Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 9
-9- I ætlar aö ganga í lið ™eð formælendum menn- ingarinnar eðs formælendum ómenningarinnar, miðaldamyrkrinu eða deginum í austri. Halldór Jakobsson. +_+_+_+_+_+_+_+_+_+-+-+-+_+-+-+-+-+-+-+-+-+ SKÖLASTUND. Skólabjsllan hringir.' Frímínúturnar eru a enda. Strákarnir, sem hafa staðið úti a tröppunum slökkva endvarpandi í cigarettun- um og stinga stubbunum í vassnn. Það verður að spara a Þessum krepputímum. Inni í gang- inum stendur Þyrping af strákum í áflogum og stympingum, sem hætta Þó, Þegar seinasta hljóðið í bjöllinni deyr út. Hver labbar að sinni kennslustofu, og bíður Þar komu kenn- arans, 3vo á að troða í mann lærdómi í klukkutíma - mínus 15 mín. reyndar. - E* labba inn í 6. bekk. Kennarinn er Þegar kom- inn. Eg sezt í sæti mitt. "Jæja, við áttum að byrja hér á bls. 200, var Það ekki? - kannske að Þér viljið gjöra svo vel og lesaj Fórnardýrið byrjar að rausa. Eg fylgist með af mesta"áhuga", - Þ.e.a.s. ég góni á orðin an Þess eiginlega að skilja - gera mér ljóst samhengið á milli Þeirra. - Ég var búin, að lesa Þetta daginn áður og Þaö er svo árvilli leiöinlegt, að lesa Það sama mörgum sinnum. "Því í áranum Þarf að lesa svona mikið heima, til hvers eru eiginlege Þeasir tímar í skólanum? Væri ekki betra að lesa rétt laus- lega heima og fara svo rækilega í lexíurnar í tímunum með kennurunum? Ætli maður tæki ekki betur eftir Þa'? Æt3i maður væri ekki minna syfjaður - hresspri - betur fyrirkall- aður? - 0g Þó -" Nei, Það er gersamlega vonlaust, að reyna að hugsa skýrt í kennslu- stund. Maður nennir Því ekki. Það færist yf- ir mann deyfð og drungi af Því, að sitja og hlusta á sín kæru bekkjarsystkini gata eða brilliera eftir ástæðiim. - Stafirnir fara brátt að dansa fyrir augunum á mér. Ég rétti mig upp með hnykk. - Nei ekki er vert að sofnB algerlega, Eg horfi í kringum mig, skygnist eftir einhverju hálmstrái, sem gæti frelsað mig fra að drukkna í svefninum. ómögulegt. Allir krakkarnir sitja og dotto ; , yfir bókuntim. Sumir hafa meira að segja lagst á grúfu yfir bækurnar og hafa sennilega Þegar liðið inn í svefninn. - Hvað a ég að gera ? Mig langar ^il Þess að gera eitthvað voðalegt sem getur vakið bæði mig og krakkans og stórhneykslað kennarann. En ég er orðin nærri Því of löt til Þess að hreyfa mig. Andrúms- loftið er alveg Þrungið af deyfð og drunga. óljósar hugsanir koma og fara í huganum. Maður er sljór andlega - mattlaus líkamlega, - "G-óða bezta.' Náðu í tóbak hjá honum Magga", heyri ég allt í einu hvíslað að baki mér, "ég er alveg að sofna". - Ég líkna hinum bágstadda,- fæ honum hið gmðdómlegs anti- svefnlyf. - En nú fer Þetta að verða full- líflaust. Ég sný mér að sessunaut mínum í tæka tíð til Þess að sjá hana opna munninn í innilegum geispa. Eg get ekki stillt mig um sð brosa örlítið. Eg sný mér að sessu- naut mínim. - Elsku segðu mér eitthvað - eitthvað voðalegt svo að hárin rísi á höfði manns. Einhverja voða "skandal"-sögu - einhverja lygasögu - mér er alveg sama hvað, bara eitthvað". - "Æ, ég get ekkert sagt Þér. Það skeður ekkert - og ég er allt- of syfjuð til Þess að geta sett saman lyga- sögu í hvelli. Hvað er kl. annars?- "10 mín. eftir ennÞá. Bara að ég komi upp. Þá líða Þó Þessar ÍO mín. fljótar. Heyrðu, er —" - "Ekki samtal.' Ef Þér Þurfið að tala, Þá getið Þér farið út". - Eg stein- Þagnaði, - gleypti pilluna, Þó að hún væri dálítið beisk. -- Loksins.' Þar hringdi bjallan aftur. Frxmínútur - 10 mínútur, Þangað til næsti timi byrjaði. 10 mínútur Þangað til einhver annar kennari færði okkur ein- hverja aðra "andans næringu". Eg labbaði út í gang, hugsandi: "Þetta var skolinn, menntastofnun, ætluð til Þess að vera arid- lega nærandi, andlega hressandi o. s. frv, Og var svo til nokkuð meira andlega "svekkj- andi", deyfandi, sljófgandi? - Breytingu Þurfti og Það gersamlega breytingu á öllu skólafyrirkomulaginu" - Ritsch.'.' Ahh.' Þar reif ég alveg í sundur stóra pappírsörk, Þar sem ég hafði skrifað vandlega latneska vertio fyrir lexiuna næsta dag. Ég and- varpaði um leið og ég labbaði niður tröpp- urnar á hælunum á æruverðugum hr. Þorleifi H. Bjarnasyni, Þ e t t a 1 í f } < K.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.