Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 6
-6- ina, jafnframt Því sem Þeir útskýra og greina vandamal nútímans qg lausn Þeirra. Þessvegna hafa líks Þessir rithöfundar kveð- ið sér hljóðs í Menntaskólanum. Ár frá ari hefur Þeim farið fjölgandi, sem spyrja eft- ir rithöfundum, sem "hafa eitthvað að segja? og bækur Þeirra hafa verið lesnar með akefð. Lestur Þessara bóka hefur orðið nemendum eins og hressandi andblær frjálsrar hugsun- ar í lognmollu og deyfð íslenzku skammsýn- innar. Hann hefir valdið Því að nýjar hugs- anir og ný viðhorf hafa skapast og kvatt Þa til að athuga málin með meiri hreinskilni, Hér var hróflað við úreltum, Þröngsýnum og siðspilltum skoðunum, jafnframt Því sem nýjum og heilbrigðari fear brugðið upp, og loks voru hér ýms mál, sem við af misskil- inni blygðunarsemi ekki höfðum rættjhispurs laust og afdrattarlaust skýrð og greind. Ég Þarf ekki að taka Það fram, að Þessi orð eiga ekki við nema um hóp hinna frjals- lyndari nemenda í Þessum skóla. Hinn and- lausi og hugsjónasnauði fasista- og íhalds- lýður hefir aldrei sýnt hinn minnsta skiln=- ing í Þessu efni. fybbingshatturinn og fjandskapurinn gegn nýju viðhorfunum og stcfnunum n mótar allt vitsmunalíf Þeirra og hefir orðið undirstöðugóÓur jarðvegur' fyrir fasismann. Hér í skóla er úr Þessum jarðvegi að.vexa upp og Þróast rökheld og ósvífin fasistaklíka og í sambandi við hana og aðrar álíkar skapast svo"ideologia" Þessarar ómenningar,¦(sem ein fasistaspraut- an hér í skóla hefur sniðuglega einkennt' með spurningunni: Eigum við að æpa) sem . mun ef hún fær nokkra fótfestu a íslandi leiða til menningarlegrar einangrunar. Það er ekki nógsamlega hægt að benda á Þa hættu, sem af Þessum gáfnaljósum stafar. Það er lífsskilyrði fyrir íslenzku alÞýðuna að Þeim takist ekki að loka fyrir erlendu menningaráhrifin og inniloka okkur aftur. Okkur vcrður oð vtrs Það ljóst að bókaút- grfr borgaranna er greinilega einkennd af fasistiskum^ skrifym, sem við verðum leynt' og ljóst að berjast á móti. - Hugsið ykkur bara Þa menningu, sem borin er uppi af ís- lenzka braskaralýðnum, rímnakveðendum og erfiljóðeskaldum.. Ég veit Það>að allir frjálslyndir nemend- ur í Þessum skóla eru sammála um Það, að Þetta má ekki koma fyrir og skal ekki koma fyrir. Eg veit,að Það er 'ósk allra Þessara nemenda að íslenzku alÞýðunni sé opin menn- ingaráhrifin, og krafa Þeirra að Þegar í stað verði hafin Þyðing og útgáfa erlendra snildarrita. Og vegna Þess að við erum allir sammala um Þessi atriði og skiljum menningarfjand- skap fasismans, Þá samfylkjumst við £ bar- áttunni gegn honum og ahrifum hans 1 bok- menntunum. H. Einarsson, +_+_+-+-+_+-+-+-+-+-+-+-+—».-+—1~+-+-+-+-+-+ STUTT VIETAL VIö ODD. Herna um daginn var ég óskaplega latur. Klukkan var orðin 2^£ - Það var búið að hringja út - allir voru farnir út úr bekkn- um - en ég sat, eða réttara sagt la x sæt- inu og stundi af einskærri leti. Það gengur svo sem ekki Þrautalaust að verða úttroðin af vizku. Loks skreyddist ég á fætur - og alveg af tilviljun leit ég inn í 6. B, um leið og ég gekk fram hja stofunni, Þa sa ég hvar Oddur Ólafsson - okkar fyrsti maður og fulltrúi - sat á aftasta bekk, með hönd undir kinn, og horfði Þunglyndislega fram fyrir sig. Hans lokkum prýdda, hrafnsvarta har féll Þétt að höfðinu og hin djúpu tilkomumiklu augu stb'rðu niður a skítugt gólfið. Ég nálgaðist hikandi. - Sæll inspector Oddur --- Hann bandaði fyrirlitlega frá sér með hendinni. - Truflaðu mig ekki - eg er að hugsa. - Heyr.' -, sagði ég - en ofreyndu Þig nú ekki. Aller Anfang ¦ist schwer.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.