Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 6
steinhljóðið. Hvað hann sneipti mig þá er mér ógleymanlegt, ein- mitt af því að hann gerði það ekki í bræði, heldur sárnaði honum svo, að hann nærri því klökknaði, að ég „skyldi gera sér þetta“, storkaði mér með síra Jóni Þorlákssyni, aldavini foreldra sinna, ,,og svo ertu bróðursonur hans síra Jóns Eyjólfssonar, ástvinar míns, og það var þó gáfaður maður“. Síðan klykti hann út með einhverju þvílíku, að hann óskaði þess, að ég yrði ekki slík ættarskömm sem helzt væri útlit fyrir að ég væri dálaglegt efni í. Mér var þetta mátulegt. Ég var bölvaður letingi þrjú fyrstu skólaárin. Heima- kenslan, sem öll var á ferð og flugi, hafði komið inn óbeit og nærri því skömm hjá mér á öllum lærdómum. En feiginn varð ég því augnabliki, þegar Pétur sneri sér frá mér; og að þeim næsta. Þar gekk allt vel, þangað til um það leyti að Pétur var að sleppa hon- um. Verður Pétri þá litið yfir borðið og sér að pilturinn hefir út- dregna skúffuna, og bókina opna í skúffunni og hefir lesið allt á hana, sem hann svaraði. Man ég eptir, hvað hann útmálaði það þá, hvílíkur munur væri á honum og okkur, sem þögðum. Hann væri auðvirðilegur svikari við sjálfan sig, en við værum heiðarlegir „ignorantar“, „tossar“ eða eitthvað því um líkt, svo að við þótt- umst fá nokkurs konar uppreisn æru okkar. (Sunnanfari). Dr. Porvaldur Thoroddsen: Pjetur Guðjohnsen var kennari í söng, og var mjög vel látinn af piltum, enda röggsamlegur og stundum stórbrotinn í framgöngu. í söng tóku eðlilega þeir einir þátt, sem einhverja söngrödd höfðu, en söngfræði áttu allir að læra í neðsta bekk, en á því var mikill misbrestur. (Minningabók). 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.