Morgunblaðið - 16.10.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.10.2009, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 122,67 199,66 119,57 24,59 22,052 17,706 120,99 1,3615 195,59 183,07 Gengisskráning 15. október 2009 122,96 200,15 119,92 24,662 22,117 17,758 121,33 1,3655 196,17 183,58 235,2963 MiðKaup Sala 123,25 200,64 120,27 24,734 22,182 17,81 121,67 1,3695 196,75 184,09 Heitast 12 °C | Kaldast 5 °C S 10-18 m/s og rign- ing, fyrst vestantil, en S 18-23 m/s á annesj- um NV-lands. Hlýjast á Norður- og Austurlandi. » 10 Gjörningaklúbb- urinn tekur fyrir svarta svani. Mynd- líking óvæntra at- burða – og má tengja við hrun. »40 LIST » Algengt í Tasmaníu ICELAND AIRWAVES» Farið að hitna í kolunum – brak og brestir. »43 Britney Spears hef- ur náð þeim árangri að komast beint á topp Billboard- listans, sú fyrsta í þrjú ár. »46 FÓLK » Britney á þremur FÓLK » Spacey og Clooney eru umslúðraðir. »41 AÐALSMAÐUR » Sveppi er ánægður með nefið á sér. »40 Menning VEÐUR» 1. Fannst látinn á Langasandi 2. Flestir lykilmennirnir farnir … 3. Lýst eftir konu í tengslum við … 4. 6 ára drengur fastur í loftbelg  Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Sveitarstjórinn hrynheiti Grímur Atlason situr ekki auðum höndum í Dölunum frekar en fyrri daginn en föstudaginn næst- komandi, hinn 23., blæs hann til rokkhátíðarinnar Slát- urs í nýju Reiðhöllinni í Búðardal. Fram koma m.a. Dr. Gunni, Retro Stefson og FM Belfast og fá sveit- irnar greitt í dilkum og sviðakjömm- um. Meðfram þessu verður lands- byggðarvæn dagskrá; hrútasýning, hagyrðingakvöld og Íslandsmeist- aramótið í rúningi m.a. TÓNLIST Rokk og þjóðleg gildi sam- an í eina sæng í Dölunum  Árni Þór Sig- urðsson, þing- maður Vinstri grænna, var í gær kjörinn 5. varafor- seti Alþingis í stað Álfheiðar Ingadótt- ur, sem tók nýlega við embætti heilbrigðisráðherra. Með kjöri Árna er rofið einveldi kvenna í forsætisnefnd þingsins, sem staðið hefur í fimm mánuði, eða 154 daga. Þegar þingið var sett 15. maí voru forseti þingsins og varaforset- arnir sex kjörnir, allt konur. Þetta hafði aldrei áður gerst í sögu þingsins og vakti að vonum athygli. STJÓRNMÁL Árni Þór rýfur einveldi kvennanna á Alþingi  „Ég var eigin- lega búinn að ákveða að hætta en eftir að Andri Mar- teinsson ræddi við mig fannst mér þetta spennandi kostur. Andri kveikti neistann í mér aftur. Ég á eftir að ganga endanlega frá þessu með forráðamönnum Hauka og lík- lega klárast þetta um helgina,“ sagði knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson í gær en hann mun að öllum líkindum leika með Hauk- um úr Hafnarfirði í Pepsídeild karla á næstu leiktíð auk þess að vera að- stoðarþjálfari liðsins. FÓTBOLTI „Var eiginlega búinn að ákveða að hætta“ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „MÉR hlotnaðist sá heiður að fá að kokka fyrir áttatíu manns á búgarðinum Chef’s Garden í Ohio en þar ræktar garðyrkjubóndinn Lee Jones há- gæða grænmeti og kryddjurtir eingöngu fyrir veitingastaði,“ segir listakokkurinn Einar Gúst- avsson sem er nýkominn heim úr frægðarför til Bandaríkjanna. „Þetta hófst allt á því að í vor kom hingað til lands kona sem er ritstjóri tímaritsins Art Culinaire Magazine, en það er matreiðslu- tímarit sem gefið er út fjórum sinnum á ári í Bandaríkjunum og er með þekktari útgáfum í heiminum á þessu sviði. Tekin voru viðtöl á nokkr- um veitingastöðum hér á Íslandi, meðal annars við mig en þá var ég að vinna á veitingastaðnum Gull- fossi. Þessi ágæta kona bauð mér síðan á Star Chefs, matar- og vínráðstefnu í New York, þar sem ég hitti meðal annars þarlenda kunningja úr kokkabransanum sem hafa komið hingað á Food and Fun-hátíðina.“ Ritstjórinn lét ekki þar við sitja heldur bauð Einari einnig með sér í heimsókn á fyrrnefndan búgarð í Ohio sem varð til þess að garðyrkjubóndinn Lee Jones bauð honum að elda í sínu eftirsótta eldhúsi. „Hann vill skapa beina tengingu milli bóndans og kokksins og því býður hann einu sinni í mánuði upp á svokallaðan Earth to Table Dinner, til að kynna sitt hráefni, og er þá oft með einhverja gestakokka en svo eru einnig fastráðnir kokkar í hans frábæra eldhúsi. Þangað mætti heilmargt fólk í matreiðslugeiranum og það var gaman að sjá viðbrögð þess við matnum. Virt- ur geitaostsframleiðandi átti einnig þátt í þessum kvöldverði og ég notaði ostinn frá honum í mat- reiðslunni. Þetta var ótrúleg lífsreynsla, Lee Jon- es er mjög framarlega í sínu fagi og mörgum árum á undan því sem er að gerast hér heima.“ Einar stefnir á að fara aftur til Bandaríkjanna og ætlar að freista þess að fá vinnu hjá Lee Jones, til að fá að kynnast betur öllu því eftirsóknarverða sem þar er að gerast. Ritstjórinn góði er einnig með allsérstæða kokkabók í bígerð sem kemur út á næsta ári og þar verður Einar eitt af viðfangs- efnunum, ásamt kokkum frá veitingastöðunum Per Se, Fat Duck og El bulli svo eitthvað sé nefnt, en bókin mun fjalla um það hvað kokkar borða. www.chefsgarden.com www.starchefs.com Kokkur á framabraut  Eldaði á eðalbúgarði í Ohio  Í viðtali hjá Art Culinaire, einu helsta matreiðslu- tímariti heims  Verður í bók sem fjallar um það hvað kokkarnir sjálfir borða Gaman saman Einar ásamt Lee Jones, bónd- anum góða, í eldhúsinu á Chef’s Garden í Ohio. FRANSKT bókaforlag ætlar að gefa út allar fjórar bækur Yrsu Sigurðar- dóttur á næst- unni og var samningur þess efnis undirrit- aður á bóka- kaupstefnunni í Frankfurt í gær. „Við erum mjög ánægð með þennan samning,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann bætir við að hann muni ekki eftir svona íslenskum fjögurra bóka samningi og franska fjölskyldu- forlagið Anne Carrière ætli sér mjög stóra hluti með Yrsu. Stefnt sé að því að fyrsta bókin komi út á næsta ári og hinar fljótlega eftir það. Áhersla verði lögð á norrænar bækur á bókakaupstefnunni í París 2011 og ætlunin sé að gera Yrsu þar hátt undir höfði. Bækurnar sem um ræðir eru Þriðja táknið, Sér grefur gröf, Aska og Auðnin. Fleiri forlög sýndu áhuga en Pétur Már segir að valið hafi verið auðvelt. „Það er betra að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri,“ segir hann. steinthor@mbl.is Einstakur útgáfu- samningur Allar bækur Yrsu gefnar út í Frakklandi Yrsa Sigurðardóttir SÚ var tíðin að jólasveinarnir í Rammagerðinni í Hafn- arstræti birtust í gluggum verslunarinnar í byrjun des- ember. Í huga barna í Reykjavík voru það fyrstu merki þess að jólin væru í nánd. Jólasveinarnir hafa verið að birtast í búðargluggunum æ fyrr og í gær var hún Andrea í Rammagerðinni að koma þeim fyrir á sínum stað, að þessu sinni um miðjan október. Jólaskreyt- ingar hafa verið settar upp í nokkrum verslunum og á götum höfuðborgarinnar má víða sjá jólaskreytingar, sem gleðja fólkið í myrkrinu. Morgunblaðið/Ómar SNEMMA Á FERÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.