Organistablaðið - 01.08.1968, Síða 4

Organistablaðið - 01.08.1968, Síða 4
listamaður. Afi lians fékkst við að senija tónsmíðar, en faðir hans var organisti og hljóðfaerasmiður, smíðaði aðallega hamonium, og var harmoníum fyrsta hljóðfærið, sem Straube líerði að leika á sem barn. Móðir Straubes var af góðum enskum ættum, fædd í Englandi. Hún var mjög trúlineigð kona og músikölsk og liafði í æsku notið góðrar tilsagnar í tónlist, einkum j)íanóleik. Það var móðir hans, sem fyrst ojmaði augu sonarins fyrir skáld- skaj) og öðrum fögrum listum, og hún liafði sérstakt lag á því að vekja hann til umhugsunar á andlegum efnum, þegar hann var á barnsaldri. En samt liélt Straube því fram, að hann liafi í flestu verið mjög líkur móður sinni, að hún af þeim sökum hafi Iá'ið hann einan um að bjarga sér, en skij)t sér meira af liinum börnunum, sem líktust meir föðurnum. Svo virðist, sein faðir Straubes hafi ekki ætlað syni sínum að verða tónlistarmaður, og svo mikið er víst, að hann ýtti á engan hátt undir, að liann æfði sig, heldur þvert á móti, hann hélt honum meira að öðru námi, sem lionum þótti skorta á að liann stundaði nógu vel. En þar sem ekki fór sérlega vel á með þeim feðgunum, flýði Straube oftast til eins vinar sfns á þessum barns- árum sínum með <111 sín vandamál, sem hann telur að hafi verið mikil og margvísleg. Þessi vinur hans var eldri maður, hann var lis'málari og hét Diiring. Hjá lionum fékk hann ævinlega leyst úr vandamálum sínum, hjá honuni segist hann Iiafa öðlazt mikinn og margvíslegan fróðleik, og hjá honum varð Iiann fyrir listræn- um áhrifum. Fyrstu tilsögn i hljóðfæraleik hlaut Straube samt hjá föður sín- um. Hann var alinn upp með hljóðfærmn, því á verkstæði föður hans var allt fullt af hljóðfærum. Þar fékk liann að æfa sig, og síðar fékk hann leyfi föður síns til að æfa sig á orgel það, sem faðir hans lék á í kirkjunni. Straube segist, þegar á jiessum árum, hafa verið staðráðinn í því að verða organleikari. Ekkert hljóðfæri heillaði hann eins og orgelið, og hann varði öllum stundum til að æfa sig. Námið gekk mjög vel, sem vænta mátti. Aðeins 11 ára gam- a11 fékk hann að spila við guðsþjónustur hjá föður sínum. En þar sem kvartanir komu frá kennurum hans í barnaskólanum um að hann vanrækti lexíurnar, hætti föður hans að lítast á blikuna, og skijtaði honum að stunda skólanámið betur, en æfa sig minna. Þetta ■1 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.