Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 11
-1.1- Og Því vilja allir erindsrekar auóvalds- ins, hvort sem Það eru social-demokratar, Jónas frá Hriflu, Palmi Hannesson eða aðrir, útrýma pólitík úr skólanum. Það er engin tilviljun að rektor lét Það í veðri vaka, í sambandi við útvarpsmálið í fyrra, að hann myndi fara að banna pólitík í skólanum. Og í skólasetningarræðu sinni í haust óskaði hann Þess að nemendur væru nú ekki með neina flokkadrætti og pólitískar erjur í vetur,' heldur samhug og eindrægni. Þetta eru slveg sömu orðatiltækin og "íslenzk Endurreisn" og "AlÞýðublaðið", ásamt öllum hinum borg- aralegu blöðunum, flagga með, svo að segja daglegaj Þ. e. stéttafrið og stéttasamvinnu. En Því er óhætt að lofa rektor P. Hannes- syni, að svo lengi sem nokkur sannur verk- lýðssinni er innan veggja Þessa skóla, Þá skal baráttunni vera haldið áfram, fyrir sigri socislismans, gegn miðaldamyrkri og skoöanakúgun fssismans, í hvaða mynd sem er. Eymundur Magnússon. +-+-+-+-+- -+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+ BÓKAEREGH: í Austurvegi eftir Halldór Kiljan Laxness, Svo að segja daglega birta borgarablöðin óhróðurssÖgur um Raðstjórnarríkin. Astæðan fyrir Því er sú, að verkalýður Raðstjórnar- ríkjanna, hefir afnumið eignarrétt borgaranna yfir framleiðsluQflunum, og sækir nú fram é öllum sviöum mannlífsins. Halldór K. Laxness dvaldi nokkurn tíma í Ráðstjórnarríkjunum, og hefir nú ritað bók um dvöl sína Þar, Þar sem hann lýsir áhrif- um Þeim, er land og lýður hafði a hann. Bókin byrjar a samanburði á Því, sem ferða menn fá að sjá* í Ráðstjórnarríkjunum og auð- valdsheiminum. Byggir höfundurinn Þar á reynzlu sinni, sem gamall ferðalangur. Þa er stutt ágrip yfir sögu byltingarinnar og 5 ara sætlunina. A eftir Því kemur kafli um bændur og landbúnaóinn. 1 Þeim kafla er merkilegt bréf fra rússneskum samyrkjubændum til félaga Stalins. Hvar skyldi sannleikann um kjör rússnesku bssndanna vera að'finna, ef ekki í orðum Þ&irra sjc'lfra. Þar næst kemur ferða- sögubrot, fjörlegt og fróðlegt. Að síðustu er svo útvárpserindi Það, er höfundurinn flutti í Moskva og var endurvarpað hér heima. Olli Það óróa mörgum íhaldsmanninum, Þó að "yfir Þeim væri vakað". Um ritfærni höfundarins Þarf eigi að fjölyrða. Sóvétvinafélag íslands gaf bókina út, og er frágangur hennar hinn prýðilegasti. Eg ráðlegg öllum, sem kynnast vilja tvíiraelalaust Því merkilegasta, sem nú er að ske, að lesa Þessa bók. J. H, J. +-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+ KOMUSTEINK. Við Jónmundur stöndum í klofhaum guramí- stígvélum úti í Mjóavatni og veiðum silung. Vornóttin er hin fegursta, sem við Þekkjum. Kyrrðin hér a öræfunum, og hrikalegir svip- ir fjallanna, ger'a okkur viðkvæma eins og • bö'rn. Hugir okkar sveima um allt milli him- ins og jarðar, en hvorugur mælir orð frá vörum, Silungsveiðin gengur tregt. Við höfum aðeins getað flutt með okkur ónóg áhöld, hina löngu leið um vegleysur, hingað fram til vatnsins. En loks detta Jónmundi hestarnir í hug. Annar okkar verð\or að athuga um Þa, og við metumst um Það hvor eigi að fara. Það er Jónmundur, sem verður til Þess, en ég lofa Því hátíðlega, að veiða ekki I meðan hann er í burtu, og vitja hestanna næst, Þegar Þess Þurfi. Ég horfi á hann vaða í land og fara úr stígvélunum, Svo hverfur hann bak við hæðina. llú fyrst fæ ég tækifæri til Þess að lit- ast um. Ég hefi aldrei komið hér áður, en saga Þessa staðar er mér kunn. Tvennt er hér merkast: Uppgrónar bæjarrústir viö austurenda vatnsins, og Konusteinn, stór og hrikalegur, uppi a hlum mel i suðuratt. Ég veð til lands og geng upp á grasivax- inn hólinn, Þar sem sést móta fyrir bæjar- rústunum, og sest Þar niður. Þegar ég horfi a Konustein, lokkar hann fram í hugskot mitt sögu, sem hvert mannsbarn niðri í dalnum kann. Snjóinn er aö leysa af heiðunum og ár og lækir fara hamförum niður brattar hlíð- arnar. Nið Þeirra leggur inn um opna glugg- ana a bæjunum í dalnum, Þar sem fólkið sef

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.