Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 4
menn. Var það vel skiljanlegt þeim, er vel þekktu hann, því að hann var maður ekki við allra skap. Hann gat verið blíður og ást- ríkur sínum vinum, en annars stórbokki og þjösnalegur, þegar svo stóð á honum. Sérstaklega var hann önugur og óþjáll án víns, en til allrar hamingju var hann sjaldan án þess nema þegar hann var nvvaknaður á morgnana. Hann byrjaði skrifstofustörf sín kl. 9 á morgnana. Á leiðinni upp á skrifstofuna kom hann jafnan við í búð á leiðinni (í Thomsensbúð framan af, meðan Einar Jafetsson var þar verzlunarstjóri, síðan í Smithsbúð, en þar var Þorvaldur Step- hensen verzlunarstjóri og síðar Jón O. V. Jónsson). Þar fékk hann sér einhverja hjartastyrkingu og fór svo upp á skrifstofuna. Pétur skrifaði ágætagóða rithönd, en þegar hér var komið, var hann svo skjálfhentur, að hann kom engum staf á pappírinn, fyrr en hann hafði fengið morgunskattinn, en þá sá heldur ekkert á hendinni. Við vín var hann blíður eins og barn og hverjum manni elskulegri. Hann var á sína vísu smekkmaður á skáldskap, þegar ekki komu til hleypidómar hans eða persónuleg óvild. Jónas Hallgrímsson hat- aði hann (að Kkindum mest út úr kvæðinu Porkell þunni, sem er ort um P. G.) og þekkti sárlítið af kvæðum hans, enda þótti honum ekki neitt til neins koma eftir Jónas. Af Hvað er svo glatt kunni hann aðeins fyrstu vísuna og söng hana með, þegar svo stóð á. í þá tíð var hér aldrei sungið nema fyrsta erindið. Það var ekki fyrr en 28. ágúst 1871, að hann heyrði í fyrsta sinn erindið Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi. Þá kenndi ég honum það, og þá sagði hann við mig með tárin í augunum: „Hvernig gat svona fag- urt farið að koma út úr helvítis kjaftinum á honum Jónasi?“ Hann var mjög hrifinn af erindinu, enda var hann maður mjög viðkvæm- ur í lund í aðra röndina. Tilfinningar hans voru heitar og sterkar í hverja átt, sem þær fóru. Áhrif hans á sönglist og músik hér á landi eru þjóðkunnari en svo, að ég þurfi á það að minnast. Það var eðli- legt, að þeir, sem gefnir voru fyrir þessa list, hefðu mestu mætur á honum. Ég var í mútum fyrstu 3 ár skólaveru minnar og gat því aldrei opnað munn til söngs, en í söngfræðinni var ég vel að mér. Pétur Guðjohnsen var mér einkar góður og ástríkur, meðan ég var í skóla. ITann átti gott bókasafn af útlendum skáldritum og bauð mér að lána mér hverja bók, sem hann ætti, og notaði ég mér það. Hann benti mér oft á fögur kvæði, sem hann réð mér að lesa. Ég svndi honum oft vísur mínar og kvæði á þeim árum, og benti hann 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.