Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 14
-14- í ÞESSUM B Æ - . í Þessum bæ er gsman aö eiga heimaj í Þessum bæ er svo óendanlega mikiö af góöu 'iw'kann kristinfræöi aín og er Þar af leiöandi svo óendanlega gott við alla Þe, sem bágt eiga, sérstaklega hreppsómaga,,sem Þaö tekur alveg upp á sína arma, eöa Þa sendir Þa heim til sín. Hér í Þessum bæ er líka vitur og grandvör bæjarstjórn, sem er meira aö segja svo góö £ sér, að enda Þótt hún viti, aö 1500 manns gangi hér um göturnar og slaspist, Þá kann hún ómögulega við aö setja Þa í vinnu, og hefir Þar.af leiöandi -alveg slegiö bolsana í Rússlandi út, sem Þó láta menn vinna í 5 - 7 tíma. Aö öllu Þessu samanlögðu hika ég ekki við aö slá Þvi föstu, að neyð Þekkist ekki hér í bæ, hér x okkar Reykjavík. ■Ég sit inni í búö á Hverfisgötu. Úti er dynjandi rigning og óveður, svo aö ég er að hika viö aö fara út, í lengstu lög. Það er verið að tala um ástandið í bænum. "Ég held Þvx 'fram Hurðinni er hrundið upp og á Þröskuldinum stendur gamall maöur, sem fyrir margra hluta sakir stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum. Pötin hans voru hreint ekki ásjáleg. Hann gekk á gömlum strigaskóm, sem sólarnir skröltu undir. Bux- urnar hans voru farnar að trosna mjög að neðan, og ermarnar á stagtettum jakkanum hans voru alltof stuttar. Hattkúfurinn, sem hann hafði, var heldur ekki af betra tæinu. En Það var andlit hans, sem ég tók veru- lega eftir. Hafi ég nokkurntxma séöfrítt og göfugmannlegt mannsandlit, sem vel hirt skegg myndaði dökka umgjörð utan um, Þá var Þáð Þetta, En Það var meira.' í hrukkurnar á Því var skrifuð saga sorgarinnar, meö skýr- ari dráttum, en nokkur rithöfundur nokkru sinni hefur gert Það. 1 kringum augXQ. voru komnir Þessir sérkennilegu herpandi drættir, sem bera vott um tortryggni og hatur, og hefði ekki yfirskeggið verið, Þa er ég viss um að mátt hefði sjá Þessa íbognu herkju- drætti £ kringum munninn, sem eru einkenni mótlastisins, "Vantar ykkur ekki mann til að ske^a tóbak?" tiann horfði sem snöggvast áfergjulega á búðarmanninn, og sljóleikinn hvarf úr aug- um hans, "Nei við fáum Það vélskorið". "Eh - en Þurfið Þið ekki -, aö láta berja rikling?". Hann talaði nú í hálfum hljóðum, og sljóleikinn var aftur að færast yfir augu nans. "Hann er líka barinn í vélum fyrir okkur"." "Pið hafið ekkert smáhandtak til Þess öe' að láta gera, brjóta spýtur -, bera inn aa kol -, ekki neitt?" x Hann var nú hættur að hafa nokkra áherzlui og var farinn að færö sig nær dyrunum án - Þess að bíða eftir svari. "Nei, við höfum allt sem við ÞurfumJ" Svo var Það búið. "Eg held Því fram", sagði sá sem var truglaöur, Þegar maðurinn kom inn, "að neyð Þekkist ekki hér í bæj" Ég leit út -um gluggann, - gamli maður- inn var að berjast við óveðrið, til Þess aö komast í næstu búð. J

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.