Organistablaðið - 01.06.1970, Page 1

Organistablaðið - 01.06.1970, Page 1
ORGANISTABLAÐIÐ 1. TBL. JÚNÍ 1970 3. ARG. LISTAHATIÐ Listahátíðir, einkum tónlistarhátíðir, eru mjög algengir viðburðir á síðari árum, og hefur þessi nýbreytni jafnvel borizt hingað norður á hjara veraldar, og sannleikurinn er sá, að þær hafa orðið mikil lyftistöng andlegu lífi í þeim löndum þar sem þær hafa farið fram. 'Ekki aðeins þyrpast lislamenn að hvaðanæva úr veröldinni, lieldur hafa hátíðirnar átt mikinn þátt í að skapa fjölbreylni daglegs Hfs og endurnýjun í list og atvinnuviðhorfum. Gjaldeyristekjur af ferða- mönnum hafa endurlífgað efnahagslífið, því lífsþyrst ferðafólk sækist eftir að gerast þátttakendur í listalífi. Þannig 'hafa hinar svonefndu Edinborgarhálíðir lyft þessari hlédrægu þjóð á nýtt s'.ig andlegra samskipta við umheiminn. Ilið sama má raunar segja um hátíðirnar í Bergen. Hér á landi hefur einnig verið stofnað til nokkurra tónlistarhátiða, má þar nefna norræna organistahátíð 1952, sem mjög var rómuð um öll Norðurlönd, Beethoven-Busch hátíð Tónlistarfélagsins og norræna tónlistarhátíð á vegum Tónskáldafélagsins. Norræna kirkjutónlistarhátíð var fyrir löngu ákveðið að lialda hér í sumar og verður hún einn liður hinnar miklu Listahátíðar, nokkurs konar inngangur að há'íðahöldunum. Listahátíðin i sumar mun án efa verða mikil andleg lyftislöng listarinnar í landinu og marka þar tímamót. Fyrir okkur er mjög mikilvægt að hlutur kirkjutónlistarinnar komi skýrt fram, svo mjög sem þekking okkar er byggð upp á þeirri menn- ingu sem kirkjan hefur stofnað til í árliundruð. Félag íslenzkra organista vill láta i ljós gleði sína og þökk til þeirra sem þátt hafa átt í að koma þessum liátíðahöldum á fót og gera draum margra um íslenzka menningu á heimsmælikvarða að veruleika. Hátíð er til heilla bezl.

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.