil var á Vallargötunni. All- ir opinberuðu sig og engir fordómar. Austur í Vík áttu Gríma og Sumi lítið hús, Kofann. Þar dvaldi Gríma á sumrin með krakkana. Eins vorum við Gunni oft þar með ungana okkar. Ég átti góðar stundir með Grímu, við spáðun í bolla, töluðum um drauma hvor annarrar. Við spjölluð- um mikið og vorum ekki alltaf sam- mála, en það spillti engu okkur þótti það svo vænt um hvora aðra. Mér þótti vænt um hvað hún tók alltaf vel á móti mér. Eins hvað hún var alltaf góð við son minn sem fylgdi mér. Síðasta heimsóknin þeirra Suma til okkar var á aðfangadagskvöld í fyrra. Það var svo skemmtilegt hjá okkur öllum saman. Þá sýndi hún enn og aftur hvað góð og gjafmild hún var. Því þegar allir voru búnir að opna pakkana og ró var komin á mannskapinn rétti Gríma mér gull- hring sem hún tók af sér og gaf mér. Þannig þakkaði hún fyrir sig. Gríma var dugleg að punta sig, en undir það síðasta var þrekið búið og lík- aminn hættur að hlýða huganum. Hún var mögnuð og gat látið hugann virka og undirbjó sitt ferðalag. Síð- asta táknið sem hún sendi mér var kvöldið sem hún kvaddi. Ég sat við smá ljósatýru og var að hlusta á tón- list, sprakk þá ekki peran með látum og glæringarnar stóðu í allar áttir. Þá vissi ég að nú mætti engan tíma missa. Ég rétt náði að kveðja hana. Þín mynd við mér brosir þó burtu sért þú. Ó, svo björt er þín minning, hún lýsir mér nú. (Iðunn Steinsdóttir.) Ég þakka Grímu fyrir samveruna. Kveðja, Birna. Gríma Thoroddsenað gista eða borða hjá henni meðmér. Síðustu árin bjó amma svo á Ak- ureyri þar sem ég gat því miður ekki heimsótt hana eins mikið og ég hefði viljað en þar var hún í miklu samneyti við fjölskylduna og dundaði sér við að lesa skáldsögur og horfa á spennuþætti á milli þess sem hún greip í handavinnu. Veik- indi settu svip á síðustu ár hennar og tókst henni að vekja ómælda að- dáun mína með þeirri miklu hörku og einbeitta vilja til framfara sem hún sýndi í endurhæfingunni, þar sem hún neitaði að gefast upp og tókst að ná miklum framförum í heilsu og hreyfigetu þrátt fyrir erf- ið veikindi. Með innilegu þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar, þín verð- ur sárt saknað. Jóhannes Helgason. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og söknuður býr í hjarta mínu. Þrátt fyrir það þá veit ég að þú ert á meðal ættingja okkar sem farnir eru og að þar líður þér vel. Minningarnar birtast í huga mér er ég sest niður til að minnast þín í þessum orðum. Það var alltaf voða notalegt að koma til þín í heimsókn á Gunnarsbrautina og til Akureyr- ar þar sem þú fluttist svo síðar meir. Alltaf tókstu á móti mér með þínu hlýja brosi og ekki leið á löngu þar til hinar ýmsu krásir voru bornar á borð. Enda mat- reiddirðu alveg dýrindis mat og stundum bauðstu mér uppá kjúk- lingaréttinn þinn sem mér fannst svo einstaklega góður. Það sem mér er efst í huga eru yndislegu samverustundirnar sem við áttum, ég minnist samverustunda okkar með hlýju í hjarta þar sem við átt- um notalegt spjall saman um eitt og annað. Oftar en ekki miðlaðirðu af lífsreynslu þinni og hafðir margt jákvætt að gefa. Á hinn bóginn fannst þér alltaf einstaklega gaman að lesa allskyns bækur um allt milli himins og jarð- ar. Mér er alltaf minnistætt þegar þú sast iðulega í hægindastólnum þínum góða og gast ekki slitið þig frá afar spennandi skáldsögu sem þú varst að lesa. En þess fyrir utan hafðirðu stundum sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Það sem einkenndi þig mikið var þessi ákveðni sem þú bjóst yfir, enda varstu mjög ákveðin að eðlisfari og varst ekkert að liggja á skoðunum þínum. Einnig bjóstu yfir hagsýni og varst mjög traust ásamt því að vera einstaklega jákvæð og um- hyggjusöm. Alltaf varstu til í að hjálpa þeim sem stóðu þér næst og hafðir gott hjartalag. Þakka þér fyrir allt saman og megirðu njóta þín á þeim fallega stað þar sem þú ert nú. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar, elsku amma, megi Guð geyma þig og varðveita. Þín, Stefanía Margrét Arndal. Mig langar til að minnast Bíbíar, fyrrum mágkonu minnar, nokkrum orðum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna tók hún mér strax vel. Hún var hjálpsöm og raungóð og alltaf var hægt að leita til hennar. Dætur mínar voru á svipuðum aldri og yngri dætur hennar og þeim þótti ævinlega gott að fá að vera hjá Bíbí og Jóa, bæði sem litlar stelpur og á unglingsárum. Það var sama hvort var á Hólmgarðinum, í Hafnarfirði en ekki síst eftir að þau fluttu aust- ur á Ljósafoss. Þangað urðu ferð- irnar ófáar og alltaf var jafn vel tekið á móti okkur öllum. Þótt leiðir hafi skilist héldum við alltaf vinskap og vissum hvor af annarri. Eftir að Bíbí flutti norður varð enn lengra á milli, en það var gott að heimsækja hana síðasta sumar eins og alltaf áður. Ég vil þakka fyrir góð kynni og góðar stundir og sendi Kristínu, Gunnu og Fíu og Reyni mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigrún (Rúrý.) Okkur systrum er það bæði ljúft og skylt að minnast Guðbjargar Arndal. Bíbí var föðursystir okkar og þegar við vorum að alast upp voru mikil tengsl á milli heimil- anna, enda stutt á milli. Bíbí og Jói bjuggu um tíma í Hafnarfirði en þegar Jói réðst sem vélstjóri við Sogsvirkjanir fluttu þau austur að Ljósafossi og síðar að Írafossi þar sem þau undu hag sínum vel. Þegar Jói hætti störfum fluttu þau til Reykjavíkur. Eftir að Jói lést bjó Bíbí ein á Gunnarsbrautinni en þegar amma Fía gat ekki lengur búið ein flutti hún til Bíbíar og bjó hjá henni þar til hún fór á Hrafn- istu. Var fjölskyldan einlæglega þakklát Bíbí fyrir hve vel hún hugsaði um ömmu. Bíbí flutti til Akureyrar fyrir nokkrum árum og keypti þar nota- lega íbúð sem hún bjó í allt þar til hún veiktist fyrir tveimur árum og flutti á dvalarheimilið Hlíð. Fía, yngsta dóttir hennar, býr á Ak- ureyri ásamt fjölskyldu sinni og lögðu þau sig fram um að láta Bíbí líða vel. Bíbí var hávaxin og glæsileg kona með notalega rödd og góða nærveru. Við minnumst hennar með sérstökum hlýhug þar sem við urðum þess aðnjótandi að dvelja hjá henni og Jóa um lengri og skemmri tíma sem börn og ung- lingar. Sirrý var hjá þeim í Hafn- arfirðinum um tíma og fór nokkr- um sinnum til sumardvalar á Ljósafossi og Írafossi. Þar fyrir ut- an voru ófá skiptin sem við mæðg- ur dvöldum hjá þeim um helgar, um páska, áramót eða þrettándann. Hlíf var þar oft á unglingsárum og fyrsta kennsluveturinn, sem var í Ljósafossskóla, var gott að geta leitað skjóls og ráða hjá Bíbí. Mikill og góður vinskapur var og er með okkur systrum og dætrum Bíbíar þótt við hittumst ekki eins oft og áður. Í minningunni var alltaf mikið um að vera á heimilinu hjá Bíbí og Jóa. Þar var eilífur gestagangur, sérstaklega eftir að þau fluttu aust- ur í Sog. Bíbí var yfirleitt fyrst á fætur og síðust í rúmið. Við minn- umst mikillar og góðrar elda- mennsku hennar og baksturs sem hún var snillingur í. Silungur var sóttur í Úlfljótsvatn og gerði hún að honum og fann ótal aðferðir til að matreiða hann þannig að enginn varð leiður á. Svo lærðum við auð- vitað að gera að fiskinum sem við veiddum. Bíbí og Jói voru líka með hænsni og það var nóg af eggjum og kjúklingum og stundum fengust ungaegg í búleikinn. Bíbí var mjög myndarleg í hönd- unum og saumaði mikið, bæði fyrir fjölskylduna og fyrir saumastofur í Reykjavík. Hún hafði saumaher- bergi í kjallaranum á Írafossi og það var nú aldeilis gaman að kom- ast í „dótið“ hennar. Og ekki má gleyma „dönsku blöðunum“ sem hægt var að gleyma sér í. Bíbí var vel menntuð og vel lesin og gaman var að ræða við hana um ýmis mál. Hún hafði áhuga á pólitík og tók þátt í pólitísku starfi a.m.k. á meðan hún bjó fyrir austan fjall. Hún var mjög skoðanaföst, en hún var réttsýn og sanngjörn og ein- staklega ráðagóð. Við systur munum ávallt minnast Bíbíar með hlýju og þakklæti fyrir allt það góða veganesti sem hún gaf okkur og fyrir allar góðu stund- irnar. Sigrún og Hlíf Arndal (Sirrý og Sigga Hlíf.) ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÆVAR SIGFÚSSON fv. verkstjóri og fiskmatsmaður frá Bergholti, Raufarhöfn, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 19. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Linda Björk Ævarsdóttir, Kristján Steinar Kristjánsson, Þórunn Elfa Ævarsdóttir, Björn Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA HALLDÓRSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 5. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kærar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Sesselju. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Tomas Enok Thomsen, Halldóra Tómasdóttir, Úlfar Trausti Þórðarson, Kristín Thomsen, Þórarinn Kr. Hreiðarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.