Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 8
-8- hluta mannkynsins ndnnksr til muna. Afleið- ingin verður offramleiðsla og Þarafleiðandi kreppa„ Vegna Þessa hamlar auðvaldið a móti Þróun vélanna, sem sagt: Vélamenning- in, sem var skilyrðá fyrir völdum borgara- stéttarinnar, hefir nú með Þróun sinni ekki aðeins skapað skilyrðin, heldur og nauðsyn Þess að auðvaldinu verði kollvarp- að. Ein ’hin ógurlegasta kreppa stendur nú yfir. Auðvaldsskipulagi'3' er í hættu statt, og nú spilar Það út síðasta trompinu: Pas- ismanum. NÚ ganga sósial-demokratar vel fram x Því að telja verkalýðnum trú um að Það Þýði ekkert að beita ofbeldi móti fas- ismanum. Það er ósænilegt málstað réttlæt- isins.'J Þetta verður öllum að vera ljóst. Pasisminn er í hraðri uppsiglingu, og með honum verður allt lýðræði fyrir borð borið. Sosial-demokratar byggja allar sínar kenn- ingar á lýðræði, en Þeir hreyfa hvorki hönd né fót til Þess að hamla á móti Því, að Þetta lýðræði verði afnumið, heldur prédika Þeir fyrir verkalýðnum, að hafa nú fyrir alla muni hægt um sig, sem sagt: Verkalýð- urinn á ekkert að gera til Þess að binda fasismann. Hvað sýnir greinilegar hlutverk sosial-demokrata í Þágu auðvaldsins? Þeirra hlutverk er að ryð.ja fasismanum braut. Hreinn fasismi er Þegar tekinn við í Þýzka- landi, Búlgaríu, ítalÍTi, Jugo-slavíu, Rúmeníu, Ungverjalandi og Póllandi. Auk Þess eru öll önnur auðvaldsríki á hraðri leið til fasismans. Pregnirnar af grimmdaræði Þýzkra fasisto hafa vakið viðbjóð og hryll- ing um allan heim. Þar var áðxxr sosial-demo- kratisk stjórn. Henni var skipað að fara frá völdum, og hún hlýddi möglunarlaust. Nú var stjórnin fengin í hendur morðingjum, morfinistum, kynvillingum og vitfirringum. Nú byrjar skipulagning villimennskunnar á öllum sviðxim. Ef verkamenn sýna nokkurn mótÞróa, eru Þeir vægðarlaust drepnir eða settir í fangelsi, Þar sem Þeim er misÞyrmt hræðilega. En Það er ekki einungis verkalýð- urinn, sem er ofsóttur heldur einnig mennta- menn. Hinn heimsfrægi vxsindamaður Einstein hraktist úr landi. Remarque var myrtiir að Því er menn vita bezt, Hvað gerði hann af sér? JÚ, hann lýsti í bókum sínum hörm- ungum heimsstyrjaldarinnar. Það er dauðasök hjá fasistum. Önnur frægustu skáld, rithöf- undar og listamenn Þýzkalands, svo sem Heinrich og Thomas Mann, Lion Feuchtwanger, Ludvág Renn, Johannes Becher, Erich Weinert, Georg Gross og Max Reinhardt, hafs allir annaðhvort verið drepnir, fangelsaðir eða hraktir úr landi. Pasistar fara ekkert dult með> að Þeir ganga í berhögg við menninguna, eins og eftirfarandi orð, er Karl Buttner skrifar í fasista-málgagnið Þýzka "Völkicher Beobachter", sýna: Menntamennskan er fjand- samleg öllu sem lifir, Hún er hið djöful- legasta bam mannúðarstefnunnar, upplýsingar- stefnunnar, og frjálshyggjunnar. 1 vísindun- um lýsir hún sér, sem hlutdrægnislaus rann- sókn, í listunum, sem nákvæm efnismeðferð, og í stjórnmálunum sem bolsévismi, Drepið menntamennskuna og rífið hana upp með rótum, svo hin Þýzka sál megi lifa.'.'.' - Þetta Þýðir: Pasistar ætla að rífa niður menning- una, en kommúnistar að styðja að Þróun menningarinnar. En vegna hvers ætla fasistar að rífa niður menninguna?. Vegna Þess, að menningin getur ekki samrýmst hagsmunum auðvaldsins. En allar Þær ofsóknir og hryðju- verk, sem okkur hafa borist fregnir af, færa okkur heim sanninn um að Þétta eru dauðastundir auðvaldsins. Aður en varir hristir verkalýðurinn ógnastjórnina af sér með byltingu. Karl Marx sagði: "Ekkert Þjóðfélagsskipulag hefir enn fæðst öðru- vísi en með aðstoð ofbeldis". Þetta er sögu- leg staðreynd. Á Þessari staðreynd byggja kommunistar. Þeir ályktuðu að lokinni vís- indalegri rannsókn á auðvaldsskipulaginu og Þróun Þess: Nýtt Þjóðfélagsskipulag mun ekki fæðast an aðstoðar ofbeldis meðan auð- valdsskipulagið er við lýði. Pasisminn stað- festir Þessa ályktun svo áÞreifanlega að Það hlýtur öllum að vera ljóst. í Rússlandi sá verkalýðurinn við sosial- demokrötum, Þess vegna ef Þar nú verið að uppbyggja sosialismann. NÚ standa tveir heimar og horfast í augu. Tveir heimar, sem éru svo miklar mótsetningar, sem mest má vera. 1 Ráðstjórnarríkjunum: Pramleiðslan margfaldast á stuttum tíma. En í auðvalds- löndunum: Pramleiðslan minnkar gífurlega. Baðmullinrá,kveitinu og kaffinu er brennt, eða eyðilegt á annan hátt, meðan milljónir deyja hungurdauða. Akurlendi er breytt í skóglendi. 1 Ráðstjórnarríkjunum: Stöðugar launahækkanir, stöðugt vaxandi velmegun, Atvinnuleysinu er útrýmt. Vísindi, listir og bókmenntir blómgast. En í auðvaldslöndunum: Launalaakkanir. Kjör vinnandi stétta fara stórum versnandi. Atvinnuleysið eykst stöðugt, Vísind3menn, listamenn og rithöfundar eru ofsóttir.- . . Að öllu Þessu athuguðu hlýtur Það að vera auðvelt hverjum manni að ákveða hvort hann

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.