Morgunblaðið - 16.10.2009, Page 44

Morgunblaðið - 16.10.2009, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 Íslenskt í öndvegi var yfirskriftþessa fyrsta kvölds Airwaveslíkt og svo oft áður; eiginlega er miðvikudagskvöldið orðið besta kvöld hátíðarinnar því þá gefst oft færi á að sjá það sem ferskast er og frumlegast í íslenskri músík. Sl. miðvikudag var og hvergi betra að vera en á Grand Rokk.    Ekki löngu eftir að ég mætti ástaðinn var komið að Cosmic Call sem spilar nýbylgjukennt rokk, eilítið gamaldags á köflum, svona eins og slíkt rokk var fyrir tuttugu árum eða svo en ekki verra fyrir það. Fyrsta lagið ætlaði mig lifandi að drepa, en það sem á eftir kom var betra og tvö síðustu lögin áhrifamikil keyrsla.    Hnáturnar í Pascal Pinon erukrútt í æðra veldi, á annarri plánetu, krúttplánetunni, og þar er frábært að vera. Reyndar var svo mikið skvaldur í salnum að maður varð að fara upp á svið til að heyra eitthvað í þeim; rétt hljómsveit á röngum stað / röngum tíma? Þær létu skvaldrarana þó ekki slá sig út af lágværu laginu.    Um það leyti sem Útidúr sté ásvið var andrúmsloftið á Grand Rokk svo þrungið spennu að skera mátti það með hníf, eða kannski klippa með skærum; það fór ekki á milli mála að stór hluti gesta var kominn til að berja sveit- ina augum. Menn fengu og sitthvað fyrir sinn snúið því svo margar tónlistarstefnur voru í gangi að all- ir fengu eitthvað.    Útidúr er ekki gott að skil-greina, kannski mætti grípa til merkimiðans mikið af öllu. Með smá meiri aga og snerpu væri hún framúrskarandi, svo mikið er víst.    Þá var röðin komin að Sing ForMe Sandra; þrælþéttir og vel undirbúnir, en eiginlega ómögu- legir í ljósi þess sem á undan var gengið. Ég fór því á Kimonokvöldið í Nasa. Íslenskt í öndvegi FRÁ AIRWAVES Árni Matthíasson »Miðvikudagskvöldiðer orðið besta kvöld Airwaves því þá gefst færi á að sjá það sem ferskast er og frumleg- ast í íslenskri músík. Morgunblaðið/Kristinn Lágvært Stúlkurnar frá Krúttplánetunni – Pascal Pinon – héldu sínu striki. NORSKA hljómsveitin A-ha lýsti því yfir í gær að hún ætlaði að hætta störfum eftir 25 ára samstarf. „Við höfum í raun upplifað hið endanlega drengjasveitaævintýri,“ segir í yfir- lýsingu frá A-ha. Þar kemur einnig fram að þeir félagarnir geti nú varið tíma sínum til annarra mikilvægra hluta. A-ha var mjög vinsæl á níunda áratugnum og átti marga smelli. Sveitin gaf nýlega út plötuna Foot Of The Mountain sem komst í 5. sæt- ið á breska breiðskífulistanum og 1. sæti á þeim þýska. Titillag plötunnar hefur fengið heilmikla spilun hér á landi. Þetta er í annað sinn sem sveitin hættir en árið 1993 lagðist sveitin í dvala í fimm ár. Hún hefur starfað sleitulaust síðan 1998 við miklar vinsældir. Allir meðlimir A- ha hafa ýmist sinnt sólóferli eða ver- ið í öðrum hljómsveitum samhliða A- ha. A-ha hefur verið á tónleika- ferðalagi undanfarið til að fylgja eft- ir Foot Of The Mountain. Reuters A-ha Magne Furuholmen, Morten Harket og Paul Waaktaar-Savoy. A-ha hætt SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. STÓRKOSLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG ERIC BANA HHHH - S.V. MBL SÝND Í KRINGLUNNI BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKU- SPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SURROGATES H HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT MÖG 88/100 CHICAGO ROGER EBERT “MORE SHOCKIN – PAUL CHRISTEN “NOT SINCE ‘FAT DELIVERED SUCH – MARK S. ALLEN THE HAUNTING IN CONNECTICUT ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND MEÐÍSLENSKU TALI FRÁ LEIKSTJÓRA CRANK HÖRKU HASARMYND ÞÚ SPILAR TIL AÐ LIFA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÆVINTÝRI, GRÍN OG GAMAN! STÓRSKEMMTILEG MYND FRÁ DISNEY FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA / KRINGLUNNI GAMER kl.8:15D -10:20D 16 DIGITAL DISTRICT9 kl. 10:20 16 SKELLIBJALLAOGTÝNDI... m. ísl. tali kl.4:15D L DIGITAL ALGJÖRSVEPPI kl. 4:15D - 6:15D L FAME kl. 8:10D L DIGITAL UPP (UP) ísl. tali kl.6:103D L ORPHAN kl.10:30 16 UPP (UP) ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 L SURROGATES kl. 8:20 12 / ÁLFABAKKA GAMER kl. 5:50-8D-10:10D 16 DIGITAL SURROGATES kl. 6 - 8 - 10:20 12 GAMER kl. 4 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP ALGJÖR SVEPPI.. kl. 4D - 6D L SKELLIBJALLA OG... m. ísl. tali kl. 4-6 L FUNNY PEOPLE kl. 8 12 FAME kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L HAUNTING IN..... kl. 10:40 16 ORPHAN kl.8 -10:40 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 L SURROGATES kl.6 LÚXUS VIP G-FORCE m. ísl. tali kl. 4 L á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.