Morgunblaðið - 16.10.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.10.2009, Qupperneq 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 ✝ Sigríður Guð-björnsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. nóv- ember 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi laugardaginn 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Jóns- dóttir matráðskona, f. 11. janúar 1898, d. 7. mars 1977 og Guð- björn Ásmundsson sjó- maður, f. 27. júní 1893, d. 19. júlí 1966. Systk- ini Sigríðar eru Ragnar Hafsteinn f. 1917, d. 2008, Jón Ágúst f. 1923, d. 2000, Ólafur f. 1925, Ásmundur f. 1926, Ingibjörg f. 1929, d. 2008 og Guðmundur Vestmann f. 1938. Þann 11. júní 1955 giftist Sigríður eftirlifandi eiginmanni sínum Steini Anna María, f. 1977 og Atli Steinn f. 1979 í sambúð með Hörpu Rún Garð- arsdóttur. Sonur Atla og Kristínar M. Kristjánsdóttur er Mikael Máni f. 2001. 3) Björgvin Þór skipstjórn- arkennari f. 10. ágúst 1960, maki Sigrún Anný Jónasdóttir, dætur þeirra: Þórdís Björg f. 1984 unnusti Jóhannes Páll Friðriksson, og Stef- anía Fanndís, f. 1991. 4) Svana lyfja- fræðingur, f. 11.maí 1964, maki Sig- urður Guðmundsson, börn þeirra: Bergdís Ýr, f. 1988, Arnar Númi f. 1995 og Breki f. 2000. Sigríður ólst upp í Reykjavík. Á yngri árum starfaði hún við bók- band, síðan tók við barnauppeldi á gestkvæmu heimili, lengst af á Sel- tjarnarnesi. Sigríður var vinamörg og ræktaði einnig frændgarðinn vel. Þegar börnin uxu úr grasi starfaði hún um tíma hjá Bæjarútgerðinni og við bókband, en hóf störf hjá Hag- kaup á sérvörulager árið 1978 þar sem hún starfaði allt til starfsloka 1994. Útför Sigríðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, föstu- daginn 16. október, og hefst athöfn- in kl. 13. Eyjólfi Gunnarssyni verslunarmanni, f. 13. febrúar 1929. For- eldrar hans voru Sól- rún Helga Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 24. febrúar 1899 d. 21, janúar 1985 og Gunn- ar Jónsson bóndi, f. 18. maí 1896 d. 25. febr- úar 1979. Börn Sigríðar eru: 1) Kristbjörg bókari f. 18. sept 1951 (faðir hennar Áslaugur Bjarnason f. 1925, d 2000), fyrrverandi maki Gísli Maack, börn þeirra eru: Sigríður Ása, f. 1972 í sambúð með Róberti Gíslasyni og Árni Pétur f. 1978 giftur Jasminu Chow. 2) Friðbjörn Arnar blikk- smíðameistari f. 26. des 1955, maki Halldís Hallsdóttir, börn þeirra: Hún amma Sigga er dáin. Upp í hugann koma endalaust margar skemmtilegar minningar. Hún var nefnilega engri lík, hún amma Sigga, um það eru allir sammála sem kynnt- ust henni. Treginn og sorgin er mikil þrátt fyrir að hún hafi verið orðin öldruð kona, hún var alltaf full af orku og lífs- gleði, og lifði ríkara lífi en margir yngri og hraustari. Opnari og mann- blendnari konu þekki ég ekki, hún tal- aði við alla af hispursleysi og hlýju, stundum einum of, eða það fannst mér sem unglingi, þar sem hana munaði ekkert um að segja öllum allt um mig og láta mig svo heilsa þessu ókunnuga fólki vandræðalega. Eins og þegar við dvöldum á Spáni í sumarfríi, amma sagði öllu starfsfólki hótelsins, á ís- lensku, að pabbi minn væri væntan- legur viku seinna og sýndi myndir af honum. Þegar hann mætti á svæðið varð hann mjög hissa þar sem honum var hvarvetna heilsað með nafni: „Hello Mr. Gísli“. Amma elskaði að taka myndir af fólkinu sínu, og vildi að sjálfsögðu fá að stilla okkur upp eins og henni fannst passa best, það þýddi ekkert að malda í móinn. Ég held hún eigi mynd af næstum öllum sem hafa heimsótt hana í seinni tíð, þegar hún lá á spít- alanum voru allir myndaðir og öllum sýndar myndirnar sem til voru á vél- inni. Í dag veita óteljandi myndaal- búm hennar okkur mikla gleði, þetta er fjársjóðurinn okkar. Hún var gjaf- mild og bóngóð og fór ekki í mann- greinarálit. Ef hún vissi af barnafólki sem hafði lítið handa á milli var hún ekki róleg fyrr en hún hafði fengið heilleg notuð föt af okkur krökkunum að gefa, einnig fengu öll nýfædd börn hosur frá ömmu Siggu. Ef einhver átti erfitt var hún strax búin að bjóða þeim til sín, í mat eða gistingu, svo mundi hún líka öll afmæli. Nágrannar henn- ar fyrir 50 árum eru enn vinir hennar í dag. Þannig var amma Sigga. En amma var líka stundum óþægi- lega hreinskilin, ófeimin og frökk, hló bara glettnislega ef við reyndum að hemja hana, enda fékk hún oftast sitt fram. Mér er minnisstætt þegar við fórum í brúðkaup bróður míns til Bandaríkjanna 2005, við vorum nokk- uð stór hópur ættingja að bíða eftir tengiflugi, stóðum aftarlega í röðinni og líklega fengjum við ekki sæti sam- an. Amma tróð sér fremst og brosti sínu blíðasta, talaði bara íslensku og hafði starfsfólkið miklar áhyggjur af þessari gömlu konu sem virtist vera ein á ferð. Þau fylgdu henni fyrst um borð, amma passaði að við gætum öll setið saman og var bara ánægð með sig fyrir vikið. Hún var alltaf pæja, fannst flest föt of kerlingarleg þrátt fyrir árin 80. Annað orð sem lýsir henni vel er bráð- læti, amma hafði litla þolinmæði, gat iðulega ekki beðið með gjafir hvort sem var á afmælum eða jólum, var fljót að borða og ákveða flest. Það var því alveg í hennar anda þegar hún kvaddi þennan heim, þegar ljóst var að hverju stefndi gerðist allt miklu hraðar en búist var við, amma Sigga var að kveðja. Þetta var fallegur morgunn, kyrrðin algjör eftir óveður næturinnar, austurhiminninn roða- gylltur. Hvíl í friði, amma mín, ég sé þig seinna, ég þarf að hvísla dálitlu að þér. Sigríður Ása. Allir sem þekktu ömmu Siggu vita að það duga ekki nokkur orð til þess að lýsa því hversu yndisleg hún var, til þess þyrfti heila bók. Hún amma var engum öðrum lík, hún var alltaf hress og kát og það var svo gott að vera í kringum hana. Með hjartahlýju sinni, heiðarleika og hreinskilni tókst henni að fá alla í kringum sig til þess að brosa og vera glaða. Það var alveg sama hvar og hvenær maður hitti ömmu, alltaf geislaði hún af gleði, smitandi gleði. Ég mun geyma allar góðu minningarnar um hana í hjarta mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, elsku amma. Bergdís Ýr Sigurðardóttir. Fyrrverandi tengdamóðir mín, Sig- ríður Guðbjörnsdóttir, er látin. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þessari glaðlyndu alþýðuhetju, sem ungur maður. Það sem öðru fremur einkenndi ömmu Siggu, eins og við kölluðum hana alltaf, var félagslyndi. Ég hef aldrei kynnst neinni mann- eskju sem naut samskipta við annað fólk í jafn ríkum mæli. Samskipti við annað fólk voru ömmu Siggu jafn nauðsynleg og að draga andann. Af þessu leiddi að hún myndaði tengsl á augabragði við ólíklegasta fólk og við ólíklegustu aðstæður. Vinahópur Siggu og Steina er gríð- arlega stór og það er þeirra mesti auður. Það voru vinir af vinnustað, það voru vinir úr þessari ferð til út- landa og vinir úr hinni ferðinni, vinir af keramiknámskeiðinu og svo mætti lengi telja. Amma Sigga gat talað við alla og átti enga óvini. Amma Sigga var fyrirmyndarhús- móðir í besta skilningi þeirra orða. Heimili hennar var alltaf fallegt, hlý- legt og hreint og ekkert gladdi hana meira en að taka á móti gestum á sínu eigin heimili. Umhyggja hennar fyrir því að gestirnir fengju nægju sína var svo mikil, að oftast þurfti maður ítrek- að að neita boði hennar um meiri veit- ingar. Betri ömmu fyrir börnin mín hefði ég ekki getað óskað mér. Öll barna- börnin elska ömmu Siggu, sem gegndi mikilvægu hlutverki í upp- vexti þeirra. Hennar verður sárt saknað. Samlyndari hjón en Siggu og Steina eru vandfundin. Það var ekki alltaf mikið umleikis hjá þeim, en það var alltaf gleði, væntumþykja og þessi trausta samheldni. Það var eilífðar- verkefni hjá Siggu að koma holdum á Steina, sem ávallt var grannvaxinn. Þó því verki sé ekki lokið, þá verður ekki sagt um Siggu að hún hafi ekki reynt, því þessi kona lagði sig alltaf alla fram við það sem hún tók sér fyrir hendur. Megi Guð vera með þér, elsku Sigga mín, og þakka þér fyrir ánægjulega viðkynningu og vináttu, sem lýkur ekki hér, heldur lifir áfram í minningunni um yndislega mann- eskju. Börnum þínum og eftirlifandi maka votta ég mína innilegustu samúð. Gísli Maack. Elsku Sigga. Á kveðjustund koma margar ljúfar minningar upp í hugann. Þú varst ein- stök kona, alltaf kát og jákvæð, sást bara það góða í öllu og öllum. Og mik- ið varstu stolt af fjölskyldu þinni, börnum og barnabörnum. Þið Steini voruð einstök hjón, komin á níræð- isaldur og ástfangin eins og ungling- ar. Það er mannbætandi að eiga fólk eins og ykkur að. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Steini, Kiddý, Bubbi, Venni, Svana og fjölskyldur, við Nonni og fjölskylda sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning um góða konu lifir. Elsku Sigga mín, hafðu þökk fyrir alla þína tryggð og vináttu í gegnum árin. Guð geymi þig. Þóra Björgvinsdóttir (Dódó). Sigríður Guðbjörnsdóttir                          ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÞÓRANNA HANSEN, Öldugötu 6, Dalvík, sem lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri miðvikudaginn 7. október, verður jarð- sungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeild kvenna Dalvík eða Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Aðalsteinn Grímsson, Hildur Aðalsteinsdóttir, Ólafur Baldursson, Aðalsteinn Ólafsson, Andrea Pálína Helgadóttir, Andri Þór Ólafsson, Hildur Helga Aðalsteinsdóttir, Hildur Hansen, Þórir Stefánsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFÍA FELIXDÓTTIR, Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 1. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Felix Sigurðsson, Svanhildur Hauksdóttir, Sigurður Freyr Sigurðarson, Sóley Helga Björgvinsdóttir, Jón Þór Sigurðarson, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir og barnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG SIGVALDADÓTTIR, Sjávargrund 4a, Garðabæ, lést miðvikudaginn 14. október. Jarðsungið verður frá Garðakirkju föstudaginn 23. október kl. 11.00. Hanna Stefánsdóttir, Jón Guðlaugsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigþór Sigurjónsson, Bylgja Eybjörg Stefánsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Agnar Agnarsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, DAGBJARTAR Þ. HJÖRLEIFSDÓTTUR, Sóleyjarima 11, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 3. október. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guð blessi ykkur öll. Sævar Hjartarson, María Sævarsdóttir, Kristjana Sævarsdóttir, Huginn Arnarson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN S. SIGHVATSSON fyrrv. skólastjóri á Ísafirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi miðvikudagsins 14. október. Útför verður auglýst síðar. Jóhanna Sæmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Björk Melax, Elín K. Sighvatsdóttir, Sigþór Guðmundsson, Björgvin S. Sighvatsson, Dóra Gunnarsdóttir, Rúnar Sighvatsson, Alma Kovac, Bryndís Mavrou, Nicolas Mavrou og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.